Gylfi vill evruna eins og ég - þótt ég sætti mig við færeysku krónuna!

Talandi um íslenskan Seðlabanka - þá er merkilegt að sjá íslenska viðskiptaráðherrann halda því fram að rökréttast væri að taka upp evruna.

Ég er reyndar sammála Gylfa Magnússyni viðskiptaráðherra um þetta og finnst hugmynd hans með því jákvæðasta sem komið hefur fram frá ráðherrum ríkisstjórnarinnar.

Eftirfarandi frétt var á www.dv.is:

"Rökréttast væri fyrir Ísland að taka upp evruna, fremur en tengjast norsku krónunni, til að endurreisa efnahagslegan stöðuleika þjóðarinnar. Þetta segir Gylfi Magnússon, viðskiptaráðherra, í samtali við Reuters fréttastofuna í dag.

Gylfi segir að skiptar skoðanir séu hér á landi um inngöngu í Evrópusambandið, sérstaklega vegna sjávarútvegsstefnu sambandsins sem Íslendingum hugnist mörgum hverjum illa.

„En ef við viljum trúverðugan gjaldeyri með trúverðugan seðlabanka að baki honum þá virðist sem svo að evran sé rökréttasta skrefið,“ er haft eftir Gylfa á Reuters. „Það eru aðrir möguleikar í stöðunni eins og einhverskonar samkomulag við Noreg en það er langsótt að mínu mati.“"

Reyndar sætti ég mig við færeysku krónuna, sem er beintengd við dönsku krónuna sem er tengd við evruna!


mbl.is Venjan að hafa einn eða fleiri aðstoðarbankastjóra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég vill að sjávarútvegurinn komi með evrur til landsins sem og dollara. Yen og franka væri einnig gott að fá. Færeyskar og danskar krónur ættum við að eiga nóg af líka sem og norskar.

Þegar gjaldeyrisforðinn er orðin nógu stór til að skipta um mynt, þá gerum við það bara. Kannski þá áttum við okkur á því að gjaldmiðillinn okkar er fiskurinn í sjónum og annað sem við getum flutt út og fengið gjaldeyrir fyrir.

Þjóðnýtum náttúruauðlindirnar okkar og tryggjum eignar og ráðstöfunarrétt þjóðarinnar (ríkisins) yfir þeim svikalaust.

Toni (IP-tala skráð) 12.2.2009 kl. 23:42

2 identicon

,,.. þá er merkilegt að sjá íslenska viðskiptaráðherrann halda því fram að rökréttast væri að taka upp evruna."

Hvað er merkilegt við þetta ?

Auðvitað er það rökrétt að fara í ESB og taka síðan upp evru !

Vonandi tekur það ekki langa tíma hjá þér að þetta er það besta sem við getum gert !

Annars er það eitt atirði sem gerir það að verkum að ég vil fara inn í ESB, það er margt reglugerðarverkið sem hjálpar venjulegu fólki á íslandi að verjast heimskum íslenskum pólitíkusum  sem er í helgreipum á skemmdum samtökum atvinnulífsins  !

JR (IP-tala skráð) 13.2.2009 kl. 00:38

3 identicon

Menn eru að leita leiða til að ná stöðugleika og þar er náttúrulega stærri gjaldmiðill nauðsyn. Núna gerir krónan gerir það að verkum að við getum rétt okkur fyrr af.  Fall krónunnar gerir það að við náðum jafnvægi á útflutningshallanum á augabragði meðan þjóðir eins og Írland og Spánn innan evrusamstarfsins blæða núna vegna þessa og það gerir alla aðlögun erfiðari.  Þarna kemur styrkur þess að hafa lítinn gjaldmiðil.  Okkar vandamál síðustu áratugina hefur verið sveiflukenndur efnahagur með upp og niðursveiflum sem oftast eru ekki í takt við efnahag okkar nágranna.

Það er samt auðséð að höfuðmistökin voru að leyfa þessa gríðarlegu fjármálaútrás með svona lítinn og óstöðugan gjaldmiðil en núna er það game over fyrir fjármálastarfsemi frá Íslandi við erum búin að læra okkar dýrkeyptu lexiu.  Það verður ekki næstu 100 árin og væntanlega aldrei stunduð fjármálastarfsemi frá Íslandi í öðrum löndum.

Gunnr (IP-tala skráð) 13.2.2009 kl. 03:10

4 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Sæll Hallur

Hvað myndir þú gera núna ef þú hefðir ekki íslensku krónuna? Hvað myndir þú gera þegar þú getur ekki prentað pengina lengur? Ef þú efast um svarið, já þá ættir þú ekki að vera hrifinn af Evru Hallur því núna keyra prentvélarnar dag og nótt í löndum sem ráða peningamálum sínum sjálf. Bandaríkjamenn munu t.d. gera "what ever it takes" til að koma hjólunum í gang og komast hjá verðhjöðnun og þurrð.

Þú gætir kanski reynt að prenta ríkisskuldabréf í staðinn Hallur, ríkisskuldabréf til að fjármagna ríkissjóð og til að geta greitt laun opinberra starfsmanna og sent peninga inn í gegnum velferðarkerfið t.d. til lífeyrisþega, barnafólks, til landbúnaðar og til húsbréfasjóðs, ef þá einhver vill kaupa þau með X% ávöxtun til X ára í mynt sem þú ræður engu um hvaða stýrivexti ber. Ég er hræddur um að kaupendur verði fáir og langt á milli þeirra þegar ástand ríkisfjármála væri eins og það er núna (geigvænleg skuldasöfnun m.a. vegna bankahrunsins). Spánn er að reyna núna, einnig Grikkland og Írland og Belgía og Holland. En lítið gengur

Þess má geta hér að núna er seðlabanki Bandaríkjanna eini bankinn í Bandaríkjunum sem virkar sem banki núna og sem veitir peningum út í samfélagið. Það sama gildir á Íslandi. Enda hefur efnahagsreikningur seðlabanka Bandaríkjanna margfaldast á örskömmum tíma því viðskiptabankarnir eru einungis liðin lík. Það sama gildir á íslandi.

Þeir sem eru að biðja um að losa okkur við svona lífsnauðsynlega stofnun með lífsnauðsynlegt valdsvið ættu að reyna að giska á hvernig ástandið væri ef það væri enginn seðlabanki í þjóðfélaginu núna - bærði á Íslandi og í Bandaríkjunum. Þá held ég að svitinn á andlitum ykkar væri frekar súr og Lettneskur.

Þessi myntumræða ykkar stjórnmálamanna er hættuleg öryggi þjóðarinnar og hún er einnig hættuleg sjálfstæði þjóðarinnar.

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 13.2.2009 kl. 07:36

5 Smámynd: Hallur Magnússon

Gunnar.

Við værum ekki í þeirri stöðu sem við erum í núna ef við hefðum haft evru. Málið er ekkert flóknara en það!

Hallur Magnússon, 13.2.2009 kl. 08:23

6 identicon

Það sem sem stýrir þessari umræðu er að margir sjá það með glampa í augunum að það eru lágir vextir á Evrusvæðinu og haldi það að það verði vextir sem fólk á kost á Íslandi.   Þessir vextir eru einnig sýnd veiði en ekki gefinn fyrir íslenska skuldakónga.

Þegar maður sér á tölur fra Fasteignaskrá http://www.fmr.is/Markadurinn/Visitala-ibudaverds og maður skoðar vísitölu íbúðarverðs á sérbýli á höfuðborgarsvæðinu sem fylgir á Excel skránni sést í raun margt athyglisvert.
Verð er nánast óbreytt frá 1994 til juni-ágúst 1998 þá er vísitalan 100, í júni 2005 nær vísitalan yfir 200 og ári seinna ágúst 2006 nær hún 300 og nær hámarki júní 2008 392 síðan hefur það lækkað smáræðis út 2008 en ég sé ekki tölur frá januar 2009.
Það er mjög raunhæft að verð fari niður í 1999 sem gæti þýtt 50%-75% verðfalli eigna.  Allar forsendur hruns eru til staðar, algjört frost er á markaðnum, gríðarlegt offramboð vegna þess að það hefur hreinlega verið byggt meira en þörfin er. Væntanlegur stórfelldur brottnflutningur nýbúa og Íslendinga vegna fjármálahrunsins.  Auk þess bætist við gríðarleg kjaraskerðing og auknar álögur vegna vaxtakostnaðar og gjaldþrots.  Mikil er ábyrgð bankanna og ekki minnst Íbúðarlánasjóðs sem hafa pumpað lofti í þessa fasteignabólu og stærst er náttúrulega ábyrgð þessara einstaklinga sem skuldsetti sig og sína.  Þessi fasteignabóla mun núna springa með hvelli.  Það er ekki hægt og á ekki að halda lofti í þessu lengur.  Þetta kemur eins og sunmami bylgja og mun skolast yfir endurfjármagnaða banka og ennþá til að auka á vandræði fjármálakerfisins og ekki minnast á heimilin.

Ef maður lítur á 50% fall á húseignum miðað við mitt ár 2008.
- Þetta þýðir að það einungis þeir sem keyptu eignir eftir mitt ár 2005 skaðist ef íbúðarhúsnæði falli um 50% frá núverandi verði.
- Þeir sem faktiskt keyptu fyrir þann tíma hafi hagnast (kaupi í 100- 200 og selji í 200)
- Sá hópur sem tapar er sá hópur tapar frá 0- 33% sem keypti frá miðju ári 2005 miðs árs 2006 (kaupi í 200-300 og selji í 200).
Fólk sem keypti fyrir 2004 getur í raun ekki útskýrt þetta stóra lánahlutfall nema með því að það hafi fjármagnað sína umframeyðslu með að baka það inn í húsnæðislánið.

Það verða engir erlendir bankar til Íslands og það skiptir engu máli hvaða gjaldmiðil við höfum.  Tel í raun að Evran hjálpi ekki þeim sem sitja í súpunni.   Stór hópur fólks er þegar ekki lánstækur.

Ef maður hefur sér dæmi um einstakling sem keypti hús á 50 miljónir og það fellur um 50% er það þá 25 miljón krónu virði.  Oftast er veðhæfni 10-20% undir markaðsverði til að bankinn tapi ekki á þessu, svo er það erlendis.  Það þýddi að veðhæfnisverð væri 22,5 -20 miljónir (100% lán er 20-22,5 miljónir).  Segjum það að viðkomandi hafi upphaflega tekið lán upp á 40 miljónir sem nú hafi hækkað um 50% vegna gengislækkunar krónunar og skuldi því 60 miljónir.  Þessi fjölskylda skuldar 300% af veðhæfni eignarinnar.

Fyrsta spurningin er hefur viðkomandi tekjur til að geta staðið undir þessu.  Þaö er þumalfingurregla að heimili geta staðið undir lántökum sem eru upp að 3 földum ársekjum. Fjölskylda sem hefiði 40 miljón krónu lán ætti að hafa minst 13,3 miljónir í ársekjur og til að standa undir 60 miljón krónu láni væri það 20 miljón krónu árstekjur eða 1,7 miljón á mánuði. Segjum sem svo að þessi fjölskylda hafi það.  Það er nánast enginn banki sem lánar yfir 100% af verðmæti eignar og það eru lágir vextir af fyrstu 60%, hærri 60-80% og mjög háir vextir 80-100% meðan það eru nánast okurvextir á því sem er yfir enda er það gríðarleg áhætta sem fylgir því fyrir bankastofnunina.

Gunnr (IP-tala skráð) 13.2.2009 kl. 08:27

7 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Gunnar.

Við værum ekki í þeirri stöðu sem við erum í núna ef við hefðum haft evru. Málið er ekkert flóknara en það!


Er þetta svar Hallur?

Viltu ekki segja þeim á evrusvæðinu þetta Hallur. Þú fengir kanski verðlaun og þeir myndu kyssa þig af þakklæti.

Kveðjur

PS: nú er ég verulega óttasleginn

Gunnar Rögnvaldsson, 13.2.2009 kl. 09:17

8 Smámynd: Hallur Magnússon

Við skulum bera saman Ísland og Írland. Írland er að ganga í gegnum erfiðleika - en þeir erfiðleikar eru hjóm eitt miðað við okkur Íslendinga.

Munurinn: Evran.

"Við sjáum erfiðleikana sem Ísland á við að etja sem land sem er eitt á báti. Það bendir til þess að betra sé að vera í jaðri Evrópu en í útjaðrinum og að ganga leið einangrunar...Þetta er íhugunarefni fyrir okkur hér innanlands"

Micheál Martin, utanríkisráðherra Íra í Irish Times.

"Ástandið í löndum evrusvæðisins væri mun verra og miklu erfiðara ef við hefðum ekki evruna. 'Eg nefni gjarnan Írland og ber saman við Ísland, sem gott dæmi um velgengni evrusvæðisins"

José Manuel Barroso, forseti framkvæmdastjórnar ESB

Hallur Magnússon, 13.2.2009 kl. 09:53

9 identicon

Peningar eru verkfæri, ekki töfratæki. Það er betra að ráða yfir þeim sjálfur annars verður maður þjónninn, ekki húsbóndinn.

Og að sjálfsögðu eiga Íslendingar að vera sinnar gæfu smiðir, ekki láta öðrum þjóðum það eftir.

Verum í góðum samskiptum við aðrar þjóðir, en höldum sjálfstæði okkar.

Toni (IP-tala skráð) 13.2.2009 kl. 09:57

10 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Írland mun fá meira en 10% samdrátt í VLF þetta árið. Þú fylgist ekki með Hallur. Þetta mun einnig gilda um fleiri lönd í ESB. Írska ríkið á á hættu að verða gjaldþrota. Skuldir þeirra verða geigvænlegar og bati mun taka heila eilífð. Þó eru bankakerfi þeirra ekki alveg gjaldþrota - ennþá.

Please Hallur, ekki vitna í sölumenn ESB, og allra síst ekki í kjánann hann Baroso. Ef þú trúir einu orði sem þessi maður segir þá er ekki von á góðu. Þýskar Ajax auglýsingar eru meira raunhæfar og áreiðanlegri.

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 13.2.2009 kl. 10:12

11 Smámynd: Hallur Magnússon

Gunnar!

Náum við saman um að vera aðdáendur aulalegra auglýsinga í sjónvarpi?

Hallur Magnússon, 13.2.2009 kl. 10:14

12 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Já Hallur það náum við saman um - og eflaust um margt margt fleira, við nánari skoðun

Kveðjur til þín

Gunnar Rögnvaldsson, 13.2.2009 kl. 12:49

13 identicon

Það er engin spurning að íslenska krónan var gjörsamlega óhæfur fótur undir þetta allt of stóra og óburðuga fjármálakerfi landsins og það má vel vera að þetta hefði ekki gengið svona langt án krónunnar.  Þetta virðist hafa verið aðal tekjulind bankanna að veðja á gengið enda var arðurinn að stórum hluta gengishagnaður.
Núna hefur fjármálakerfið strokast út og það verða væntanlega lítil viðskipti með krónuna næstu áratugina og vonandi verða varðhundar stöðugleikans mun meira á verði (Seðlabanki/FME/ríkisstjórn) en þeir hafa verið.  Ef engin fjármálastarfsemi verður stunduð frá landinu og menn ná þeim stöðugleika að geta afnumið verðtrygginguna munum við standa í sömu sporum og 1998 fyrir hrunið og fyrir útþennslu bankanna að mínu áliti. Að vísu langtum skuldugri bæði einstaklingar og fyrirtæki en við verðum búin að læra okkar lexiu.

Það sem er þá spurning hvað er það sem hentar okkur best núna í þessum fasa sem við erum núna og verðum næstu 5 árin eða þegar stöðugleika er náð og við erum aftur að byggja okkur upp..  Auðvitað verður að fara að fleyta krónunni og taka það högg sem fylgir því en þar á eftir verða þetta aðhaldsaðgerðir og væntanlega meiri hætta á verðhjöðnun en verðbólgu næstu árin með alþjóða kreppu.

Auðvitað er ekkert að því að fara í "fiskitúr" til Evrópubandalagsins og sjá hvað við fáum í samningum við þá.  Það verður langt þangað til við fullnægjum skilyrðum myntbandalagsins og kannski ekki einu sinni heppilegt að við tökum upp Evru.  Ég hef ekki heyrt neina Evruumræðu í Svíþjóð eða Noregi þar vilja menn halda í sína gjaldmiðla en hagkerfi Noregs er væntanlega meira en 20x stærra nú en hagkerfi Íslands. 

Gunnr (IP-tala skráð) 13.2.2009 kl. 13:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband