Mistök Framsóknar að hleypa ríkisstjórn af stað án raunhæfrar aðgerðaráætlunar?

Ég sé ekki betur en að Framsóknarmenn hefðu átt að bíða enn lengur eftir að ganga endanlega frá vilyrði sínu um að verja minnihlutastjórn VG og Samfylkingar vantrausti, en eins og alþjóð veit þá vildu Framsóknarmenn sjá raunhæfa aðgerðaráætlun VG og Samfylkingar áður en gengið yrði formlega frá vilyrði um að verja minnihlutastjórnina falli.

Slík aðgerðaráætlun leit ekki dagsins ljós - og hefur ekki gert það enn!

Það er vert að rifja upp að á sama tíma og þingflokkur Framsóknarflokksins fékk "aðgerðaráætlun" fyrirhugaðrar ríkisstjórnar í hendur voru klækjastjórnmálamenn Samfylkingarinnar - með framkvæmdastjóra þessara regnhlífarsamtaka í fararbroddi  - komnir á fullt í fjölmiðlum og í samfélaginu í áróðursherferð gegn Framsóknarmönnum sem sagðir voru draga lappirnar gegn myndun ríkisstjórnar - áður en unnt var að meta svokallaða "aðgerðaráætlun" VG og Samfylkingar.

Slíkir klækjastjórnmálamenn eru reyndar í essinu sínu hjá sömu flokkum í borgarstjórn en það er annað mál.

Niðurstaða Framsóknarmanna var sú að þótt "aðgerðaráætlun" VG og Samfylkingar væru hvorki fugl né fiskur - þá myndi flokkurinn verja minnihlutastjórn þessara flokka vantrausti - í trausti þess að ríkisstjórnin myndi fljótlega leggja fram raunhæfa aðgerðaráætlun til stuðnings heimilunum og atvinnulífi.

Því miður þá hefur minnihlutastjórnin ekki staðið undir væntingum. Líklega hefði það verið betra fyrir þjóðina að Framsóknarmenn hefðu verið staðfastari - og krafið núverandi ríkisstjórnarflokka um raunhæfa aðgerðaráætlun áður en gengið væri frá stjórnarsamstarfinu - í stað þess að treysta á að VG og Samfylking inni eftir slíkri áætlun.

Mér virðist alla vega að minnihlutastjórnin hafi svikið þjóðina um slíka raunhæfa áætlun.


mbl.is Niðursveiflan meiri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Þorkelsson

hljómar líkt og að Framsókn sé að opna hinn endann...

Óskar Þorkelsson, 12.2.2009 kl. 19:52

2 Smámynd: Oddur Ólafsson

Hvar er Mundi?

Loksins fengum við ríkisstjórn.

Ég vona að Framsókn fari ekki að klikka núna.......

Oddur Ólafsson, 12.2.2009 kl. 19:59

3 Smámynd: Viðar Hafsteinn Steinarsson

Hallur!

Hverju reiddust goðin þegar hraunið sem við stöndum nú á rann.  Þú veist að það ástand sem nú er hér á landi er m.a. vegna þess að Framsóknarflokkurinn stóð ekki sína vakt eins og best hefði verið á kosið.  Í því ljósi skulum við skoða á hvern hátt Framsókn kemur að uppbyggingunni.  Er ekki rétt að leggja sitt að mörkum af hógværð, skynsemi og ekki síst lítilæti og á þann hátt byggja upp traust á ný.

Hvar var Hallur Magnússon þegar eldurinn var kveiktur og meðan eldarnir brunnu sem glaðast?  Var hann að vara við eins og seðlabankastjórinn var víst að?

Kveðja Viðar á Kaldbak

Viðar Hafsteinn Steinarsson, 12.2.2009 kl. 20:03

4 identicon

Ég sé að tilvonandi þingmaður Framsóknarflokksins getur ekki beðið eftir því að komast með Sjálfstæðismönnum í ríkisstjórn. Er það virkilega ætlunin að draga Sjálfstæðisflokkinn til valda eftir kosningar, hefur ekkert breyst í Framsókn þó svo skipt hafi verið um forystu? Það myndi svo sem hæfa ykkur að fara með Sjálfstæðisflokknum þá væru þið saman sökudólgarnir að takast á við afleiðingar gjörða ykkar.

Valsól (IP-tala skráð) 12.2.2009 kl. 20:09

5 Smámynd: Hallur Magnússon

Vðar.

Já, ég varaði ítrekað við hagsstjórnarmistökum Seðlabankans sem meðal annars fólust í lækkun bindiskyldu árið 2003, það að hækka ekki bindisskyldu og herða lausafjárreglur til að hamla óheft þensluútlán bankanna haustið 2004 og á árinu 2005, benti þeim á að auka gjaldeyrisforðann á árinu 2004 - og ég varaði gegn hávaxtastefnu sem hefðu engin áhrif á verðtryggðu íslensku krónunnar - sem var í yfir 80% tilfella í langtímalánum á Íslandi - en yrði til þess að íslenskra krónan yrði allt of hátt skráð með ófyrirséðum afleiðingum sem við upp lifum núna.

Það var þarna sem ég var þegar eldarnir voru kveiktir - og varaði við þeim.

Halló!

Ég man ekki til þess að seðlabankastjóri hafi verið að vara við af viti - hann stóð við verðbólgubálið og kynnti það.

Hallur Magnússon, 12.2.2009 kl. 20:18

6 identicon

Svo er sorglegt að væna minnihlutastjórnina um svik þegar starf þeirra er algjörlega undir því komið að það sé stutt af Framsóknarflokknum, en auðvitað ef stuðningurinn er ekki til staðar þá náttúrulega getur minnihlutastjórnin lítið gert. Það er mín spá að Framsókn muni ekkert breytast, mun verða áfram sú hækja íhaldsins sem hún hefur alltaf verið. Þegar Sigmundur Davíð var kosinn þá eygði maður von í brjóti um að núna loksins hefði komið fram maður sem myndi nota skynsemina en ekki græðgi í þingsæti ráða för, en ég sé það á þingmannsefninu Halli Magnússyni að þingsætið er mun mikilvægara en hagur lands og þjóðar. Ég gat alveg hugsað mér að kjósa Framsókn með Sigmund í broddi fylkingar, sérstaklega vegna þess að þar fer maður sem ég ber virðingu fyrir, en ef Framsókn ætlar ekkert að breytast og verða sami plat félagshyggjuflokkurinn og hann hefur hingað til verið, þá mun ég ekki setja X við B. Vonandi sjáið þið ykkur í Framsókn það fært að standa nú við bakið á þessari minnihlutastjórn, gera það sem þið lofuðuð að gera og hætta þessari stjórnarandstöðu sem þið eruð komnir í. Þessi stjórnarandstaða hagnast ykkur kannski og kannski ekki í komandi þingkosningum, en það er örugt að þetta gagnast ekki þjóðinni.

Valsól (IP-tala skráð) 12.2.2009 kl. 20:20

7 Smámynd: Hallur Magnússon

Valsól.

Þetta er alrangt af þér. Það sem ég er að segja erað líklega voru það mistök af ábyrgum Framsóknarflokki að treysta Samfylkingu og VG í því að verða ábyrg.

Á þessu verðum við Framsóknarmenn að læra og ef Framsóknarflokkurinn ætlar í ríkisstjórn með VG og Samfylkingu - þá er eins gott að hnýta hnútana fyrirfram.

Ég mun tryggja að það verði gert ef ég verð í þeirri aðstöðu.

Hallur Magnússon, 12.2.2009 kl. 20:20

8 identicon

Það er að koma í ljós sem fólk óttaðist mest, framsókn er ekkert að breytast !

Já, þeir eru að býða eftir sjálfstæðisflokknum svo þeir geti haldið áfram helmingaskiptunum !

Núna er bara beðið eftir að fjölskylduvinirnir úr sjálfstæðisflokknum og framsóknarflokknum komi sér saman um helmimgaskiptin !  Formaður framsóknaflokksins, sem á ,,enga fortíð", og verðandi formaður sjálfstæðisflokksins, einn aðaleigandi að einokunarkeðjunni N1 , þar sem feður þeirra beggja sitja í stjórn !

Það er nefnilega komið í ljós að , það eru ekki bara Bónusfeðgar sem eru einokunarkaupmenn, það eru líka feður framsóknarformannsins, sem á ,,enga fortíð" , og verðandi formanns sjálfstæðisflokksins !

Hallur,  það sjá allir í gegnum plottið ykkar !

JR (IP-tala skráð) 12.2.2009 kl. 20:20

9 Smámynd: Gunnar Axel Axelsson

Þjóðin bíður í ofvæni eftir að sjá þessa snilldar aðgerðaáætlun sem Framsókn lumar á. Er ekki ráð að þú setjir hana í loftið svo við getum séð hvað það er sem þið viljið -eða eftir atvikum, viljið ekki?

Baráttukveðjur :)

Gunnar Axel

Gunnar Axel Axelsson, 12.2.2009 kl. 20:23

10 Smámynd: Hallur Magnússon

JR.

Ekki láta pirring þinn gagnvart íhaldinu blinda þig þannig að þú getir ekki séð mistök núverandi minnihlutastjórnar réttu ljósi. Ef það á að vera hér miðjú vinstri stjórn til lengri tíma - þá verða menn að vanda sig betur en menn eru að gera núna. Málið snýst um það.  Það er betra að gera sér grein fyrir því núna strax - í stað þess að það verði of seint í kjölfar komandi kosningar.

Það er ekkert flóknara en það að það þarf Framsóknarflokkinn öflugan í miðju vinstri stjórn - ef hlutirnir eiga að ganga upp - og það verður að hnýta hnútana fyrirfram.

Að því gefnu - þá er í sjálfu sér ekkert því til fyrirstöðu að mynda slíka stjórn.

Held að þjóðinni - og þess vegna íhaldinu - veiti ekki af lengra fríi frá Sjálfstæðisflokknum í ríkisstjórn - en ef Samfylking og VG sýnir þjóðinni ekki á næstu dögum og vikum að flokkarnir séu stjórntækir - þá er allt opið. Að sjálfsögðu.

Hallur Magnússon, 12.2.2009 kl. 20:27

11 Smámynd: Gunnar Axel Axelsson

Lýtaaðgerð er ekki það sama og endurlífgun, a.m.k. ekki samkvæmt skilgreiningum læknisfræðinnar.

Gunnar Axel Axelsson, 12.2.2009 kl. 20:38

12 Smámynd: Hallur Magnússon

Gunanr Axel - kæri vin!

Skil að þið Samfylkingarmenn þurfið að leita annað með raunhæfar aðgerðir fyrir heimilin. Ekki sér henni stað í aðgerðum ríkisstjórnarinnar.

Eitt atriði sem gæti skipt miklu máli - og ég kynnti á blogginu mínu nóvember - og setti á smá minnisblað:

Aðgerðir vegna greiðslubyrði íbúðalána

 Há greiðslubyrði íbúðalána ógnar stöðu fjölmargra íslenskra heimila í þeirri efnahagslægð sem nú gengur yfir.  Hættan á greiðsluþroti fjölda heimila sem leiðir af sér greiðslufall vegna íbúðalánas ógnar stöðu Íbúðalánasjóðs og annarra fjármálafyrirtækja. Markmið stjórnvalda í þessari stöðu hlýtur að vera sú að tryggja heimilum bærilegri greiðslubyrði vegna íbúðalána svo heimilin komist ekki í greiðsluþrot og jafnframt að tryggja Íbúðalánasjóði og öðrum fjármálafyrirtækjum sem veitt hafa heimilunum íbúðalán öruggt greiðsluflæði til að stöðu þeirra sé ekki ógnað. Það er ljóst að framtíðarfyrirkomulag íbúðalána og húsnæðisbóta getur ekki verið verkefni minnihlutastjórnar sem starfar nánast sem starfsstjórn fram að kosningum þar sem þjóðin mun endurnýja pólitískt umboð Alþingis. Hér á eftir koma tillögur að bráðabirgðaaðgerðum sem tryggja hóflega greiðslubyrði heimilanna og tryggja öruggt fjárstreymi til fjármálafyrirtækja vegna íbúðalána á næstu mánuðum og misserum. 

Greiðslubyrði fast hlutfall af brúttó innkomu

 Greiðendum íbúðalána verði gefinn kostur á að greiða ákveðið fast hlutfall brúttó innkomu sinnar  20% sem greiðslu af íbúðalánum sínum.. Íbúðalánasjóði, ríkisbönkum og öðrum fjármálafyrirtækjum sem lánað hafa íbúðalán verði gert skylt að heimila lántakendum að velja tímabundið slíkt fast greiðsluhlutfall.  Gengið verði síðar frá uppgjöri á greiðslu mismunar lægri greiðslu vegna hins fasta hlutfalls og fjárhæðar hefðbundinnar afborgunar íbúðalánsins. 

Hefðbundin vísitölutryggð lán

Mismunur á greiðslu vegna hins fasta hlutfalls og fjárhæðar hefðbundinnar afborgunar íbúðalánsins verði fryst og bætist við höfuðstól lánsins um áramót. Ákvörðun um meðferð mismunarins til lengri tíma verði tekin að 3 árum liðnum.  Möguleika á meðhöndlun hærra láns gera þá orðið lenging láns ef greiðslubyrði er og há og í einhverjum tilfellum möguleg afskrift hluta lánsins. Ákvörðun um slíkt verði í höndum nýrrar ríkisstjórnar.

Gjaldeyrislán

Haldið verði utan um greiðsluflæði vegna gjaldeyrislána í íslenskum krónum. Uppgjör á greiðslum vegna gjaldeyrisláns verði um hver áramót. Ákvörðun um  hvort miðað verði við þá gengisvísitölu sem ríkir um áramót eða að uppgjör verði gert á sérstaklega ákveðinni gengisvísitölu verðu tekin þegar þar að kemur enda er ekki um endurgreiðslu ríkisbankanna á fjármögnun gjaldeyrislánanna að ræða fyrr en síðar.  

Hefðbundin vísitölutryggð lán

Ríkisbönkum verði gert skylt að veita viðskiptavinum sínum sambærilega greiðsluerfiðleikaaðstoð og hefðbundin greiðsluerfiðleikaaðstoð Íbúðalánasjóðs.

Hallur Magnússon, 12.2.2009 kl. 20:39

13 Smámynd: Hallur Magnússon

Marti

Áður en ég fer að skammast mín - vildu gera svo vel og benda mér á aðgerðaráætlun ríkisstjórnarinnar?

Getur þú bent mér á eitthvað raunhæft sem hún hefur gert?

Þjóðin bíður - ég bíð.

Hallur Magnússon, 12.2.2009 kl. 20:41

14 Smámynd: Hallur Magnússon

Gunnar Axel.

Plástur á hnéð er ennþá síður endurlífgun - hvað þá þegar hann er settur á rangt hné!

Hallur Magnússon, 12.2.2009 kl. 20:42

15 identicon

Voðalega ertu fljótfær Hallur.  Ertu að reyna að skora einhver stig?  Ég hef heyrt þig auglýsa sjálfan þig á útvarpi Sögu núna daglega.  Finnst þér nú ekki rétt að leyfa ríkisstjórninni að starfa í mánuð áður en þú ferð að kasta eggjum í hana? 

Baldur (IP-tala skráð) 12.2.2009 kl. 20:43

16 identicon

,, ...en ef Samfylking og VG sýnir þjóðinni ekki á næstu dögum og vikum að flokkarnir séu stjórntækir - þá er allt opið. Að sjálfsögðu."

Hallur.

Þessi stjórn er bara að gera það sem þarf að gera til að koma öllu ,,kerfinu"  í gang aftur !

Framsóknarflokkurinn sagðist ætla að hjálpa við það .  Ef svo er að framsóknarflokkurinn ætlar ekki að standa við það, þá verður þið framsóknamenn að segja bara frá því skilmerkilega svo allir viti það !  Þá þurfa flokkarnir sem eru í ríkisstjórn að hugsa sinn gang upp á nýtt !  

Það er að koma í ljós þegar skrif ykkar framsóknamanna eru skoðuð, þá efi ykkar svo mikill varðandi stuðnig við aðgerðir ríkisstjórnarinnar, að við þetta venjulega fólk erum farin að efast hvar þið ætlið að vera !  Þess vegna eru við farin að skrifa um helmingaskiptastjórn ykkar framsíknarmanna og sjálfstæðismanna ! 

JR (IP-tala skráð) 12.2.2009 kl. 20:44

17 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Þingmenn Framsóknarflokksins geta flutt tillögur í þinginu, eða hafið samstarf við Sjálfstæðisflokkinn og frjálslynda um hvað sem er, Framsókn er ekki bundin þessari ríkisstjórn á neinn hátt nema verja hana, ef fram kæmi vantrauststillaga.Það sem mér sínist áhyggjuefni er ef þingmenn Framsóknar fara að sækja stefnumál beint í skjóðu VG og Samfylkingar og ef þeir fara tala eins og þeir séu jafnvel aðilar að þessum flokkum eða ríkisstjórn þeirra.Takmörkuð þingreynsla er ekki alltaf til bóta.

Sigurgeir Jónsson, 12.2.2009 kl. 20:51

18 Smámynd: Sævar Helgason

Mér finnst þetta nú ekki traustvekjandi skrif hjá þér, Hallur.  Öll stjórnarsamvinna byggist á trausti. Það er hægt að skrifa marga doðranta sem innihalda stjórnarsáttmála- en án trausts væru þeir doðrantar lítilsvirði.  Þetta er nú ekki flóknara en það. Þið Framsóknarmenn gengust inná að verja þessa minnihlutastjórn til þeirra verka sem fyrir lágu. Ég á von á því að ábyrgir menn og traustir sem eru í forystunni í Framsókn- standi við það traust sem samvinnan byggir á .  Þú er greinilega kominn í kosningabaráttu og átt eitthvað erfitt uppdráttar.   Nú er mikilvægt hjá þér að vinna þér trúverðugleika fram að kosningum- þú átt talsvert í land

Sævar Helgason, 12.2.2009 kl. 20:56

19 identicon

Ekki fara í gamla framsóknarfarið, ég var ekki að ganga í flokkinn til að sitja síðan uppi með gamla helmingaskiptaliðið. Og í guðana bænum ekki koma síðan með þessa gömlu klísju að flokkurinn gangi óbundin til kosninga. Þeir sem hugsa þannig ættu að drífa sig í langt frí með Guðna og Valgerði. Kjósendur vilja skýra valkosti ekki eitthvað moð.

Ég held að það verði að gefa þessari stjórn lengri tíma til að sanna sig en auðvitað ekki of langan. Hallur þú veist jafnvel og ég að verkefnið er örugglega mun stærra nokkurn óraði fyrir og staðan er mun verri en nokkurn hafði grunað.

Sigurður Sigurðsson (IP-tala skráð) 12.2.2009 kl. 20:57

20 Smámynd: Gunnar Axel Axelsson

Allrar athygliverðar hugmyndir hjá þér en eru þetta hugmyndir þingflokks Framsóknar_ - þess sama þingflokks og stendur í vegi fyrir því að frumvarp um seðlabanka fái afgreiðslu, þess sama þingflokks og er búinn að bíta á hvalveiðiagn Sjálfstæðisflokksins, þess sama þingflokks og er upptekinn að því að setja fram frumvörp sem eru samhljóða stjórnarfrumvörpum, til þess eins að freista þess að fá einhvern heiður af málum?

Ef ekki, hvar eru þá raunhæfu og raunverulegu tillögurnar frá þingflokki Framsóknar? Eru þær ekki aðgengilegar einhverstaðar á netinu, eða einhverstaðar þar sem ég og aðrir áhugasamir geta nálgast þær?

En hvert sem svarið er, þá er enginn í áróðursherferð gegn Framsóknarflokknum, a.m.k. hef ég ekki orðið var við það. Kannski sú hugmynd eigi uppruna sinn í röðum þeirra sem vilja síst af öllu að Framsóknarflokkurinn styðji við nýja ríkistjórn, úr röðum þeirra sem hér hafa haldið á öllum spilum í 18 ár og geta ekki hugsað sér að gera það ekki áfram.

Hefurðu ekkert hugleitt það minn vinur Hallur?

Hættu nú að hafa áhyggjur af því að einhver sé að tala illa um ykkur, stattu frekar með okkur jafnaðarmönnum að því að skapa hér heilbrigðara samfélag. Við vitum það öll að það verður ekki gert nema frjálshyggjupostularnir fái sitt löngu tímabæra frí.

Gunnar Axel Axelsson, 12.2.2009 kl. 20:58

21 Smámynd: Hallur Magnússon

Baldur.

Ég er ekki að henda eggjum í ríkisstjórnina.

Við Framsóknarmenn lögðum upp með ákveðin atriði sem þyrfti að uppfylla ef við ætluðum að verja stjórnina falli. Atriði sem áttu að vera klár fyrir myndun ríkisstjórnarinnar.

Eitt atriðið var raunhæf aðgerðaráætlun til endurreisnar heimila og atvinnulífs.

Sú aðgerðaráætlun koma ekki - en þrátt fyrir það ákvað Framsókn að verja stjórnina falli - í trausti þess að slík aðgerðaráætlun kæmi fram.

Ríkisstjórnin er ekki enn komin fram með slíka raunhæfa aðgerðaráætlun. Um það snýst málið.

Fljótfærni eða fljótfærni ekki. Ég hef hingað til sagt skoðun mína hvort sem það hefur komið mér verl eða illa.

Ég var ekki vinsæll þegar ég í bloggi 2. nóvember sagði að það þyrfti að skipta um forystu í Framsókn, gera upp fortíðina og taka ábyrgð á mögulegum þætti flokksins í efnahagshruninu og samþykkja aðidlarviðræður við ESB.

Ég sagði það samt. Held að sú færsla sé ein af þeim ltlu þúfum sem veltu stóru hlassi og gerðu Framsóknarflokkin sterkan á ný.

Ég fagna því ef ríkisstjórnin kemur með slíka aðgerðaráætlun og vinni að henni af viti. Tími hennar er stuttur. Við höfum ekki tíma til að bíða.

Hallur Magnússon, 12.2.2009 kl. 21:01

22 identicon

Takk fyrir svarið. Auðvitað verðið þið að setja ykkar mark á hlutina ef þið ætlið í stjórn með VG og Samfylkingunni eftir kosningar, en málið er að þið eruð ekki að styðja við bakið á stjórninni sem kom berlega í ljós þegar Birkir Jón stakk upp á því að Seðlabankafrumvarpið yrði sent í viðskiptanefnd í stað efnahagsnefnd þar sem frumvarpið hefði farið í gegn eins og skot. Þetta atriði er búið að kosta stjórnina mjög mikið og hefur tekið úr henni nánast allt loft.

Ábyrgð ykkar er því ekki síðri í þessari minnihlutastjórn og það þýðir ekkert fyrir Framsókn að fyrra sig ábyrgð. Ef þessi stjórn kemur ekki málum áfram er það eingöngu vegna þess að Framsókn hefur ekki greitt fyrir hlutunum. Þetta mun síðan skemma fyrir með myndun velferðarstjórnar eftir kosningar og líkurnar munu þess vegna aukast á því að Sjálfstæðisflokkurinn komist að.

Við sem erum utan við pólitíkina en fylgjumst samt vel með, getum ekki annað en horft upp á þingmenn í tómu rugli og þá sama í hvaða flokki þeir eru. Sif Friðleyfsdóttir kom í sjónvarp og á henni mátti skilja að Framsókn legði línurnar fyrir þessa minnihlutastjórn, það var greinilegt á þingmanninum að þarna fór sá sem hafði valdið í sínum höndum. Þið hljótið þess vegna að skilja að ábyrgðin á þessari ríkisstjórn er ekki síðri ykkar en þeirra sem sitja í stjórninni.

Það sem ég held að sé að er að völdin hafa verið tekin af Sigmundi og hann kengbeigður í þessu máli. Eldri þingmenn hafa sannfært hann um að stjórnarandstaða kæmi sér best fyrir Framsókn akkúrat núna. En málið er að á meðan blæðir þjóðinni og ef þjóðin áttar sig á því að Framsókn setur sína hagsmuni fram yfir þjóðarhagsmuni, þá mun fara illa fyrir Framsókn í næstu kosningum. Ef það er ekki þannig að þingmenn í flokknum hafi beygt Sigmund þá langar mig að vita hvers vegna hann hefur allt í einu skipt um skoðun á því að standa við bakið á þessari minnihlutastjórn? Hefur hann algjörlega umpólast?

Þegar þið fóruð að skora hærra í skoðanakönnunum þá var það vegna þess að fólk hélt að loksins hefði komið fram formaður sem setti heiðarleika fram yfir klækjastjórnmál. Að þarna hefði komið tækifæri til að kjósa flokk sem stjórnað hefði með hagmuni fólksins að leiðarljósi en ekki flokkshagsmuni. Ég hef sagt við vini mína að við skyldum gefa Sigmundi tækifæri en á sama tíma aðvaraði ég þá um að þetta væri enn Framsóknarflokkurinn, flokkurinn væri enn með sömu innviðina og þetta væri flokkurinn sem væri í öðru sæti á eftir Sjálfstæðisflokknum hvað ábyrgð varðar á efnahagshruni þjóðarinnar. Þetta væri flokkurinn sem hefði sett kvótakerfið á koppinn sem væri orsökin fryr því sem nú er að gerast, og þetta væri flokkurinn sem hefði stutt Íraks stríðið þar sem 100 þúsund saklausir borgarar létu lífið.  Það er ekki sjálfsagt mál að kjósa slíkan flokk, en kannski eru ekki betri kostir í stöðunni sem er í raun grátlegt.

Valsól (IP-tala skráð) 12.2.2009 kl. 21:02

23 Smámynd: Óskar Þorkelsson

mjög gott svar Valsól og svona upplifi ég líka hlutina og hlutverk framsóknar..

Óskar Þorkelsson, 12.2.2009 kl. 21:04

24 Smámynd: Hallur Magnússon

Gunnar Axel.

Það veitir nú ekki af að sníða agnúana af Seðlabankafrumvarpinu - og það er verið að gera það í góðri samvinnu við VG og Samfylkingu. Væntanlega verður það betra á eftir - en það er náttúrlega skólabókadæmi um klúður hvernig að Seðlabankamálinu hefur verið haldið - eins og það er mikilvægt mál.

Efnahgstillögurnar munu að sjálfsögðu verða birtar þegar þar að kemur - en stór hluti þeirra var kynntur þeim sem voru að mynda minnihlutastjórnina. Því miður var ekki tekið miða af þeim - en þess í stað settur fram innihaldslaus texti. Aðgerðaráætlun stjórnvalda er ekki enn komin fram.

Ekki gleyma því að Framsókn er ekki í ríkisstjórn - og gefur því stjórninni ráðrúm til að koma með raunhæfar aðgerðir - en það bólar bara svo lítið á þeim.  Við kjósum væntanlega um okkar tillögur þegar þar að kemur - hafi ríkisstjórnin ekki tekið sig saman í aandlitinu - sem ég vona og treysti að hún geri.

Gunnar Axel.

Þú ættir að kynna þér hvernig oddviti Samfylkingarinnar misnotaði stöðu sína í stól forseta borgarstjórnar og hreinlega fór fyrir aðför að varaborgarfulltrúar Framsóknarflokksins Guðlaugs Gylfa Sverrissonar þegar Guðlaugur kom í borgarstjórn til að flytja jómfrúarræðu sína. Það er áratuga hefð fyrir því að borgarfulltrúar og varaborgarfulltrúar verði ekki fyrir aðkasti þegar þeir flytja jómfrúarræðu sína - en klækjastjórnmálaðurinn Dagur B - sem sumir vilja sem formann Samfylkingarinnar - braut þá hefð á grófan hátt. 

Sævar.

Sammála þér með traustið - en traust á að vera gagnkvæmt - ekki í eina átt. Við treystum ríkisstjórninni að hún kæmi fram með raunhæfa aðgerðaráætlun. Vonandi gerir hún það.

Hallur Magnússon, 12.2.2009 kl. 21:11

25 Smámynd: Hallur Magnússon

Valsól!

Takk fyrir góða færslu nr. 23.

Aðeins ein athugasemd.  Ertekki að gera of lítið úr hlut Samfylkingarinnar í efnahagshruninu? Þá er ég ekki að gera lítið úr hlut Framsóknar - sem að sjálfsögðu er þónokkur.

Hallur Magnússon, 12.2.2009 kl. 21:13

26 Smámynd: Hallur Magnússon

Marti.

Eins og ég sé það - þá snýr það í hina áttina. ASÍ og SA hafa lengi verið reiðubúin í samstarf við ríkisstjórn - en fyrri ríkisstjórn kaus að nýta sér ekki það góða boð. Það er hisn vegar afar jákvætt að núverandi ríkisstjórn hafi tekið boðinu. Það skiptir miklu máli í framhaldinu.

Ekki skilja mig þannig að ég sé að gagnrýna allt sem þessi ríkisstjórn er og hefur gert!  Hún hefur hins vegar ekki enn gengið frá raunhæfri aðgerðaráætlun!  Ég var meira en reiðubúinn að veita henni brautargengi - þó vildi ég ákveðnar tryggingar fyrir ákveðnum hlutum eins og raunhæfri aðgerðaráætlun - sem fyrri ríkisstjórn klikkaði á.

En þrátt fyrr það -þá áskil ég mér re´tt til að gagnrýna það sem ástæða er til að gagnrýna - og skortur á raunhæfri aðgerðaráætlun er eitt af því.

Vonandi tekur ríkisstjórnin sig saman í andlitinu og stendur sig. Það er mikilvægt fyrir okkur öll!

Hallur Magnússon, 12.2.2009 kl. 21:18

27 identicon

Það er hreinlega rangt hjá þér Hallur að ríkisstjórnin sé ekki að vinna að lausn fyrir heimilim í landinu. Stjórnin átti fund í morgun með hagsmunasamtökum heimilanna sem eru með fastmótaðar hugmyndir um hvernig megi leysa vanda skuldsettra heimila og þetta er allt í gangi nú þegar. Það er virkilga ómerkilegt að nota svona taktík núna þegar þjóðin þarf virkilega á því að halda að stjórnmála sé í lagi. Bara það að þú skulir segja þetta gerir mig ofboðslega reiðann. Þjóðinni blæðir út og Framsókn komin í bullandi kosningabaráttu og á kafi í klækjastjórnmálum. Út af hverju segir þú að ríkistjórn sé ekki að vinna að þessum málum? Ég trúi því ekki að maður eins og þú sem fylgist vel með öllum málum, hafir ekki vitað af þeirri vinnu sem er í gangi í málefnum heimilanna á vegum ríkisstjórnarinnar. Þetta er sá óheiðarleiki sem allir eru fyrir löngu búnir að fá ógeð á. Þetta er óskaplega sorglegt, eigum við virkilega ekki til fólk hérna á Íslandi sem hugsar ekki bara um rassgatið á sjálfum sér? Fyrirgefðu orðbragðið en manni fallast algjörlega hendur þegar maður sér svona.

Valsól (IP-tala skráð) 12.2.2009 kl. 21:18

28 Smámynd: Óskar Þorkelsson

ég verð að viðurkenna Hallur að ég er kominn í vafa með tilgang þinn í pólitík..

Óskar Þorkelsson, 12.2.2009 kl. 21:24

29 Smámynd: Hallur Magnússon

Valsól.

Það lágu klárar skýrar tillögur fyrir þegar stjórnin hóf störf.  Til dæmis tillagan sem ég setti fram hér að framan og gæti skipt sköpum fyrir heimilin í landinu. Stjórnin var ekki reiðubúin að stja raunhæfar áætlanir á blað.  Undanfarnir dagar hafa ekki aukið á bjartsýni um að ríkisstjórnin viti hvað hún ætli að gera. Hún talar og talar í frösum - og vonandi kemur eitthvað sem skiptir máli í framkvæmd - en tíminn er naumur.

Ég skil vel reiði þína.

En hlutirnir gerast ekki af sjálfum sér. Það þarf virkt aðhald. Ég er að veita slíkt aðhald. Auðvitað hefði verið miklu betra að ganga frá aðgerðaráætlun strax. VG og Samfylkingin treysti sér ekki til þess. Veit ekki hvað gerðist í morgun - en ég hef ekki enn séð raunhæfa aðgerðaráætlun.  Við skulum vona það besta, en Ttminn líður...

Hallur Magnússon, 12.2.2009 kl. 21:25

30 Smámynd: Hallur Magnússon

Valsól!

Getur þú bent mér á tillögur ríkisstjórnarinnar um aðgerðir í þágu heimilanna?

Ekki draga upp gamalt frumvarp um greiðsluaðlögun. Það lá fyrir fyrir löngu.

Hallur Magnússon, 12.2.2009 kl. 21:26

31 Smámynd: Óðinn Þórisson

Því miður held ég fyrir þá sem höfðu trú á þessari minnihluastjórn vinstriflokkana sé það komið á daginn að hún er hvorki fugl né fiskur.

Hrósa Nýrri framsókn að hefja hvalveiðar og vonast til að sjá Bjarna Ben. og Sigmund Davíð setjast niður eftir kosningar og mynda nýja B D stjórn.

Óðinn Þórisson, 12.2.2009 kl. 21:32

32 Smámynd: Hallur Magnússon

Ægir.

Það getur ve verið að ég komist ekki á þing. En ég segi allavega skoðun mína.

Sleggjudómar þínir um Framsóknarflokkinn dæma sig sjálfir. En viltu vera svo vinsamlegur að benda mér á eitthvað mál sem Framsóknarflokkurinn er að tefja hjá ríkisstjórninni?

Hallur Magnússon, 12.2.2009 kl. 21:35

33 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Skemmtilegar umræður sem ég blanda mér ekki í. En langar samt að spyrja: Því geta menn ekki unnið saman og beðið með pólítíkina aðeins þennan stutta tíma sem fram að kosningum?

Arinbjörn Kúld, 12.2.2009 kl. 21:44

34 identicon

Þeir í ríkisstjórninni eru að vinna með hagsmunasamtökum heimilanna. Veistu Hallur að þú verður að viðurkenna að Framsókn er ekki búin að halda vel á þessum málum. Þið rísið upp og bjóðist til að verja þessa stjórn sem þið svo stingið í bakið og eruð svo sannarlega ekki að gera auðvelt fyrir.

 þú segir við Ægir hér að ofan að hann eigi að benda þér á mál sem Framsókn er að tefja. Ef hann ekki gerir það þá skal ég gera það. Seðlabankafrumvarpið er núna í höndum viðskiptanefndar í stað efnahagsnefndar eingöngu svo Framsókn geti ráðið úrslitum þess.

Það er greinilegt að nóg er eftir af hnífasettinu hjá Framsóknarflokknum, því þið virðist vera meira í þeirri vinnu að kasta hnífum út um allt í stað þess að bakka þessa ríkisstjórn uppi. Málið er Hallur, að það sjá allir í gegn um þetta og mögulega eruð þið að skjóta ykkur sjálfa í fæturna með þessu háttarlagi. Hvernig heldur þú að þetta líti út gagnvart þeim sem búnir eru að missa vinnuna og eru á góðri leið með að verða húsnæðislausir? Heldur þú virkilega að svona klækjastjórnmál virki í dag? Fólk er búið að fá upp í kok af þessu rugli og ég er sannfærður um það að t.d. muni Sjálfstæðisflokkurinn ekki græða á þessu kjaftæði og þessari hegðun sem þeir standa að þessa dagana. Það ríkir upplausn á Alþingi í dag og ég skelli skuldinni hiklaust á Framsóknarflokkinn. Ástæðan er einföld, þið gerið Sjálfstæðisflokknum það kleyft að koma höggi á þessa minnihlutastjórn með því að standa ekki við það loforð að styðja stjórnina. Ef þið stæðuð við loforð ykkar og stæðuð við bakið á þessari minnihlutastjórn, þá kannski gætu þau betur varið sig. En nei, Framsókn er komin á fulla ferð í kosningabaráttu og hugsar lítt um hag heimilanna eða það að sýna ábyrgð eins og lofað var. Mikið djöfull getur maður orðið pirraður af ykkur stjórnmálamönnum, ótrúlegt rugl í gangi og þetta er grátleg stað, vægast sagt.

Valsól (IP-tala skráð) 12.2.2009 kl. 22:26

35 Smámynd: Hallur Magnússon

Seðlabankafrumvarpið er í eðlielgri þingmeðferð og engar tafir á því - nema vegna athugasemda Alþjóða gjaldeyrissjóðsins. Því máli verður lent í góðri samvinnu á eðlilegumtíma - OG ÁN TAFA AF HÁLFU FRAMSÓKNARFLOKKSINS. Að halda öðru fram er bara að segja ósatt. Þið getið spurt Jóhönnu sjálfa um það atriði!

Ekki reyna að snúa klækjastjórnmálum Dags B. Eggertssonar og framkvæmdastjóra Samfylkingar upp á Framsókn!

Talandi um hnífasett - þá virðast hnífarnir beittari í öðrum flokkum en Framsóknarflokknum.

Talandi um fólk sem er búið að missa vinnuna - og gæti misst húsnæðið sitt - þá ættir þú að lesa raunhæfar tillögur fyrir það fólk og okkur öll hin sem fram kemur í athugasemnd nr. 13.

Ekki gleyma því að það var Samfylkingin með verðbólgufjárlögum og aðgerðarleysi í síðustu ríkisstjórn sem ber ábyrgð á ástandinu í dag frekar en Framsókn - sem þó á sinn skammt af ábyrgð líka.

Sammála um sérstakan málflutning Sjálfstæðisflokks - eins og td. hjá Geir í dag sem var að gagnrýna núverandi ríkisstjórn um "aðgerðarleysi og klúður í bankamálum"  HALLÓ - er þetta fyrrum forsætisráðherra í aðgerðarleysis og bankaklúðursstjórn xD og xS sem talar?

Það er hins vegar rangt að skella skuldinni á upplausn Alþingis á Framsókn. Ef VG og Samfylking hefðu gert það sem þau lofuðu í myndun ríkisstjórnarinanr - þá væri málið dautt.

Það að saka okkur Framsóknarmenn um að hugsa ekki um hag heimilanna er fásinna!  Aðgerðaráætlun til endurreisnar heimilanna var einmitt forsenda fyrir stuðningi Framsóknar - en slík aðgerðaráætlun var svikin - áður en stjórnin tók við - og ekki hefur verið staðið við fyrirheit um slíka áætlun síðan. Í ÞVÍ FELST GAGNRÝNI MÍN!

Þannig að svarti pétur er hjá ríkisstjórninni - ekki Framsókn! 

Hallur Magnússon, 12.2.2009 kl. 22:45

36 identicon

Ég er alveg sammála Halli. Atburðarásin í stjórnarmynduninni ber sterkan vott um að hefðbundin klækjastjórnmál hafi verið sterkur undirtónn. Hér hefur verið minnst á aðgerðir gagnvart heimilunum. Hvar er aðgerðapakkinn gagnvart fyrirtækjunum sem í auknum mæli leggjast út af með sundur skornar slagæðar. Hvað hefur stjórnin gert til að flýta endurreisn bankakerfisins, sem er lífæð atvinnulífsins og þar með fólksins í landinu? Hvaða stefnu á að taka í jöklabréfunum, sem - þið fyrirgefið - getur sent gengi niður í hið neðra með viðeigandi verðbólgu og skelfilegum afleiðingum. Hvaða stefnu hefur stjórnin í gjaldmiðils- og peningamálum þjóðarinnar? Á sama tíma og fjármálaráðherra biðlartil skoðanasystur sinnar í Noregi um upptöku norskrar krónu talar viðskiptaráðherra um evru sem einu raunhæfu lausnina. Þetta eru engin smámál - og ríkisstjórnin er vægast sagt ráðvillt  - og Róm mun brenna fram yfir kosningar - því miður.

Cicero (IP-tala skráð) 12.2.2009 kl. 23:01

37 Smámynd: Hallur Magnússon

Ægir.

Það er ekki rétt að Framsókn sé að tefja Seðlabankafrumvarpið. Það er í eðlilegri þinglegri meðferð á eðlilegum tíma. Eina töfin sem ég sé fyrir mér er vegna athguasemda Alþjóða gjaldeyrissjóðsins - enda var frumvarpið ekki alveg nægielga vel unnið.

Hvað varðar sölu Búnaðarbankans til hæstbjóðanda sem bauð hærra en áætlað markaðsverð - þá get ég ekki séð það sem gjöf. Er sala til hæstbjóðanda gjöf?

Hins vegar er ljóst að sala Landsbankans var ekki til hæstbjóðenda. Reyndar voru nokkrir hæstbjóðenda Framsóknarmenn - en Björgúlfarnir fengu bankann,

Það er náttúrlega alrangt hjá þér að bankarnir hafi verið gefnir - en ef þú ert að meina að aðferðafræðin við einkavæðingu bankanna hafi ekki verið sú æskilegasta - þá er ég þér sammála. Þú finnur blogg um það einhvers staðar hjá mér - og einnig grein sem ég skrifaði í eitthvað blaðið á sínum tíma.

Ég held að frjálst framsal kvóta hafi haft meiri áhrif en upphaflegt kvótakerfi - tala ekki um veðsetningu kvóta sem eign væri. Minni á að það var ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Alþýðuflokks sem gekk frá þeim gjörningi - og því erfitt að kenna Framsókn um það. Hins vegar sammála um að það hefði átt aðs tanda öðruvisi að kvótakerfinu. Þú finnur einnig mínar skoðanir í því í blogginu.

Þá stendur eftir Íraksstríðið sem Halldór og Davíð ákváðu að fara í  - gegn miklum meirihluta Framsóknarmanna. Ég tel að það eigi stærstan þátt í niðursveiflu Framsóknar undanfarin ár. Það var mjög erfitt mál fyrir Framsóknarfólk sem voru ákvörðuninni almennt íosammála. Enda baðst formaður Framsóknarflokksins Jón Sigurðsson afsökunar á því á miðsstjórnarfundi - og fékk dynjandi lófaklapp við þá afsökunarbeiðni af flokksmönnum.

Gagnrýni mínvar sú að það hefði verið betra að "tefja" stjórnarmyndunarviðræður um einn dag til  - ef það hefði skilað raunhæfri aðgerðaáætlun í efnahagsmálum og aðgerðum fyri heimili og atvinnulíf. Sú áætlun er ekki enn komin.

Það er ekki ástæða til þess að mynda ríkisstjórn "af því bara" án raunhæfrar stefnu sem er góð fyrir þjóðina. Mér virðist þú halda það. Get hins vegar tekið undir að þar var þjóðarnauðsyn að koma fyrri ríkisstjórn frá - en það hefði verið betra að legjga betri grunn undir núverandi stjórn. Þá værum við betur stödd í dag.

Það er rétt sem þú segir að dagarnir líða fljótt, landið brennur og það þarf að vinna verkin hratt!

Það var nákvæmlega það sem Framsókn vildi tryggja - en VG og Samfylking náði ekki að vinna á sínum tíma þrátt fyrir þrýsting frá Framsókn.

Við höfum þess vegna tapað dýrmætum tíma - vegna þess að Framsókn gaf eftir í stað þess að halda í kröfuna um raunhæfa aðgerðaráætlun nýrrar ríkisstjórnar. Það er kjarni málsins.

... og klækjastjórnmál - það eru stjórnmál leiðtoga Samfylkingarinnar í borgarstjórn - ekki Framsóknar.

Hallur Magnússon, 12.2.2009 kl. 23:06

38 identicon

Ég held að Halli langi bara ekkert á þing, þess vegna lætur hann svona, það er engin önnur skýring á svona skrifum.  Svona svipað og ef ég væri að auglýsa bílin minn á milljón en vergilsi hans væri 50 þús, það þýðir að ég vil auðvitað ekki selja.

(IP-tala skráð) 12.2.2009 kl. 23:13

39 identicon

"Ekki gleyma því að það var Samfylkingin með verðbólgufjárlögum og aðgerðarleysi í síðustu ríkisstjórn sem ber ábyrgð á ástandinu í dag frekar en Framsókn - sem þó á sinn skammt af ábyrgð líka."

Þessi frasi þinn Hallur segir allt sem segja þarf um gömlu Framsókn, sem illu heilli virðist lifa góðu lífi í Framsóknarlíkinu.

Guð forði okkur frá ykkur!

Sigríður Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 12.2.2009 kl. 23:18

40 Smámynd: Óskar Þorkelsson

... og klækjastjórnmál - það eru stjórnmál leiðtoga Samfylkingarinnar í borgarstjórn - ekki Framsóknar.

mikið ofboðslega er þetta orðið þreitt hjá þér Hallur.. þú ert að gera langt upp á bak í þessari færslu þinni hér í kvöld.. það veit hvert mannsbarn hér á landi hvar spillingin grasserar.. og það er ekki í samfylkingunni.. 

Óskar Þorkelsson, 12.2.2009 kl. 23:19

41 identicon

Ertu Framsóknarmenn ekki bara að láta vita að þeir eru opnir í báða enda eftir kosningar í vor?

Sama hvaðan gott kemur á þeim bænum, svo lengi sem hægt er að komast í gottið.

Daði (IP-tala skráð) 12.2.2009 kl. 23:38

42 identicon

Hah: " það veit hvert mannsbarn hér á landi hvar spillingin grasserar.. og það er ekki í samfylkingunni.. " Samfylkingarfóllk er stokk-blindað á spillingarstjórnmál síns fólks: Byrjaði ekki Ingibjörg Sólrún á að skipa vinkonu sína í varnarmálastofnun... án auglýsingar..... án þess að viðeigandi menntun væri fyrir hendi

walrus (IP-tala skráð) 12.2.2009 kl. 23:39

43 Smámynd: Hallur Magnússon

Ægir

þakka þér fyrir málefnalegt svar við færslu minni

Hallur Magnússon, 12.2.2009 kl. 23:56

44 identicon

Hallur !

Þetta snýst um hvort þið meintuð eitthvað með orðum ykkar ?

Eða er það þannig , eins og sumir hafa sagt, að það eru allir á móti öllum innan framsóknarflokksins og nýji formaðurinn , með ,,enga fortíð", ræður ekkert við loforðið sem hann gaf !

Framsóknarflokkurinn verður bara að tala skírt , ætlar framsóknaflokkurinn að styðja þessa ríkisstjórn við að endurreysa landið úr rúst  ?

Eða ætlar framsóknarflokkurinn aftur að setjast í faðm sjálfstæðisflokksins, með það í huga að skipta öllu til helminga eins og áður ?

Hvar er þessi nýji framsóknaflokkur ?

Hvers vegna heyrist ekkert í nýja formanninum , með ,,enga fortíð" ?

JR (IP-tala skráð) 13.2.2009 kl. 00:28

45 identicon

Virkilega flott hjá þér Hallur.  Þú stimplar þig hressilega inn og sýnir styrk.  Þú átt mitt atkvæði næsta víst.

"Aðgerðir vegna greiðslubyrði íbúðalána

 Há greiðslubyrði íbúðalána ógnar stöðu fjölmargra íslenskra heimila í þeirri efnahagslægð sem nú gengur yfir.  Hættan á greiðsluþroti fjölda heimila sem leiðir af sér greiðslufall vegna íbúðalánas ógnar stöðu Íbúðalánasjóðs og annarra fjármálafyrirtækja. Markmið stjórnvalda í þessari stöðu hlýtur að vera sú að tryggja heimilum bærilegri greiðslubyrði vegna íbúðalána svo heimilin komist ekki í greiðsluþrot og jafnframt að tryggja Íbúðalánasjóði og öðrum fjármálafyrirtækjum sem veitt hafa heimilunum íbúðalán öruggt greiðsluflæði til að stöðu þeirra sé ekki ógnað. Það er ljóst að framtíðarfyrirkomulag íbúðalána og húsnæðisbóta getur ekki verið verkefni minnihlutastjórnar sem starfar nánast sem starfsstjórn fram að kosningum þar sem þjóðin mun endurnýja pólitískt umboð Alþingis. Hér á eftir koma tillögur að bráðabirgðaaðgerðum sem tryggja hóflega greiðslubyrði heimilanna og tryggja öruggt fjárstreymi til fjármálafyrirtækja vegna íbúðalána á næstu mánuðum og misserum. 

Greiðslubyrði fast hlutfall af brúttó innkomu

 Greiðendum íbúðalána verði gefinn kostur á að greiða ákveðið fast hlutfall brúttó innkomu sinnar  20% sem greiðslu af íbúðalánum sínum.. Íbúðalánasjóði, ríkisbönkum og öðrum fjármálafyrirtækjum sem lánað hafa íbúðalán verði gert skylt að heimila lántakendum að velja tímabundið slíkt fast greiðsluhlutfall.  Gengið verði síðar frá uppgjöri á greiðslu mismunar lægri greiðslu vegna hins fasta hlutfalls og fjárhæðar hefðbundinnar afborgunar íbúðalánsins. 

Hefðbundin vísitölutryggð lán

Mismunur á greiðslu vegna hins fasta hlutfalls og fjárhæðar hefðbundinnar afborgunar íbúðalánsins verði fryst og bætist við höfuðstól lánsins um áramót. Ákvörðun um meðferð mismunarins til lengri tíma verði tekin að 3 árum liðnum.  Möguleika á meðhöndlun hærra láns gera þá orðið lenging láns ef greiðslubyrði er og há og í einhverjum tilfellum möguleg afskrift hluta lánsins. Ákvörðun um slíkt verði í höndum nýrrar ríkisstjórnar.

Gjaldeyrislán

Haldið verði utan um greiðsluflæði vegna gjaldeyrislána í íslenskum krónum. Uppgjör á greiðslum vegna gjaldeyrisláns verði um hver áramót. Ákvörðun um  hvort miðað verði við þá gengisvísitölu sem ríkir um áramót eða að uppgjör verði gert á sérstaklega ákveðinni gengisvísitölu verðu tekin þegar þar að kemur enda er ekki um endurgreiðslu ríkisbankanna á fjármögnun gjaldeyrislánanna að ræða fyrr en síðar.  

Hefðbundin vísitölutryggð lán

Ríkisbönkum verði gert skylt að veita viðskiptavinum sínum sambærilega greiðsluerfiðleikaaðstoð og hefðbundin greiðsluerfiðleikaaðstoð Íbúðalánasjóðs."

Kristján (IP-tala skráð) 13.2.2009 kl. 00:47

46 identicon

Hvað var málefnalegt við svarið hjá Ægi Hallur. Hann sagði það sem þér langaði að heyra. Það hefur ekkert með málefnaleg heit að gera.

Séra Jón (IP-tala skráð) 13.2.2009 kl. 01:33

47 identicon

Höskuldur, Sif og Birkir Jón hafa bundist samtökum um að niðurlægja formann sinn Sigmund Davíð. Hefndarþorstinn og klækirnir eru þar í einni sæng með hnífasettið góða tiltækt.

Gamla Framsókn er þar í liði með Sjálfstæðisflokknum og hinum mikla og ástsæla foringja í Seðlabankanum. Þessi skötuhjú hafa enda átt langa samstöðu um gjafakvótakerfið, einkavinavæðingu bankanna og fleiri fyrirtækja, Íraksstríðið og útrásarævintýrið.

Ný Framsókn verður ekki til fyrir þessar kosningar nema flokkseigendafélaginu verði sýnt í tvo heimana og þessum þingmönnum verði velt af stalli.

sverrir (IP-tala skráð) 13.2.2009 kl. 06:16

48 identicon

Í raun er öll þessi umræða hér bara blaður - fyrsta innleggið segir ALLT um málið.

Framsóknarmenn eru nefnilega að opna hinn endann - þeir hafa ekkert breyst og munu aldrei breytast.

Því fyrr sem fólk áttar sig á því því betra. Það síðasta sem þjóðin þarf á þessum tímum er hina falska

og undirförla tagtík framsóknar.

ÞA (IP-tala skráð) 13.2.2009 kl. 07:01

49 Smámynd: Hallur Magnússon

Séra Jón.

Þetta átti að vera hæðni - en eins og stundum - þá kom meiningin ekki í gegn :)

Hallur Magnússon, 13.2.2009 kl. 07:50

50 Smámynd: Fannar frá Rifi

varðandi frjáls framsal aflamarks. var það ekki samþykkt í tíð ríkistjórnar Steingríms Hermannssonar áður en Davíð Oddson steig á þing?

Fannar frá Rifi, 13.2.2009 kl. 11:31

51 identicon

Mér sýnist titill þessarar færslu segja allt sem segja þarf. „Mistök Framsóknar að hleypa ríkisstjórn af stað...“ sem felur í sér að Framsókn hafi aldrei ætlað sér eitthvað annað heldur en að ráða yfir/stjórna/kúga eða að minnsta kosti hafa það í bakhöndinni. Ég læt það liggja á milli hluta hvort að þetta sé farið að snúast um það sem Sigmundur vill eða vilja "Framsóknar sem heildar" (þar sem stjórntaumarnir liggja).

En nú veltir maður því fyrir sér hvort að það sé ekki kominn tími á nýtt framboð með stafinn M svo að fólk geti nú loksins fengið B D S M stjórn því pólitíkusar virðast alveg hafa það á hreinu hvað fólkið í landinu vill... Bindi-drottnunar-sadó-masó-haltu-mér-slepptu-mér pólitík, því fljótt skiptast veður í lofti.

Óli (IP-tala skráð) 13.2.2009 kl. 14:26

52 identicon

Vitiði það að það er fimm sinnum erfiðara að kaupa íbúð í dag en það var áður en Framsókn og Sjálfstæðisflokkur tóku völdin árið 1995?

Valsól (IP-tala skráð) 13.2.2009 kl. 14:56

53 Smámynd: Kolbrún Baldursdóttir

Úff Hallur minn, nógu slæmt er ástandið þótt Framsókn fari ekki að vera með eitthvað vesen í ofanálag. Verið bara til friðs fram að kosningum og þá kemur í ljós hvar umboðið liggur.
Annað, eins viðkunnanlegur og formaðurinn ykkar er mætti heyrast meira frá honum svona án þess að verið sé að leita eftir viðbrögðum við einhverju ákveðnu máli.

Kolbrún Baldursdóttir, 13.2.2009 kl. 23:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband