Rafrænt einelti útbreiddara og alvarlegra en menn grunar

Rafrænt einelti er útbreiddara og alvarlegra en menn grunar. Börnin okkar eru því miður berskjölduð fyrir því bæði á netinu og í farsímunum. Slíkt alvarlegt einelti hef ég séð og þurft að taka á.

Því er mikilvægt fyrir foreldra að fylgjast með netnotkun barna sinna og kanna SMS skilaboð á farsímum barna. Eins og með annað einelti þá getur sá er lendir í rafrænu einelti brugðist við með því að beita samsvarandi ofbeldi á aðra og þannig myndast keðjuverkun.

Foreldrar verða að taka höndum saman og vinna gegn rafrænu einelti eins og öðru einelti, hvetja börn sín til þess að láta vita ef þau verða fyrir árásum á netinu eða gegnum sms skeyti og ekki síður ræða við börn sín um alvarlegar afleiðingar þess að beita aðra slíku einelti.

Það er eins í þessu og öðru - samvinna er lausnarorðið.


mbl.is „Ég mun alltaf muna“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég er sammála því að það verður að ýta umræðu um einelti ofar með öllum ráðum. Hins vegar er ég að velta því fyrir mér hvort ég hafi misskilið þessa grein eitthvað. Ég hélt að einelti væri ítrekað áreiti eða hundsun hóps gegn einni manneskju en ég les út úr þessari frétt að "vinkona" stúlkunnar hafi kommentað viðbjóðslega einu sinni á bloggið hennar.

Ég er ekki að gera lítið úr reynslu Kristínar en ég hef séð einelti þar sem hópur sat fyrir ákveðnu barni á hverjum einasta skóladegi til þess að ráðast á það. Það sá á þessu barni daglega í skólanum en kennarar héldu að ofbeldið kæmi frá foreldrum barnsins og skiptu sér ekki að. Ég veit einnig um einelti þar sem hópur notaði hvert tækifæri sem gafst til þess að króa barn af og míga á það og hrækja. Þannig var það í mörg ár og hefur sá einstaklingur aldrei orðið heill. Held samt að versta tilfellið sem ég veit um sé stúlka sem ákveðið var að hundsa og 6 fyrstu ár skólagöngu þessarar stúlku komu skólafélagar fram við hana eins og hún væri ekki til. Það var hræðilegt að hlusta á frásögn hennar af þessu þegar hún sem 8 ára barn velti því fyrir sér hvort hún væri jafnvel ekki til.

Ég lenti sjálf í einelti og fyrir nokkrum árum var auglýstur "hittingur" fyrir fullorðna einstaklinga sem hefðu lent í einelti sem börn. Ég fór á þann hitting og þær sögur sem ég vitna í hér að ofan eru frásagnir fólks sem ég hitti þar.

Einelti er viðbjóður og nú hefur viðbjóðurinn fundið nýtt skjól sem er netið. Vonandi tekst að vekja sem mesta athygli á þessu vandamáli og uppræta þannig að sem fæstir lendi í þessu.

Kolbrún (IP-tala skráð) 11.2.2009 kl. 09:59

2 identicon

Ég rak augun í það sama og Kolbrún. Þó auðvitað sé atvikið alvarlegt myndi ég ekki flokka þetta undir einelti ef það var bara ein athugasemd á bloggsíðu, eins og fréttin gefur til kynna.

Einelti er langvarandi útskúfun einstaklings úr hópi, hvort sem hún felur í sér stríðni eða ofbeldi, eða bara helbera útskúfun.

Arndís (IP-tala skráð) 11.2.2009 kl. 10:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband