Löngunin að kefla mann og annan

Ég skal viðurkenna að það hafa komið stundir þar sem ég hef hugsað hvort ekki væri rétt að Vilhjálmur talaði minna. En að þvinga manninn til þess að þegja - í krafti fjármagns - það er náttúrlega galið.

Þetta kemur mér ekki alveg á óvart - ég var sjálfur ekki mjög vinsæll hjá stóru bönkunum þegar ég varði Íbúðalánasjóð með kjafti og klóm - og benti á veikleika í útlánaþenslu bankanna og gagnrýndi Seðlabankann fyrir aðgerðarleysi og rangar ákvarðanir sem nú hafa komið okkur um koll.

Ég er viss um að bankarnir hefðu viljað sjá okkur báða keflaða á tímabili.

En maður á að segja það sem manni finnst!


mbl.is Vildu Vilhjálm Bjarnason burt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Benedikt Sigurðarson

Gagnrýni og opin umræða er bæði samfélagsleg, lýðræðisleg og efnahagsleg nauðsyn.    Látum aldrei þagga niður í okkur . . . .

Benedikt Sigurðarson, 9.2.2009 kl. 09:07

2 identicon

Fyllilega sammála.

EE elle

EE (IP-tala skráð) 9.2.2009 kl. 09:08

3 Smámynd: Ketill Sigurjónsson

Já. Rétt eins og stráksinn sagði í Cheerios-auglýsingunni hér í Den!

Ketill Sigurjónsson, 9.2.2009 kl. 09:59

4 Smámynd: Gísli Tryggvason

Sammála; maður á að segja það sem manni finnst - líka um svonefnda verðtryggingu.

Gísli Tryggvason, 9.2.2009 kl. 11:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband