Kaupþing stórgræðir á uppgreiðslu lána

Það hljómar afar vinsamlega þegar Kaupþing ákveður að veita lántakendum íbúðalána tímabundinn afslátt af uppgreiðslugjaldi, en sannleikurinn er sá að Kaupþing hagnast verulega á uppgreiðslum.

Ef réttlæti hefði ríkt hjá bönkunum á sínum tíma þá hefði einungis átt að greiða uppgreiðslugjald ef vaxtastig á íbúðalánum væri lægra þegar lánið var greitt upp en þegar lánið var tekið, því ef vaxtastigið er hærra við uppgreiðslu en lántöku þá er bankinn að græða.

Ástæðan er einföld. Ef viðskiptavinur bankans er með lán á 4,15% vöxtum og greiðir það upp þegar bankinn getur nýtt peningana til þess að lána nýjum viðskiptavinum sömu peninga á 6,65% vöxtum eins og vextir íbúðalána bankans eru núna, þá hagnast bankinn um vaxtamuninn sem er 2,5%.

Nú skulið þið reikna hvað 2,5% vextir af 20 milljón króna láni eru á ári.

Já, það er rétt hjá ykkur hvort sem þið trúið því eða ekki. Bankinn er að hagnast um 500 þúsund krónur á ári til að byrja með. Án uppgreiðslugjalds.

Uppgreiðslugjald af 20 milljón króna láni hefur hingað til verið 2%.  Því hefur fólk þurft að greiða 400 þúsund krónur í uppgreiðslugjald af 20 milljón króna láni. 

"Kostaboð" Kaupþings felst því í að nú þarf fólk ekki að borga "nema" 200 þúsund krónur í uppgreiðslugjald svo bankinn geti hagnast um 500 þúsund krónur til viðbótar á árinu.

Gróði bankans á fyrsta ári af 20 milljón króna láni er því "einungis" 700 þúsund á fyrsta ári og 500 þúsund á öðru ári í stað 900 þúsund króna á fyrsta ári. Gróði bankans er um 500 þúsund krónur á næsta ári einnig og svo örlítið minna árið þar á eftir.

Það kostulega er náttúrlega að Nýja Kaupþing er ekki að greiða fjármögnunarlánið af íbúðaláninu, það er  gamla Kaupþing sem situr upp með þá skuld!

Já, öðlingar eru þeir í Nýja Kaupþingi!


mbl.is Gildandi vextir haldast við yfirtöku íbúðalána Kaupþings
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rúnar B

Væri ekki betra ef bankinn byði 2-3% afsátt og fengi þá fé til að lána fyrirtækjum?

Rúnar B, 6.2.2009 kl. 21:32

2 Smámynd: Steinar Immanúel Sörensson

Þetta eru kaldrifjaðir glæpamenn sem vinna í skjóli vanbúinna laga.

Við hjónin erum með eitt lán sem var hjá gamla Kb og var nýverð farið að rukka inn hjá nýja Kb, ég ákvað strax þegar hrunið var að hætta að greiða af þessu láni þvi með þvi að greiða af þvi til nýja kb væri ég að viðurkenna eign hans á láninu, þegar lánið var síðan komið til innheimtu fór ég fram á skuldbreytingu sem var svo sem ekkert illa tekið, en þegar ég fór fram á að eftirfarandi klausa yrði sett í bréfið kom annað á daginn, mér var sagt að það væri ekki hægt, ( kjaftæði )

" Þetta er breyting á láni áður teknu af ( Nafn skuldara ) hjá Kb
Banka kt 560882-0419, komi það í ljós að yfirtaka nýja Kaupþings á skuldinni
hafi ekki reynst lögmæt og í samræmi við Stjórnarskrá Lýðveldisins Íslands,
fellur þetta bréf úr gildi og greiðast greiddar afborganir til nýja Kaupþings
til baka með löggiltum dráttarvöxtum."

sé yfirtakan með öllu lögleg er hér ekkert sem getur á nokkurn hátt skaðað bankann, en sé svo ekki er ég aðeins að tryggja rétt minn.

ég skora á aðra í sömu stöðu að fara fram á slikt hið sama, og er ykkur velkomið að nota þessa klausu ef þið viljið

kv

Steinar

Steinar Immanúel Sörensson, 6.2.2009 kl. 21:43

3 Smámynd: Gísli Reynisson

sem betur fer er ég hjá landsbankanumþ

www.aflafrettir.com

Gísli Reynisson, 7.2.2009 kl. 02:31

4 Smámynd: Einar Jón

Þetta væri örugglega rétt í venjulegu árferði, en er eitthvað til af nýjum viðskiptavinum sem vilja fá lánaða sömu peninga á 6,65% vöxtum?

Eftirspurnin er líklega ekki mikil þessa dagana, m.v. frostið á fasteignasölum síðustu mánuði...

Einar Jón, 7.2.2009 kl. 08:05

5 Smámynd: Einar Jón

En ef maður hefði 20M lán á 4.15% vöxtum og 20M í reiðufé væri hagstæðara að leggja þessar 20 millur (-afborganir næstu 3 ára) inn á verðtryggðan reikning í sama banka (t.d. MX12-vt), og leyfa þeim að borga þér 6.8% vexti af innistæðunni+sömu verðbætur og á láninu sjálfu. S24 býður hærri vexti.

Eftir 3 ár er innistæðan laus og þú kominn með sirka eina og hálfa milljón í vexti framyfir lánið.

Eru þetta ekki afleiðuviðskipti upp á 2.65% án gengisáhættu?

Einar Jón, 7.2.2009 kl. 08:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband