Framsóknarmaðurinn Olli Rehn stendur fast með Íslandi hjá ESB

Framsóknarmaðurinn og minn gamli samherji í stjórn NCF, Finninn Olli Rehn stækkunarstjóri ESB, stendur fast með málstað Íslands hjá Evrópusambandinu þótt hægrimenn séu ekki eins jákvæðir gegn okkur.

Hægri maðurinn Hans-Gert Pöttering, forseti Evrópuþingsins fékk hland fyrir hjartað þegar Olli ítrekaði að Ísland væri velkomið í Evrópusambandið og gæti jafnvel gengið í það árið 2011.

Olli svarar Hans-Gert fullum hálsi:

„Öll Evrópuríki sem mæta  skilyrðunum um lýðræði og löggjöfina og framkvæmir þau í reynd, geta sótt um aðild að ESB. Ísland fellur betur undir þessa skilgreiningu heldur en Balkanlöndin til dæmis,“ sagði Olli Rehn í viðtali í Helsinki Sanomat.

Stækkunarstjórinn bendir á að Ísland fullnægi nú þegar öllum lýðræðislegum skilgreiningum ESB. Það sé einnig aðili að Evrópska efnahagssvæðinu og að minnsta kosti tveir þriðju af löggjöf ESB sé þar þegar í gildi.

Rehn gerir ráð fyrir að með því að Ísland hefji umsóknarferlið og vilji til að gangast undir skilgreingu aðildar á evrusvæðinu gæti einnig ýtt undir stöðugleika í efnahagsmálum landsins sem nú glími við alvarlegan vanda á því sviði.

Það er gott að eiga góða Framsóknarmenn að í Brussel þegar við hefjum aðildarviðræður við Evrópusambandið, aðildarviðræður sem eru okkur mikilvægar og forsenda þess að við getum tekið málefnalega afstöðu til þess hvort við göngum í Evrópusambandið eða ekki.


mbl.is Olli Rehn stendur fast á sínu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ja það ætla ég að vona að gæfa okkar og gengi sem þjóðar muni aldrei eiga eftir að fara eftir því hvaða "góða Framsóknarmenn" við þekkjum eða erum inn undir hjá í maðkétnu og gjörspilltu kómmízara kerfinu í Brussel.

Nei takk fyrir !

Guð hjálpi okkur þá.

Minnir á mestu niðurlægingar tímabil Íslandssögunar hér áður fyrr þegar við Íslendingar fórum bón- og betli ferðir til Kóngsins Kaupmannahafnar til að fá náð hjá valdinu til þess að koma okkar brínustu málum eitthvað áleiðis. Þá þótti líka sérlega gott að þekkja einhverra þeirra örfáu Íslendinga sem komist höfðu innanbúðar við Dönsku hirðina, þó aldrei hafi neinn þeirra orðið sérlega háttsettur þar.

Svei þessu gjörspillta og maðkétna embættismanna kerfi !

Þetta eru ekki vinir okkar eins og þú heldur Hallur minn,  þetta eru úlfar í sauðagæru sem þykjast vera sérlegir vinir okkar núna meðan við stöndum utan við herleg heitin sjálf !

Stöndum vörð um frjálst og fullvalda Ísland, utan ESB Valdsins !

Munum að sá sem gefur eftir af frelsi sínu t !il þess að öðlast öryggi, hlotnast hvorugt en missir í staðinn hvor tveggja að lokum !

Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 5.2.2009 kl. 17:30

2 Smámynd: G. Valdimar Valdemarsson

æi Gulli eru allir þegnar Danmerkur og Þýskalands ófrjálsir....... vertu málefnalegur.

G. Valdimar Valdemarsson, 5.2.2009 kl. 18:10

3 identicon

Marg blessaður ævinlega, G. Vald og gaman að þú skulir blanda þér í þessa umræðu mína við Hall.

Ekki sagði ég það á commentinu hér að ofan að þeir væru allir ófrjálsir en alla vegana er engum blöðum um það að fletta að valdið er nú mun lengra frá þeim en áður en þessi ríki framseldu stóran part af sjálfsákvörðunarvaldi sínu til stofnana og ráða ESB VALDSINS.

Svo ber á það að líta að ESB VALDIÐ er sífellt að færa sig uppá skaftið og embættismanna hirðin er alltaf að taka til sín meiri og meir völd á kostnað lýðræðisins í viðkoamdi aðildarlöndum.

Það er mín staðfasta sannfæring að við Íslendingar myndum aldrei þrífast vel hér undir náðarfaðminum hjá Nefndum og Ráðum Stórríkis ESB, til þess er frumkvæði og sjálfstæð eðlishvöt okkar allt of ríkjandi þáttur í eðli okkar. 

Kær kveðja Gulli

Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 5.2.2009 kl. 18:59

4 identicon

Ef við hefðum verið í EB 2007 og 2008 værum við þessum sporum í dag ?

Ef við hefðum verið í EB 2007 og 2008 væri venjulegt fólk  þá að fara til hjálpasamtaka að fá nauðsynjar ?

JR (IP-tala skráð) 5.2.2009 kl. 21:04

5 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Er ekki rétt Hallur, að þú upplýsir okkur um hvað Olli ætlar að láta okkur skrifa undir.Og ef þú veist það ekki gætir þú kanski komist að því hjá honum. Og ef hann veit það ekki sjálfur þá veit hann ekkert hvað hann er að blaðra.Kv.

Sigurgeir Jónsson, 6.2.2009 kl. 17:42

6 Smámynd: Hallur Magnússon

Sigurgeir.

Eigum við ekki að byrja á að fara í aðildarviðræður, sjá hvað kemur út úr þeim - og taka síðan ákvörðun um áframhaldið?

Hallur Magnússon, 7.2.2009 kl. 00:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband