Mig langar í smá hlut í Mogganum

Mig langar svolítið að eignast smá hlut í Mogganum enda byrjaði ég blaðamannaferil minn þar árið 1984 þegar ég gerðist annar tveggja umsjónarmanna unglingasíðu Moggans. Á ennþá ljósbláa fréttaritaraskírteinið þar sem segir:

Hallur Magnússon er fréttaritari Morgunblaðsins í Reykjavík og ráðinn til þess að skrifa greinar um ungt fólk.

Undirskrift Styrmis Gunnarssonar á skírteinið er glæsileg!


mbl.is Leggur fram tilboð í Árvakur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Eitt langar mig að segja vegna þessara orða, ekki treysti ég nokkrum íslendingi fyrir einni krónu til að fjárfesta fyrir mig !

Það ættu allir íslendingar að hugsa um áður en þeir láta eina krónu í svona fyrirtæki !

Svo er það líka þetta , hvað er svona merkilegt við Morgunblaðið ?

Eina sem mér dettur í hug, minningagreinarnar ! 

JR (IP-tala skráð) 3.2.2009 kl. 22:44

2 identicon

Líst vel á þetta framtak.  Vildi að ég hefði efni á að verða hluthafi.  Heiti því allavega að gerast áskrifandi aftur ef þetta gengur eftir.

Sigrún G. (IP-tala skráð) 3.2.2009 kl. 22:57

3 Smámynd: Óskar Þorkelsson

eruð þið ekki búinn að læra neitt á hruninu ?  ALDREI AÐ KAUPA ÍSLENSK HLUTABRÉF .. ALDREI.. OG ÉG VIL FÁ ALLAN LÍFEYRINN MINN GREIDDAN ÚT MEÐ DET SAMME.. Á SLATTA INNI ÞAR SKAL ÉG SEGJA YKKUR SEM ÉG VIL ALLS EKKI AÐ GUNNAR Í VR EYÐI...

góðar stundir

Óskar Þorkelsson, 3.2.2009 kl. 23:41

4 Smámynd: Offari

Fæ ég að skrifa í moggann ef ég kaupi mér hlut?

Offari, 4.2.2009 kl. 04:25

5 Smámynd: Eyþór Árnason

Ertu ekki með skírteinið innrammað uppi á vegg? Kveðja.

Eyþór Árnason, 4.2.2009 kl. 22:23

6 Smámynd: Hallur Magnússon

Eyþór!

Það er svo fallega blátt að utan - þannig ég er með það uppi á hillu með fjölskyldumyndunum - enda í því mynd af glæsilegum ljóshærðum ungum manni í köflóttum ullarfrakka með klút um hálsinn!

Hallur Magnússon, 4.2.2009 kl. 23:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband