Sigmundur Davíð og Framsókn hafa breytt íslenskum stjórnmálum

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson nýr formaður Framsóknarflokksins hefur á örfáum dögum breytt íslenskum stjórnmálum til hins betra. Sigmundur Davíð hefur sýnt að þar er á ferðinni stjórnmálamaður sem mun gegna lykilhlutverki í að byggja upp annars konar stjórnmál á Íslandi en hingað til hafa tíðkast. 

Fyrir örfáum vikum datt engum í hug að við sundurlyndri og handónýtri ríkisstjórn myndi taka minnihlutastjórn VG og Samfylkingar sem Framsóknarflokkurinn verði falli. Ríkisstjórn sem þjóðinni er nauðsynleg til að halda um stjórnartaumana fram að kosningum þar sem nýtt Alþingi verður kjörið til að endurreisa Ísland, nýtt Ísland.

Sigmundur Davíð og Framsóknarflokkurinn breytti pólitísku landslagi á einu vetfangi þegar hann bauðst til að verja slíka ríkisstjórn strax í kjölfar þess að Framsóknarmenn gerðu upp við fortíðina og lögðu drög að framtíðinni með glæsilegu flokksþingi þar sem mikil og merkileg stefnumótun flokksins fór fram.

Eitt þeirra atriða sem mun breyta pólitísku landslagi til framtíðar litið verður stjórnlagaþing sem Framsóknarflokkurinn setti sem skilyrði fyrir því að verja minnihlutastjórn VG og Samfylkingar falli. Þar mun verða leitað beint til þjóðarinnar um að kjósa sé stjórnlagaþing sem vinni nýja stjórnarskrá fyrir Ísland framtíðarinnar.

Með þessu baráttumáli hefur Framsóknarflokkurinn haft forgöngu um að auka beint lýðræði þjóðarinnar og bjarga stjórnarskránni úr klóm stjórnmálamannanna sem haldið halda henni í gíslingu eiginhagsmuna um áratuga skeið.

Ég hef barist fyrir slíku stjórnlagaþingi með nokkrum félögum mínum í Framsóknarflokknum. Ég er stoltur af því. Við erum að upplifa nýtt upphaf - nýja framsókn.

Ný minnihlutastjórn VG og Samfylkingar mun taka við í dag. Hennar bíður mikilvægt en erfitt verkefni. ég óska ríkisstjórninni allra heilla - og er reiðubúin að leggja henni lið í öllum góðum málum.  Það eigum við öll að gera.

Að lokum vil ég minna á að ég sækist eftir sæti á Alþingi fyrir Framsóknarflokkinn í Reykjavík, sjá nánar hér:

Sækist eftir sæti á Alþingi fyrir Framsókn í Reykjavík


mbl.is Framsókn ver nýja stjórn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Svona gamaldags kínversk endurhæfing, eða hvað?

 

Erlendur Sveinn Hermannsson (IP-tala skráð) 1.2.2009 kl. 11:23

2 Smámynd: Tiger

Ég gruna nú að Halldór Ásgrímsson hafi - með dyggri aðstoð Davíðs Oddssonar - grafið Framsóknarflokkinn niður í mjög djúpa holu sem fáar leiðir eru uppúr.

Mér hefur aldrei líkað vel við aftursætisbílstjóra, þeir hafa átt það til að gera meiri skaða en bót.

Gangi þér og félögum samt vel að endurheimta æru flokksins.

Tiger, 1.2.2009 kl. 13:17

3 Smámynd: hilmar  jónsson

Að berja sér á brjóst og halda því fram að Framsóknarflokkurinn hafi nú breytt Íslenskum stjórnmálum til hins betra, er í versta falli firring og í besta falli barnaskapur.

Framsóknarflokkurinn hefur vissulega breytt miklu á Íslandi síðustu áratugi: M.a komið á óréttlátu fiskveiðikerfi, staðið fyrir vinavæðingu í embættisveitingum.

Er ásamt Sjálfstæðisflokknum höfundur að þeim hörmungum sem við nú erum að ganga inn í.

hilmar jónsson, 1.2.2009 kl. 13:41

4 Smámynd: Vigfús Davíðsson

Hallur minn . Það þíðir ekki að tala hann upp . Skíta slóðinn er um allt land . Þú verður að fara vakna .

Vigfús Davíðsson, 1.2.2009 kl. 14:32

5 identicon

Það eru gömul sannindi að menn breytast ekki við það eitt að skipta um föt. Hins vegar á að taka vel á móti þeim sem vilja bæta sig og læra af reynslunni. Ég óska því nýrri ríkisstjórn og stuðningsflokki alls góðs. Sagan ein getur síðan dæmt hvernig til tókst. Að loku þetta til þín, nokkurn veginn svona.

Út við grænan Austurvöll

sem angar oft á vorin.

Stendur væn og vegleg höll

vonin mænir þangað öll.

Gangi þér sem best með áform þín.

Jón Tynes (IP-tala skráð) 1.2.2009 kl. 15:19

6 identicon

Það er alveg merkilegt eins og þú virðist annars vænn maður Hallur.

Hvernig í veröldinni gastu verið Framsóknarmaður allan Halldórs tímann, þegar flokknum var nánast breytt úr stjórnmálasamtökum í gjörspillt eignarhalds félag og litla atvinnumiðlun.

Þegar maður fer yfir þetta þá fóru nú flestir heiðarlegustu Framsóknarmennirnir frá borði og það endaði með því að flokkurinn var nánast búinn að missa helmingin af fylginu líka.

Niðurlæging ykkar var fullkomlega verðskulduð !

En þá varst þú alveg eins og núna gjammandi fyrir flokkinn og verjandi flest sem hann gerði.

Samviskuspurning, afhverju fórstu þú ekki þá Hallur. Þá væri þér frekar treystandi núna. 

En þú varðir alla þessa kóna.

Er þetta svona genetískt syndróm hjá þér.

Jú ég skal alveg viðurkenna að Framsókn sýnist vera svolítið skárri nú og er vissulega búinn að endurnýja hjá sér. En er það nema framhliðin. Hverjir sitja í baksveitinni eru það þessir sömu gróðapungar og voru með Flokkinn í heljargreipum um margra ára skeið með velþóknun formanns og forystu. Ég bara spyr eru þeir eða töskuberar þeirra enn í miðstjórninni og nefndunum og ráðunum.

Dæmigerður töskuberi þessa liðs er t.d. Bingi sem komst til æðstu metorða ykkar fyrir tilverknað formannsins og hans spilltu valdaklíku. Maður sem sannur hefur orðið af því að láta bera á sig bæði fé og fatnað.

En eins og fleiri segja hér á commentinu þínu. Fyrri dauðasyndir Framsóknar eru búnar að vera svo margar og svo alvarlegar og standa svo lengi yfir að fólk er ekki tilbúið að fyrirgefa ykkur svona auðveldlega og ef það verður þá mun það taka langan tíma.

En engu að síður gangi þér vel. En þá þarftu að vera auðmjúkur og hreinskilnislega gera rækilega upp við spillingararfleifðina í Flokknum ykkar.

Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 1.2.2009 kl. 15:25

7 identicon

Búnir að gera hvað upp?

Hörður Már Karlsson (IP-tala skráð) 1.2.2009 kl. 15:46

8 Smámynd: Jón Ólafur Vilhjálmsson

Þeir sem flýja flokka þegar einkvað bjátar á og flokkur fer útaf sporinu þeir breyta ekki flokknum það eru þeir sem ekki gefast upp og halda sínu striki inní flokkunum sem breyta því sem breyta þarf það skulu allir hafa í huga en þeir sem láta sig hverfa þeir reka sig fyrr eða síðar á að þann flokk sem þeir flúðu í fer líka út af sporinu og ætla þeir þá að flýja aftur í þann þriðja, og svo koll af kolli.

Vinnu að okkar hugsjónum þar sem þær liggja í flokkunum og gefumst ekki upp því réttlætið sigrar alltaf ef um hugsjónir er að ræða.

Jón Ólafur Vilhjálmsson, 1.2.2009 kl. 17:17

9 identicon

,,Hvernig í veröldinni gastu verið Framsóknarmaður allan Halldórs tímann, þegar flokknum var nánast breytt úr stjórnmálasamtökum í gjörspillt eignarhalds félag og litla atvinnumiðlun."

Hallur var einn af þeim sem fékk embætti í gegnum veru sína í framsóknarflokksins.

Hallur var einn af þeim sem búið er að gagnrýna sem einn af gerspilltu embættismannakerfi stjórnmálaflokkanna !

Er Hallur ekki enn í einhverju embætti í þágu gerspillta flokkakerfisins ?

Eða er Hallur eins og nýji framsóknarformaðurinn með ,,enga fortíð" ?

JR (IP-tala skráð) 1.2.2009 kl. 21:07

10 Smámynd: Hallur Magnússon

JR.

Ég kippi mér ekki upp við almennan pirring út í að ég sé Framsóknarmaður.

En þegar að þú leyfir þér að halda því fram að ég hafi fengið starf millistjórnanda hjá Íbúðalánsjóði í gegnum veru mína í Framsókanrflokknum, þá ert þú kominn langt út fyrir allt velsæmi.  Það er svo fjarri lagi að það sé raunin. Ráðingarferflið var gagnsætt og ráðningarstofan lagði til að ég yrði ráðinn í ljósi menntunar minnar og reynslu. Þar var ég framar öllum öðrum umsækjendum - það var og er óumdeilt.

Reyndar var lagt að framkvæmdastjóra Íbúðalánasjóðs að ráða mig ekki af því að ég væri í sama flokki og hann - þótt ég væri óumdeilanlega sá umsækjandi sem hafði mesta og besta menntun og reynslu.

Vil nota tækifærið og rifja upp að ég hafði áður verið embættismaður á Hornafirði, en meirihluti sveitarstjórnar þar var skipaður Sjálfstæðisflokki og Kríunni. Framsókn var í minnihluta. Ég vann fyrir þann minnihluta af heilindum 1995 - 1998 þegar ég fór í meistaranám.  

Enda hætti ég beinum afskiptum af stjórnmálum þegar ég varð embættismaður 1995 og hóf þau ekki aftur fyrr en ég hætti sem embættismaður 2007 þegar ég hætti hjá Íbúðalánasjóði.

Mér er sama þótt ég sé skammaður fyrir pólitík, en þegar vegið er að starfsheiðri mínum á þennan hátt af manni sem ekki treystir sér að skrifa undir nafni,  þá ber ég hönd yfir höfuð mér.

Hallur Magnússon, 1.2.2009 kl. 21:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband