Sækist eftir sæti á Alþingi fyrir Framsókn í Reykjavík
31.1.2009 | 15:17
Framundan eru spennandi tímar í íslensku samfélagi. Krafa þjóðarinnar um breytingar og beinna lýðræði er áberandi. Það er í anda þess sem ég hef lagt áherslu á í gegnum tíðina.
Ég hef tekið þátt í starfi Framsóknarflokksins í rúman aldarfjórðung. Grundvallarhugsjónir og stefna Framsóknarflokksins hafa gegnum tíðina fallið að hugmyndafræði minni.
Ég hef hins vegar alla tíð gagnrýnt það sem mér hefur fundist ámælisvert í framkvæmd grundvallarstefnu Framsóknarflokksins og barist fyrir hugsjónum mínum og hugmyndum um betra samfélag.
Á sögulegu flokksþingi Framsóknarflokksins fyrr í þessum mánuði var nýtt upphaf markað og nýjar línur lagðar. Það er mitt mat að afar vel hafi tekist til og að framtíð Framsóknarflokksins sé björt undir ferskri forystu Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar sem vakið hefur von Íslendinga um nýja og sanngjarnari tíma í íslenskum stjórnmálum.
Ég hef því ákveðið í samráði við fjölskyldu mín að bjóða mig fram í eitt af efstu sætum á framboðslista Framsóknarflokksins í öðru af tveimur kjördæmum Reykjavíkur fyrir komandi Alþingiskosningar.
Þessi ákvörðun mín er tekin að vel yfirlögðu ráði og réði einkum tvennt því að ég ákvað að sækjast eftir þingsetu fyrir Framsóknarflokkinn.
Í fyrsta lagi eru gríðarstór verkefni framundan og það er bjargföst trú mín að Framsóknarflokkurinn geti gengt lykilhlutverki við endurreisn íslensks efnahagslífs. Þar er ég tilbúinn að ljá mína krafta.
Í öðru lagi hafa ýmsir einstaklingar jafnt inn flokks sem utan hvatt mig til að fara fram. Þær hvatningar réðu ekki úrslitum en höfðu vissulega áhrif.
Ég mun kynna mig og helstu baráttumál betur á næstu dögum.
Ég hef um nokkurt skeið tekið undir róttækar hugmyndir um að þjóðin kjósi sér stjórnlagaþing sem endurskoði núverandi stjórnarskrá og leggi tillögu að nýju Íslandi í dóm þjóðarinnar í formi tillögu að nýrri stjórnarskrá og stjórnskipan.
Þessi tillaga var samþykkt á 900 manna flokksþingi Framsóknarflokksins.
Þetta er eitt af fjölmörgum málum sem ég hef unnið að innan Framsóknarflokksins og vil gjarnan fylgja eftir á þeim spennandi tímum sem framundan eru.
Ferlilsskrá Halls Magnússon er að finna hér
Hlé gert til að ræða málin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 1.2.2009 kl. 11:31 | Facebook
Athugasemdir
Mér líst vel á þetta Hallur! Þjóðin þarf á mönnum eins og þér núna. Gangi þér vel!
Heiðar Lind Hansson, 31.1.2009 kl. 15:31
mönnum eins og þér að halda... átti að standa þarna.
Heiðar Lind Hansson, 31.1.2009 kl. 15:33
Til hamingju með það Hallur og gangi þér vel.
Ég hef fylgst með skrifum þínum hér á netinu og þú hefur margt ágætt fram að færa.
Hinnsvegar veistu mína skoðun á Framsóknarflokknum. Mér hefur fundist hann svo djúpt sokkinn í spillingar skítinn að hann væri ekki á vetur setjandi.
Ég skal þó viðurkenna að nýji formaðurinn ykkar virkar nokkuð vel á mig og sama get ég sagt um þig og svo þekki ég líka nokkra ágæta Framsókinarmenn sem eru þó enn eftir í flokknum. En mjög margt ágætis fólk er líka löngu farið úr flokknum og ég held að fæst af því komi aftur til baka eins og gengið var gjörsamlega fram af fólki.
Ef þið eigið að hafa séns þá verðið þið algerlega að hreinsa til í flokknum og þá meina ég algerlega. Líka úr miðstjórn og öllum stofnunum, ráðum og nefndum flokksins.
Það þýðir ekkert að tjlalda bara nýrri framhlið, ekkert að bjóða fólki aftur sama glundurs vínið, nú bara á nýjum belgjum.
Ef þetta tekst, þá mun það taka langan tíma þá getur verið að fólk fyrirgefi ykkur og að þið náið einhverntíman aftur máli sem stjórnmálaflokkur.
En margt er geymt en ekki gleymt.
Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 31.1.2009 kl. 15:45
Mér líst vel á þetta hjá þér Hallur og gangi þér sem best.
Stefán Stefánsson, 31.1.2009 kl. 15:55
Til hamingju með þessa ákvörðun Hallur Framsóknarflokknum væri betur borgið ef hann ætti fleiri þína líka.
Rannveig H, 31.1.2009 kl. 16:01
Framsóknarflokkurinn átti veigamikinn þátt í því að setja okkur á hausinn og því vandséð hvernig hann ætti að gegna lykilhlutverki í endurreisninni.
Eva Hauksdóttir (IP-tala skráð) 31.1.2009 kl. 16:10
Til lukku með það Hallur. Framskókn þarf svo sannarlega á mönnum eins og þér að halda.
Arinbjörn Kúld, 31.1.2009 kl. 16:14
Glæsilegt félagi Hallur!
Kannski er vert að minna fólk á að stjórnmálaflokkar mótast af því fólki sem þar er hverju sinni og er því endurnýjun þar lykilatriði fyrir breyttar áherslur og vinnubrögð. Flokkarnir sjálfir eru stofnanir sem væru ekkert án fólksins hverju sinni! Það skiptir máli að taka þátt og láta sínar skoðanir í ljós. Hvet alla til að koma og taka þátt... kynnast starfinu og flokknum af eigin raun í stað þess að dæma fyrirfram! Nú er tækifærið!
maddaman, 31.1.2009 kl. 16:40
Til hamingju með þessa ákvörðun og gangi þér vel
Gunnar Th. Gunnarsson, 31.1.2009 kl. 17:30
Óska þér Hallur góðs gengis í væntanlegri kosningabaráttu og með að hafa tekið þessa ákvörðun. Vonandi rætist það sem þú nefnir um breytingar og beinna lýðræði. Það er það sem fólkið vill fyrst og fremst.
Einar Áskelsson (IP-tala skráð) 31.1.2009 kl. 17:39
Gott hjá þér Hallur. Góða skemmtun.
Ekki það að ég styðji þig, þú veist það :)
Elfur Logadóttir, 31.1.2009 kl. 17:40
Vonandi gengur þér vel - það er alltaf pláss fyrir gott fólk
Óðinn Þórisson, 31.1.2009 kl. 17:49
Er búið að blása til prófkjörs hjá Framsókn?
Ekki það að sennilega fara flest kjördæmi í prófkjör, annað væri ekkert vit.
Gangi þér annars bara vel.
Ég er að íhuga það sama en á öðrum flokksvettvangi.
Kolbrún Baldursdóttir, 31.1.2009 kl. 17:54
gangi þér vel í slagnum.
Fannar frá Rifi, 31.1.2009 kl. 18:35
Til hamingju með tímabæra ákvörðun vinur og gangi þér vel á nýjum vettvangi sem þú átt fullt erindi á.
Gísli Tryggvason, 31.1.2009 kl. 18:47
Kærar þakkir fyrir hvatningu og góðar óskir!
Ég mun leggja mig fram um að standa undir væntingum.
Öndin trítilóða.
Þú spyrð:
Einhver hlýtur að spyrja þig fyrr eða síðar, svo því ekki strax: Í hvaða fyrirtækjum (ef einhverjum) áttu hlutabréf og í hvaða stjórnum og ráðum (ef einhverjum) siturðu?
Hvað hlutafjáreign varðar - þá á ég einungis hlutabréfi í fyrirtæki mínu Spesíu ehf.
Yfirlit yfir stjórnarsetur fyrr og nú er að finna hér
Hallur Magnússon, 31.1.2009 kl. 20:25
Mér líst vel á þetta hjá þér, til hamingju með þessa ákvörðun
Ásmundur Hálfdán Jónsson, 31.1.2009 kl. 21:02
Gangi þér sem best Hallur.
Sigurður Þórðarson, 31.1.2009 kl. 21:04
Hallur þú ert ert ágætur en átti ekki að endurnýja í Framsókn?
Haraldur Bjarnason, 31.1.2009 kl. 21:37
Til hamingju Hallur.En hvað verður nú um velferðarráð?Ég mundi helst vilja halda þér þar áfram til að tryggja áframhaldandi góð verk.Vonandi einhver jafn fær og þú ,sem kemur í þinn stað.
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 31.1.2009 kl. 21:54
Mér líst vel á þessa ákvörðun þína. Til hamingju og gangi þér vel.
Halldóra (IP-tala skráð) 31.1.2009 kl. 23:28
Í rúman aldarfjórðung segirðu!
Meðan Halldór Ásgrímsson innleiddi kvótakerfið.
Meðan Finnur Ingólfsson og S hópurinn stal heilum banka.
Meðan eignir eignarhaldsfélags Samvinnutrygginga gufaði upp.
Meðan hinir og þessir atburðir gerðust sem óumdeilanlega voru bæði siðlausir ef ekki klár lögbrot.
Og hvað lagðir þú til málana til að siðvæða Framsókn á þessum 25 árum???
Held að það verði bara að segjast Hallur að þú ert eins samdauna eins og hægt er og vil ég því biðja þig þess að láta það ógert að koma í pólitíkina.
Við þurfum ekki fólk eins og þig. Svo mikið er víst!
Eggert Vébjörnsson (IP-tala skráð) 1.2.2009 kl. 11:23
Sæll Hallur
Ég hef fylgst með þínum skrifum í langan tíma og oft höfum við verið sammála um einstök mál, en erum þó auðsjáanlega ósammála í meginatriðum um stjórnmál. Það er fullkomlega eðlilegt, þótt ekki skilji okkur mikið að, þar sem ég er á vinstri kantinum í Sjálfstæðisflokknum og þú - að því ég held - á þeim hægri í Framsóknarflokknum!
Ég er alveg sammála um að þú eigir erindi á þing, því þú hugsar og tilfinningalíf þitt hefur sveiflast á svipuðum nótum undanfarna mánuði og hjá landsmönnum öllum.
Sjálfur er ég að bræða með mér framboð í 2-3 sæti Sjálfstæðisflokksins á Suðurlandi, en ég mun endanlega ákveða mig um miðja þessa viku! Það verður á brattan að sækja fyrir okkur báða, því flokkarnir verða ásakaðir um ýmislegt, sem þeir bera kannski einungis óbeina ábyrgð á!
Ég óska þér góðs gengis í prófkjöri eða uppstillingu Framsóknarflokksins.
Guðbjörn Guðbjörnsson, 2.2.2009 kl. 07:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.