Forsetinn, ég og Framsókn sammála um þjóðkjörið stjórnlagaþing?

Enn einu sinni kemur fram nauðsyn þess að þjóðin kjósi sér stjórnlagaþing til þess að semja tillögu að nýrri stjórnarskrá og leggi hana fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu. Mikilvægur þáttur í nýrri stjórnarskrá er staða og hlutverk forseta Íslands.

Ég skil orð forsetans ekki betur en ég, hann og Framsóknarflokkurinn séu sammála um að Þjóðkjörið stjórnlagaþing móti stjórnskipan framtíðarinnar

Framsóknarflokkurinn hefur skýra stefnu hvað þetta varðar eftir glæsilegt flokksþing sitt:

Ályktun um stjórnlagaþing 

Markmið
Að stjórnskipun Íslands verði endurskoðuð á sérstöku stjórnlagaþingi þar sem stjórnarskrá Íslands og eftir ástæðum viðeigandi lög um stjórnsýslu, dómstóla, löggjafarstarf og kosningar verði endurskoðuð til samræmis við framsæknar hugmyndir um stjórnskipun landsins um gagnsæi, lýðræðislega þátttöku og jafnvægi milli valdþátta.

Leiðir

  • Helstu álitamál sem taka þarf afstöðu til á stjórnlagaþingi eru meðal annars:
  • Hvort afnema eigi þingræði og taka upp beina kosningu æðsta handhafa framkvæmdarvalds
  • Hvernig eftirliti með valdháttum eigi að vera háttað, eftirlitshlutverk Alþingis, virkari ráðherraábyrgð og óháðara val dómara
  • Hvort auka eigi valfrelsi kjósenda um fulltrúa á framboðslistum
  • Hvort takmarka eigi hámarkssetutíma þingmanna og ráðherra
  • Hvort auka eigi möguleika á þjóðaratkvæði og jafnvel frumkvæði að löggjöf frá almenningi
  • Hvernig gagnsæi stjórnkerfisins sé tryggt
  • Hvort þörf sé á sérstökum þjóðhöfðingja og þá hvert hlutverk hans eigi að vera
  • Hver staða sveitarfélaganna eigi að vera, svo sem með hlutdeild í fjárstjórnarvaldi ríkisins
  • Hvort og þá hvernig skipta eigi landinu í kjördæmi
  • Hvernig staðið skuli að framsali valdheimilda til alþjóðlegra stofnana
  • Hvernig tryggja eigi skýrt og ótvírætt sjálfstæði hinna þriggja meginþátta ríkisvaldsins löggjafarvalds, dómsvalds og framkvæmdarvalds


Fyrstu skref
Þingflokkur Framsóknarflokksins skal leggja fram tillögu á Alþingi um kosningu til stjórnlagaþings í samræmi við niðurstöður íbúalýðræðisnefndar flokksins. Einnig verði lögð fram tillaga um breytingu á stjórnarskránni þess eðlis að breytingar á stjórnarskrá verði bornar undir þjóðaratkvæði. Stefnt skal að því að stjórnlagaþing verði kallað saman sem fyrst og tillögur þess að nýrri stjórnarskrá verði lagðar fyrir þjóðina.  Stjórnlagaþing skal ekki vera skipað núverandi eða fyrrverandi alþingismönnum, ráðherrum eða formönnum stjórnmálahreyfinga.


mbl.is „Óvenjulegt frumkvæði“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband