Hálft prik til ríkisstjórnarflokkannna
26.1.2009 | 07:28
Ríkisstjórnarflokkarnir fá hálft prik fyrir það að ágreiningur þeirra er að líkindum ekki bara sandkassaþras um persónur og leikendur eins og jafnvel mætti ætla, heldur er einnig um að ræða pólitískan ágreining um mismunandi leiðir.
Sjálfstæðisflokkurinn er sagður vilja skera enn frekar niður í ríkisfjármálum, en Samfylkingin vill hrynda af stað aðgerðaráætlun um efnahagslífið og peningastjórnun.
Það er nánast nýlunda að herya að slík aðgerðaráætlun sé til staðar - aðgerðarleysi ríkisstjórnar hefur verið slíkt.
Það verður spennandi að sjá hvernig dagurinn þróast - og hvort slagurinn snúist virkilega um raunveruleg stjórnmál - ekki einungis þras um persónur og leikendur.
Vilja taka að sér verkstjórnina | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Ég setti þetta inn hjá Hauk bloggini í morgun við sama link..
Þegar ég heyrði þetta með forsætisráðherrastólinn í morgunn þá hélt ég að þetta væri djók.. sko fyrir það fyrsta þá er þessi krafa svo stór að þetta er í raun ósk til sjálfstektarinnar að slíta stjórnarsamstarfinu. Sjálfstektin getur ekki undir nokkrum kringumstæðum gefið þennan stól frá sér án þess að missa andlitið og virðinguna um leið.. sem sagt niðurlægður. Þótt sjálfstektin sé á hnjánum bókstaflega, þá eru þeir ekki búnir á því og kunna meira fyrir sér í svínslegum pólitískum lúabrögðum en samfó.. ég er ansi hræddur um að ef þetta er satt þá muni Samfó fá skell frá sjálfstektinni í dag.. skellur sem ekki er séð fyrir.
Óskar Þorkelsson, 26.1.2009 kl. 09:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.