Stjórnarskipti breytir engu fyrir krónuna en öllu fyrir Íslendinga
24.1.2009 | 15:07
Stjórnarskipti breyta engu hvað varðar stöðu íslensku krónunna á alþjóða gjaldeyrismörkuðum. Þar fór síðasta hálmstrá núverandi ríkisstjórnar. Það skiptir nefnilega öllu fyrir íslensku þjóðina að ríkisstjórnin fari frá. Strax.
Þjóðstjórn og kosningar í apríl
Stjórnarskipti breyta engu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Hallur, ertu ekki framsóknarmaður? Veistu ekki að framsókn vill ekki taka þátt í ríkisstjórn fram að kosningum?
Björgvin R. Leifsson, 24.1.2009 kl. 16:30
Krónan styrktist reyndar um heil 4% í vikunni, þar af mest í gær þegar boðað var til kosninga og ljóst var að Geir H. Haarde væri að hætta í stjórnmálum...
Markaðurinn hefur talað!
Guðmundur Ásgeirsson, 24.1.2009 kl. 17:50
Sammála. Burt með spillingarliðið. Þjóðstjórn strax og engin pólitísk hrossakaup fram að kosningum.
Arnór Valdimarsson (IP-tala skráð) 24.1.2009 kl. 18:49
Í þau rúmu 25 ár sem ég hef starfað í Framsóknarflokknu hef ég haft eigin sjálfsstæðar skoðanir. Oft hafa þær verið í fullu samræmi við stefnum flokksins - stundum ekki.
Þannig er það ig þannig mun það verða
Hallur Magnússon, 24.1.2009 kl. 19:43
Hallur er fínn drengur þó hann sé í Framsókn! Ekkert að því. Fólk er bara ósátt við aðild Framsóknar að spillingunni sem flokkurinn þvældist í með Sjálfstæðisflokknum, sem ég er líka ósáttur við.
Arinbjörn Kúld, 24.1.2009 kl. 23:56
Formlega séð er þetta rétt niðurstaða. Auðvitað geta erlendir ráðgjafar ekki tekið afstöðu gegn því sem hefur ekki gerst. Sagan segir okkur hins vegar að vinstri stjórnir hafa ekki skilað árangri í ríkisfjármálum og að þær hafa aldrei duga út heilt kjörtímabil.
EF núverandi ríkisstjórn hrökklast frá völdum og vinstri stjórn tekur við, í hugsanlegu skjóli framsóknarmanna, er tímabært að fara að fara að spá í þar-næstu kosningar.
Jónas Egilsson, 25.1.2009 kl. 10:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.