Iðjuþjálfun fyrir utangarðsmenn í Reykjavík

Utangarðsmenn munu á næstunni eiga kost á að njóta iðjuþjálfunar á vegum Reykjavíkurborgar í dagsetri sem Hjálpræðisherinn rekur úti á Granda.  Iðjuþjálfunin er þáttur í metnaðarfullri stefnu Velferðarráðs í málefnum utangarðsmanna sem var eitt af fyrstu verkum sem ég tók þátt í að vinna að og samþykkja sem nýr varaformaður Velferðarráðs í haust.

Velferðaráð samþykkti samstarfssamning Velferðasviðs og Hjálpræðishersins  um aðstöðu fyrir fagmenntaðan starfsmann og aðstöðu til uppbyggingar á iðju fyrir utangarðsfólk í Reykjavík í dagsetri Hjálpræðishersins fyrir utangarðsfólk.

Slík iðjuþjálfun er mjög mikilvæg til að auka lífsgæði utangarðsmanna í Reykjavík.

Stór hluti þeirra utangarðsmanna sem í borginni nýta sér þá mikilvægu aðstöðu sem Hjálpræðisherinn rekur fyrir þennan hóp á Granda. Þar er rúmgott húsnæði sem býður upp á mikla möguleika til þróunar á iðju fyrir utangarðsfólk á þeim stað sem utangarðsfólk dvelur. Þess vegna var talið rétt að Velferðasvið og Hjálpræðisherinn vinni saman að þessu verkefni, Velferðasvið leggur til fagmenntaðan starfsmann en Hjálpræðisherinn aðstöðuna.

Ég er mjög ánægður með okkur í Velferðarráði að taka þetta mikilvæga skref í þágu utangarðsfólks


mbl.is Hjálpræðisherinn og borgin í samstarf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Jónsdóttir

Utangarðsmenn hafa yfirleitt verið útundan en velferðarráð er virkilega að standa sig núna. Og þegar þetta fólk er byrjað þá er aldrei að vita nema sumum takist að snúa við blaðinu. Enn og aftur er ánægð með ykkur

Guðrún Jónsdóttir, 23.1.2009 kl. 08:13

2 identicon

Er ekki mögulegt að finna sambærileg úrræði fyrir vitleysinga sem reyna að hleypa mótmælum upp í slagsmál?

Hrannar Magnússon (IP-tala skráð) 23.1.2009 kl. 11:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband