Þverpólitíska nefnd til að undirbúa samningsmarkmið Íslands

Íslendingar eiga að taka upp evru í samráði við Evrópusambandið. Næstu vikur þarf að vinna markvisst að lausn á efnahagslegum bráðavanda heimila og fyrirtækja á Íslandi, skilgreina sameiginleg samningsmarkmið Íslendinga í aðildarviðræum við Evrópusambandið og hefja síðan aðildarviðræður.

Framsóknarmenn hafa skilgreint samningsmarkmið sín á skýran hátt. Sjálfstæðismenn ættu að gera það á landsfundi um næstu helgi og Samfylkingin þarf að gera það líka - en lítið hefur farið fyrir samningsmarkmiðum þeirra þótt vilji um inngöngu í ESB sé ljós.

Vandamálið er vanmáttug ríkisstjórn, en vanmáttug ríkisstjórn á erfitt með leysa aðkallandi vanda og halda skynsamlega um aðildarviðræður.

Formaður Framsóknarflokksins hefur boðið ríkisstjórninni aðstoð Framsóknarflokksins í því erfiða ástandi sem ríkir, án þess þó að ganga inn í núverandi ríkisstjórn.

Sjáflstæðisflokkur og Samfylking ættu að taka þessu boði. Ástandið er bara þannig og ljóst að ríkisstjórnin ræður ekki við þetta ein.

Þá skora ég á ríkisstjórnina að koma nú þegar á fót þverpólitískri nefnd sem fái það hlutverk að undirbúa tillögu að samningsmarkmiðum Íslands og leggja þá tillögu fyrir Alþingi.

Mæli með að samningsmarkmið sem Framsóknarmenn samþykktu á flokksþingi sínu verði lagt til grundvallar í vinnu slíkrar nefndar. Einhversstaðar þarf að byrja.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Hallur, voru þetta samningsmarkmið eða skilyrði, sem þið framsóknarmenn samþykktuð? Á þessu er gríðarlegur munur því menn standa misjafnlega á meiningunni eins og gengur.  Ég skildi þetta sem skilyrði að ykkar hálfu og var sáttur við það. 

Sigurður Þórðarson, 20.1.2009 kl. 08:55

2 identicon

sæll HAllur

Ég vil ekki sjá þetta helvítis Evrópusamband. Við eigurm að snúa okkur til Norðmanna og spila úr þessum málum í samstarfi við þá. Gera við þá samkomulag um myntbandaalag og taka upp norska krónu. Með þeim hætti er hægt á skjótvirkan hátt að snúa vörn í sókn og ná tökum á efnahagsmálunum. Við erum aðilar að Evrópska efnahagssvæðinu og það er allveg nóg fyrir okkur. Olían er líka handan við hornið hjá okkur og við þurfum að leita eftir samstarfi við þá með það mál. Ég kæri mig ekki um að hafa slefandi austur-og suður-evrópubúa ofan í hálsmálið hjá mér. Við höfum ekki neitt að gera í samstarf við þessa andskota í suður-Evrópu og í gömlu austur-Evrópðu.

Haraldur A. Haraldsson (IP-tala skráð) 20.1.2009 kl. 13:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband