Fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar afrek á erfiðum tímum
13.1.2009 | 08:37
Ætli fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar vegna ársins 2009 þar sem gert er ráð fyrir tekjuafgangi, þrátt fyrir að grunnþjónusta borgarinnar er varin, gjaldskrár eru ekki hækkaðar og útsvar ekki hækkað, virðist nánast afrek í ljósi aðstæðna. Þá var nokkuð góð pólitísk sátt um meginatriði fjárhagsáætlunarinnar!
Þessi árangur náðist vegna breyttra vinnubragða í borginni sem byggja á samvinnu, en Framsóknarmenn og Sjálfstæðismenn sem mynda meirihluta í borgarstjórn kölluðu strax í haust Vinstri græna og Samfylkingu að borðinu til að vinna sameiginlega aðgerðaráætlun borgarinnar vegna fyrirsjáanlegra erfiðleika í efnahagslífinu.
Vinstri grænir og Samfylking sýndu ábyrgð og svöruðu kallinu, tóku þátt í samvinnu við gerð aðgerðaráætlunar og í framhaldinu við gerð fjárhagsáætlunar á grunni þeirrar samvinnuhugsjónar sem Framsókn og Sjálfstæðisflokkur lögðu til grundvallar.
Að vísu guggnuðu minnihlutaflokkarnir á því að greiða fjárhagsáætluninni atkvæði sitt og kusu að sitja hjá, enda stundum dálítið ábyrgðarfælnir, en þrátt fyrir það tryggði samvinnan innan borgarstjórnar fjárhagsáætlun sem er nánast afrek við núverandi aðstæður.
En því miður er fjöldi sveitarfélaga sem ekki ná endum saman eins og Reykjavíkurborg.
Lausnin á því er að stækka sveitarfélögin verulega, fjölga verkefnum þeirra og láta skatttekjurnar renna beint til þeirra - en þau greiði síðan útsvar til ríkissins vegna sameiginlegrar þjónustu.
Sjá nánar:
Heilbrigðisstofnanasvæðin eðlileg stærð framtíðarsveitarfélaga
Þapð
Áhyggjur af greiðsluþroti sveitarfélaga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 08:46 | Facebook
Athugasemdir
Hallur, af hverju ræðir enginn um það sjónarmið, að það er í sjálfu sér algjör della að vera með tvö stjórnsýslustig í svona fámennu samfélagi, eins og þessu sem við köllum Íslenska "þjóð" (sem er brandari per se en látum það liggja milli hluta í bili). Stjórnsýslan er andskotans nógu dýr hérna samt. Eitt stjórnsýslustig, eitt kjördæmi, 40 þingmenn í fulltrúadeild, 10 í öldungadeild, sem væri jafnframt stjórnlagadómstóll, forsætisráðherra kjörinn beinni kosningu og hann væri ábyrgur fyrir vali ráðherra, sem mættu ekki vera fleiri en 8 talsins. Forsetaembættið lagt niður. Ekki byrja á ruglinu um "nánd" stórnsýslunnar við almenning. Hvar er nánd Reykvíkinga við borgarfulltrúa sína?
Broddborgari (IP-tala skráð) 13.1.2009 kl. 08:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.