Heilbrigðisstofnanasvæðin eðlileg stærð framtíðarsveitarfélaga

Þau svæði sem nú eru skilgreind sem 6 heilbrigðisstofnunarsvæði eru eðlileg stærð framtíðarsveitarfélaga á Ísldandi. Framtíðarsveitarfélaga sem taki alfarið að sér rekstur heilbrigðisþjónustu og þjónustu við fatlaðra ásamt öllum þeim málaflokkum sem varða nærþjónustu við íbúana.

Að sjálfsögðu eiga framtíðarsveitarfélögin að fá skatta greidda beint til sín og i ríkinu síðan útsvar til að standa undir sameiginlegri þjónustu.

Að sjálfsögðu eiga öll þau verkefni sem ríkið getur með góðu móti komið til framtíðarsveitarfélaganna 6 að flytjast til framtíðarsveitarfélaganna.

Að sjálfsögðu er jafnframt rétt að skilja milli löggjafarvaldsins og framkvæmdavaldsins þannig að ráðherrar í ríkisstjórn sitji ekki á Alþingi og Alþingi endurreist sem sjálfstæð stofnun. Það má nefnilega deila um að Alþingi sé sjálfstæð stofnun um þessar mundir - það virðist eingöngu afgreiðslustofnun ríkisstjórnarinnar og embættismanna ráðuneytanna.

Já, og svo ítreka ég að skipulagsbreyting heilbrigðisráðherra er afar athyglisverð og gefa ný tækifæri í þjónustu heilbrigðiskerfisins.

Sjá:

Athyglisverðar skipulagsbreytingar heilbrigðisráðherra


mbl.is Sameining stofnana mætir harðri andstöðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Á Landspítali þá aðeins að sinna Reykvíkingum? Eiga Mosfellingar að sitja einir að endurhæfingu á Reykjalundi? Áttu ekki við að sveitarfélögin sjái alfarið um HEILSUGÆSLUNA.  Heilbrigðisþjónustu yrði verulega misskipt eða lakari en í dag ef ný stór sveitarfélög sætu alfarið að rekstri hennar. Þetta er flóknara en húsnæðiskerfið þitt. Að sjálfsögðu er ekkert sjálfsagt í þessum efnum.

Magnús (IP-tala skráð) 8.1.2009 kl. 09:18

2 Smámynd: Héðinn Björnsson

Ef bara á að hafa 6 sveitarfélög má þá ekki allt eins leggja það stjórnsýslustig af. Miðað við búsetuþróun á Íslandi er reyndar engin eðlileg sveitafélagaskifting til. Að stærsta sveitarfélagið í dag sé með um 120. þús íbúa en þau minnstu í kringum hundrað gerir það algerlega ómögulegt að búa þeim til svipuð verkefni. Það mun ekki leysast með því að skifta upp í þessi 6 svæði sem líka munu hafa verulega mismunandi stærð og fólksfjölda.

Héðinn Björnsson, 8.1.2009 kl. 09:43

3 identicon

Er ekki forgangsröðin svolítið skökk þegar verið er að sameina stofnanir á svæðum þar sem engar heilsárssamgöngur eru til staðar?

Dagný (IP-tala skráð) 8.1.2009 kl. 10:51

4 Smámynd: Hallur Magnússon

Magnús.

Húsnæðiskerfið mitt er einfalt.

Ég er að ræða heilbrigðisstofnanirnar og þjónustu þeirra. Landspítali háskólasjúkrahús liggur utan þeirra.

Reykjalundur er ekki ríkisfyrirtæki. Það er meðferðastofnun í eigi SÍBS.  Það sama á um Vog td.  Vissulega er stór hluti rekstrarkostnaðar þessara fyrirtækja greiddur af ríkinu á grunnu þjónustusamninga.  Ef sveitarfélögin fá til sín skattfé beint - þá er ekkert því til fyrirstöðu að framlag sem nú kemur frá ríkinu komi frá hinum 6 sveitarélögum. Annað hvort í formi fastra framlaga skv. þjónustusamningum - eða í formi daggjalda sem sveitarfélög greiða með íbúum sínum sem nýta sér þjónustuna.

Ekki gleyma því heldur að sjúkratryggingar yrðu væntanlega áfram í höndum ríkisins - þótt rekstraraðiljar geti verið stór sveitarfélög, sjálfseignarstofnanir eða einkarekstur inna vébanda hins opinbera.

Hallur Magnússon, 8.1.2009 kl. 10:58

5 identicon

Hallur.Með vísan til fyrirsagnar þinnar,spir ég þig.Hver væri ávinningur íbúanna á þessum sex svæðum.Ég byð um rökstuðning.

Kveðja hreinn

Hreinn Þórðarson (IP-tala skráð) 10.1.2009 kl. 00:51

6 Smámynd: Kebblari

Sæll Hreinn. Bara eitt lítið atriði. Í dag eru sjúklinga upplýsingar skráðar í grunna á hverjum stað fyrir sig. Þær upplýsingar eru óaðgengilegar milli staða. Eftir breytinguna, þá verður einn grunnur fyrir þessar upplýsingar. Það er gríðarlegur ávinningur sem felst í því, bæði fyrir sjúklinga (öryggi að upplýsingar séu aðgengilegar víðar) og fyrir ríkið (þarf að reka færri netþjóna).

Kebblari, 10.1.2009 kl. 19:28

7 identicon

Sæll Hallur.Fyrirsögnin hjá þér var."Heilbrigðisstofnanasvæðin eðlileg stærð framtíðarsveitarfélaga".Og ég spurði þig ,hver væri ávinningur íbúa þessara væntanlegu stóru sveitarfélaga af slíkri sameiningu,og bað um rökstuðning.Ég dreg í efa að fullyrðingar þínar um að  upplýsingar úr sjúkraskrám séu ekki aðgengilegar milli sjúkrastofnana,en mun kanna það frekar.En ég býð eftir rökstuðningi.

Kveðja Hreinn

Hreinn Þórðarson (IP-tala skráð) 11.1.2009 kl. 02:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband