Reykjavíkur hækkar ekki skatta né gjaldskrárskrár

Borgarstjórn Reykjavíkur samþykkti fjárhagsáætlun fyrir árið 2009 á fundi sínum í gærkvöldi.  Ég efast um að borgarbúar geri sér grein fyrir því hversu merkileg þessi fjárhqagsáætlun er miðað við fjárhagsáætlanir flestra annarra sveitarfélaga!

Fjárhagsáætlunin er án rekstrarhalla.

Skattar sveitarfélagsins - útsvar - hækkar ekki.

Gjaldskrár hækka ekki!

Það kostar sama í sund og áður, það kostar sama í leikskóla og áður, það kostar sama í strætó og áður skólamáltíð lækka í verði.

Þannig mætti áfram telja!

Fjárframlög til Velferðarmála hækka. Þar munar mest um hækkun vegna fjárhagsaðstoðar og húseligubóta!

Það er reyndar meira merkilegt við fjárhagsáætlunina.  Hún var unnin í samvinnu meirihluta og minnihluta, þótt Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn sem myndar meirihluta í borgarstjórn hafi verið ein um að samþykkja hana - fulltrúar Samfylkingar og Vinstri grænna sátu hjá - þar sem þau treystu sér ekki að taka ábyrgð þegar á hólminn var komið - en það breytir því ekki að fjárhagsáætlunin var unnin í samvinnu meirihluta og minnihluta.

Fyrir það eiga borgarfulltrúar Framsóknarflokks, Sjálfstæðisflokks, Vinstri grænna, Samfylkingar og óháðra hrós skilið. Batnandi fólki er best að lifa!

En það er gott að búa í Reykjavík - undir stjórn Framsóknar og Sjálfstæðisflokks!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Að öllum líkindum væri betra að búa á Íslandi undir stjórn Framsóknar og Sjálfstæðisflokks!

Guðbjörn Guðbjörnsson, 7.1.2009 kl. 07:46

2 identicon

Hallur!

 Á ekkert að minnast á upplausnarfundinn í gærkveldi. Og beina lýðræðið á honum. Sem að vísu fór fram í gufumettuðu eldhúsi að sögn Salvarar sem sat fundinn.

Hörður Már Karlsson (IP-tala skráð) 7.1.2009 kl. 07:57

3 Smámynd: Hallur Magnússon

Þetta var hasar!

Það var tekist hart á framan af fundinum - en síðan - að hætti Framsóknarmanna - náðist sátt í lokin.  EKki gleyma að þetta er fyrsti "stóri" fundurinn eftir að Guðni sagði af sér - og ljóst að harðir stuðningsmenn hans þurftu aðeins að blása út!  Eðlilega!

Verð að viðurkenna að mér fannst skortir á þekkingu þeirra sem komu með nýjan nafnalista á fundarsköpum slæmur.

Það var frekar illa framsett og óskýr tillaga sem setti hita í málin - en tillagan sjálf!  Enda náðist sátt á fundinum - þegar menn höfðu blásið út og greitt úr fundarsköpum.

Jú, væntanlega mun ég minnast á fundinn síðar í dag. Finnst fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar merkilegri en smá hitafundur í Framsókn.

Hann var fjölmennur - en það hafa oft verið svona fjölmennir fundir hjá okkur undanfarin ár - þótt þjóðinni sé talið trú um annað.

Jú, ég mun væntanlega  pikka eitthvað um fundinn síðar í dag - en verð að haska mér í að lj+uka verkefni sem ég þarf að skila fyrir 10

kv

Hallur

Hallur Magnússon, 7.1.2009 kl. 08:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband