Bjarni Ármannsson ætti að rifja upp atburðarás ársins 2004 áður en hann ræðir hana á opinberum vettvangi. Það er rétt að gagnrýna Kaupþing fyrir að hefja lánveitingar á 80% fasteignalánum í ágústmánuði 2004 á niðurgreiddum vöxtum án þess að hafa fjármagnað þau til fulls.
Bjarni gagnrýnir einnig Íbúðalánasjóð fyrir 90% lán.
Það er rétt að halda því til haga og minna Bjarna á að áður en til 90% lána Íbúðalánasjóðs kom hafði Bjarni sjálfur boðið viðskiptavinum sínum - fyrst 80% lán - og síðan 100% lán til Íbúðakaupa.
Bjarni vissi árið 2004 mæta vel að ekki stóð til að innleiða 90% Íbúðalánasjóðs fyrr en vorið 2007 - ef efnahagslegar aðstæður leyfðu.
Bjarni hefði átt að halda því til haga að Íbúðalánasjóður fékk ekki lagaheimild til allt að veita allt að 90% lán fyrr en í desember 2004 - löngu eftir 100% lán bankanna. Einnig að lán Íbúðalánasjóðs takmörkuðust af brunabótamati og lágri hámarksfjárhæð og voru því sjaldnast raunveruleg 90% lán. Lán Bjarna og bankanna takmörkuðust hins vegar ekki við brunabótamat - og engar hámarksfjárhæðir.
Einnig hefði Bjarni átt að minnast á að ástæða þess að Íbúðalánsjóður hóf að veita 90% lán í desember 2004 en ekki vorið 2007 var sú að bankarnir höfðu að engu tekið tillit til efnahagsástandsins og þenslunar í taumlausum útlánum sínum þar sem krafa var gerð að lán Íbúðalánsjóðs yrðu greidd upp - og því skipti engu máli hvort hófleg lán Íbúðalánasjóðs væru 90% eða lægri. Bankarnir tryggðu öllum - nema landsbyggðinni - 90% - 100% lán - þannig að þensluáhrif ÍLS lána voru engin - umfram það ástand sem bankarnir höfðu þegar skapað.
Rétt skal vera rétt.
Endurgreiddi 370 milljónir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:12 | Facebook
Athugasemdir
Takk fyrir þessa upprifjun Hallur og nákvæmlega rétt hjá þér. Við erum bara svo ofboðslega fljót að gleyma. Markmiðið var líka að keyra ÍLS út af markaðinum. Held að fólk geri sér ekki almennt grein fyrir hversu mikla útlánaáhættu bankarnir voru að taka þarna strax. Og yfirfærðu áhættuna strax á Jón og Gunnu, sem súpa andskotans seyðið af því í dag!
Einar Áskelsson (IP-tala skráð) 5.1.2009 kl. 21:09
Hallur ert þú sem framsóknarmaður nokkuð að gleyma kosningarloforði flokksins þíns um 90% húsnæðislán sem björguðu sennilega flokknum frá að þurrkast út, en hefur svo haft s´líka ógæfu í för með sér fyrir ungt fólk sem skular nú munmeira en verð íbúðarinnar er ? hitt er svo annað mál að auðvitað fóru bankarnir alltof geyst í þessu líka, en þar réð eintóm græðgi og samkeppnin.
Skarfurinn, 5.1.2009 kl. 21:12
Skarfur.
Ég veit allt um 90% lánin Íbúðalánasjóðs.
Það er einfaldlega rangt hjá þér að þau hafi haft ógæfu fyrir ungt fólk. Eins og að framan greinir - þá átti að innleiða þau í þrepum á kjörtímabilinu ef efnahagsástand leyfði - og ná 90% í maí 2007 - ef efnahagsástand leyfði.
Það var hins vegar taumlaus innkoma bankanna og allt að 100% lán þeirra sem er orsök slæmrar stöðu ungs fólks í dag. Ekki loforða Framsóknarflokksins um 90% lán.
Það er staðreynd málsins - hvað sem andstæðingar Framsóknarflokksins vilja halda fram.
Hallur Magnússon, 5.1.2009 kl. 21:17
Lengi býr að fyrstu gerð. Þetta stórfenglega kosningaloforð Framsóknar ýtti boltanum af stað... enginn vafi á því. Og bankarnir sá sér leik á borði. Það var búið að opna á málið. Og síðan bara einkavinavæddi Framsókn bankana-- hverjir fengu Kaupþing ? Einhverjir Framsóknamenn ?
Sævar Helgason, 5.1.2009 kl. 21:35
Ég ætla að hlusta á þetta aftur en mér heyrðist hann einmitt hafa verið varkár með þetta, sagði að fyrst hefði verið ákveðið að hækka lán ÍLS í 90% og síðan komu hækkanir hjá bönkunum, sem sagt ekki að hækkun ÍLS hafi komið fyrst og síðan hækkanir bankanna.
Þórdís Sigurþórsdóttir (IP-tala skráð) 5.1.2009 kl. 21:53
Sævar.
Fyrst voru bankarnir einkavæddir - svo það sé á hreinu.
Kosningaloforð Framsóknar hleypti þessu EKKI af stað. Það er síðari tíma afsökun bankanna. Þeir vissu NÁKVÆMLEGA að ekki yrði farið í 90% lán fyrr en vorið 2007 - ef efnahagsástand leyfði. Hins vegar töldu bankarnir að ESA myndi hamla starfsemi Íbúðalánasjóðs til almennra íbúðalána - enda kvörtuðu bankarnir yfir stöðu sjóðsins til ESA.
Þegar ESA úrskurðaði Íbúðalánasjóði í vil - þá ákváðu bankamennirnir að reyna að veikja Íbúðalánasjóð eða hreinlea koma honum fyrir kattarnef með því að koma af stað miklum uppgreiðslum lána sjóðsins. Vanmátu styrk Íbúðalánasjóðs til að bregðast við með virkri fjárstýringu.
Bankarnir töldu sig geta þetta því útlánageta þeirra hafði aukist verulega eftir að Seðlabankinn hafði lækkað bindiskyldu þeirra.
Það var ekki fyrr en menn fóru að skammast út í bankanna vegna þenslu sem útlán þeir olli - að skýringin um 90% lán Íbúðalánasjóðs væri orsök íbúðalána bankanna - var fundin upp!
Hallur Magnússon, 5.1.2009 kl. 22:17
Það væri í lagi að hafa 90% lán ef eingöngu væru vextir og það fastir þá gæti fólk séð hvað það borgaði af síðustu greiðslu. Það þarf ansi góðar tekjur til að borga af 30 milj á 20% vöxtum eins og hér er ef þú kemur með lausn á þessu Hallur þá kýs ég framsókn skal meira að segja ganga í flokkinn. Vona að það líði ekki yfir mína nánustu
Guðrún Vestfirðingur (IP-tala skráð) 5.1.2009 kl. 22:46
Horfði á gott viðtal við Bjarna Ármannsson í Kastljósinu. Hann talaði þar af mikill hreinskilni um sinn þátt í ofvexti peningakerfisins og þá þætti sem honum finnst að unnir hafi verið af óvarkárni. Hann upplýsti líka að hann hefði endurgreitt Glitni 370 milljónir sem hefi verið sú upphæð sem hann fékk í sinn hlut við starfslok hjá Glitni. Hann var þarna að gera það sem svo margir hafa krafist, að viðurkenna mistök, viðurkenna ábyrgð og greiða til baka. Eflaust finnst einherjum að ekki sé nóg að gert, en ég tel að hann hafi með grein sinni, Kastljósviðtalinu og endurgreiðslunni, verið að opna á leið fyrir fleiri til að gera hreint fyrir sínum dyrum með einhverjum hætti. Ég tel að Bjarni hafi reyndar verið nokkuð varkár miðað við ýmsa aðra.
Hvort var á undan hænan eða eggið er mikið mál fyrir þig Hallur. Íbúðalánasjóður hefur líka stundaðþað að "meta niður" eignir á landsbyggðinni og þannig stuðlað að auknu misvægi milli fasteingaverðs milli landshluta. Þetta veit ég að er rétt því það snerti eign sem við hjónin seldum á síðasta ári. Og hún er ekki sú eina sem ég veit um.
Hólmfríður Bjarnadóttir, 5.1.2009 kl. 23:14
Þetta 90% lánaloforð framsóknar var barátumál Árna Magnússonar sem fékk félagsmálaráðuneytið í ríkistjón. Árni Magnússon sagði svo af sér embætti á miðju kjörtímabili og fékk líka þessa fínu vinnu hjá vini sínum Bjarna Ármannsyni í íslandsbanka. Tilviljun ? held varla. rotnar getur þetta varla verið held ég.
Guðmundur Jónsson, 5.1.2009 kl. 23:42
Alveg vissi ég að þú myndir benda Bjarna á þennan viljandi misskilning sinn og nýja sögutúlkun. Það er merkilegt hvað menn rembast við að halda fram röngum upplýsingum. Alveg fram í rauðan dauðann.
Það er eins og bankarnir skilji ekki muninn á brunabótamati og markaðsverði og treysta á að almenningur skilji það ekki heldur.
Marinó G. Njálsson, 5.1.2009 kl. 23:51
Hólmfríður.
Ég er ekki að gera lítið úr viðtalinu við Bjarna og það sem hann þar sagði. En rétt skal vera rétt - og það skiptir öllu máli að því sé til haga haldið að það var EKKI Íbúðalánasjóður og 90% lán Framsóknar sem skapaði ofsaþenslu á sínum tíma - heldur bankarnir.
Hvað varðar "að meta niður" eignir á landsbyggðinni þá er það ekki allskostar rétt.
Það er í gildi varúðarregla sem felst í því að ef söluverð eignar er hærra en 1 1/2 fasteignamat - þá er kallaður til matsmaður sem leggur mat á verðmæti hússins. Um er að ræða fasteignasala sem hefur til þess réttindi og á að geta lagt hlutlægt mat á verð hússins. Hann hefur engra hagsmuna að gæta - og það er ekki Íbúðalánasjóður sem metur húsið.
Hafa ber í huga að fasteignamat endurspeglar RAUNVERULEGT söluverð sambærilegra eigna á svæðinu árið áður skv. raunverulegum kaupsamningum - og það síðan framreiknað skv. byggingarvísitölu.
Þessi regla gildir ekki bara á landsbyggðinni - heldur einnig á höfuðborgarsvæðinu - en þar er hins vegar afar sjaldgæft að söluverð húss sé 1 1/2 fasteignamat - og verðið þá yfirleitt orðið það hátt að hámarkslán Íbúðalánasjóðslánsins verður aldrei 80% af 1 1/2 fasteignamati - eins og það gerir gjarnan á landsbyggðinni.
Undirstrika að það er ekki Íbúðalánasjóður sem metur eðlilegt verð hússins - heldur fasteignasali sem á að vera óháður í mati sínu.
vegna þess að hámarkslán Íbúðalán
Hallur Magnússon, 6.1.2009 kl. 00:00
Hallur
Ég veit allt um það hvernig þetta mat er framkvæmt og svo annað það að við vorum með okkar eign hjá öðrum fasteignasala sem hafði metið hana hærra og kauptilboð sem við höfðum undirritað hjá þeim fasteignasala var raunverulega það verð sem markaðurinn taldi á þeim tíma eignina kosta. Um var að ræða sömu fasteignasala í öðru tilfelli sem gerðist á sama svæði á sama ári og okkar viðskipti.
Hólmfríður Bjarnadóttir, 6.1.2009 kl. 09:00
Svona "endurmat" var aðsögn starfsmanns hjá Íbúðalánasjóði, eingöngu framkvæmd á landsbyggðinni, en ekki á höfuðborgarsvæðinu. Þetta svar starfsmanns var veitt í gegnum síma og er því "óstaðfest" eins og það heitir á fréttamannamáli.
Hólmfríður Bjarnadóttir, 6.1.2009 kl. 09:07
Hólfríður.
Ég get náttúrlega ekki svarað fyrir Íbúðalánasjóð lengur - enda hætti ég þar fyrir ári síðan.
En þessi möt eru erfið, en reynslan hefur því miður sýnt að þessi varúðarregla er því miður nauðsynleg.
Ástæða þess að þú færð svarið að þetta sé eingöngu gert á landsbyggðinni er væntanlega vegna þess að fram undir þetta þá hefur nánast ekki reynt á þessa varúðarreglu á höfuðborgarsvæðinum vegna lágs hámarksláns og hás markaðsverðs. Þetta gæti farið að breytast í niðursveiflunni!
En ég skil óánægju þína hvað matið varðar - ef lán hefur verið skert vegna matsins. Hins vegar skiptir stjóðurinn sér ekki af kaupverðinu í sjálfu sér - lánið tekur einungis mið af matsverðinu - þe. 80% af fyrirliggjandi matsverði.
Hallur Magnússon, 6.1.2009 kl. 09:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.