Íbúðalánasjóður bjóði endurbótalán afborgunarlaus í 3 ár

Það ætti að vera forgangsatriði hjá stjórnvöldum að skapa atvinnutækifæri. Ein leið í þá átt er að   Íbúðalánasjóður lækki fjárhæð endurbótalána og gefa kost á að ný endurbótalán séu afborgunarlaus í 3 ár svo fremi sem ásættanlegt veðrými sé til staðar.

Það er töluvert af íbúðarhúsnæði sem þarfnast viðhalds. Nú er rétti tíminn til að fara í slíkt viðhald.  Í ástandinu eins og það er nú er ljóst að minna þarf að greiða fyrir vinnulið þar sem iðnaðarmenn sætta sig við lægri laun nú en áður. Þakka fyrir það að hafa verkefni.

Með hverju viðhaldsverkefni er komið í veg fyrir að iðnaðarmenn sem annars kynnu að missa vinnuna og lenda á atvinnuleysisbótum fá dýrmæta vinnu og unnið er að nauðsynlegu viðhaldi sem viðheldur verðgildi húsnæðisins til lengri tíma.

Á sama hátt gætu slík endurbótalán hentað fólki sem misst hefur vinnuna - vonandi tímabundið - en á húseignir sem þarfnast viðhalds og bera aukna veðsetningu.  Í stað þess að hafa ekkert fyrir stafni getur það fólk unnið sjálft að viðhaldi eigin eigna, fær lán er stendur undir kaupum á efni og til að greiða iðnaðarmönnum fyrir verk sem það getur ekki unnið sjálft.  Eigið vinnuframlag gæti dekkað þau 20% kostnaðar sem lántaki þarf að leggja á móti 80% hluta sem endurbótalánið dekkar.

Að sjálfsögðu getur verið ákveðin áhætta fyrir lántakandann og Íbúðalánasjóð ef ekki rætist úr atvinnuástandinu og efnahagsástandinu á 3 árum þegar byrjað verður að greiða af lánunum - en það er áhætta sem er þess virði að taka fyrir flesta - og örugglega fyrir ríkið!

Hvað varðar fasteignalánamarkaðinn, þá er ljóst að hann mun verða hægur á næstu mánuðum. Markaðurinn mun væntanlega braggast örlítið þegar almenn verðlækkun á húsnæði verður að fullu komin fram, fjármagnseigendur fara að veðja á að botninum sé náð og sjá fram á hagnað þegar fasteignaverð fer að hækka að nýju.

PS. Núverandi reglur um afgreiðslu endurbótaláns eru á þann veg að nýju láni meðtöldu mega lán sem hvíla á fyrri veðréttum ekki fara umfram 20 milljónir samtals. Í ljósi ástandsins kæmi vel til greina að hækka þetta hámark - tímabundið -  þegar um er að ræða endurbótalán.


mbl.is Veltan minnkar um 77,8%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Góð hugmynd Hallur.  Hagfræðin segir okkur að verstu viðbrögð við kreppu sé að "gera ekki neitt" og eyða sem minnstu.  Sendi Bandaríkjastórn ekki hverju heimili (eða var það skattborgara) tékka upp á 600 dollara til eyðslu?  Neysluhvetjandi sem plástur á ástandið.  En rétt hjá þér, hlutverk ríkisins á nákvæmlega að snúast um svona aðgerðir.

Einar Áskelsson (IP-tala skráð) 5.1.2009 kl. 15:44

2 identicon

Þetta er forvitnileg og áhugaverð hugmynd hjá þér Hallur sem ég teldi þörf á að væri skoðuð í fullri alvöru af þeim sem þessu ráða.   Það þarf að koma þessari hugmynd á framfæri til réttra aðila.   

Brynjar (IP-tala skráð) 5.1.2009 kl. 16:14

3 Smámynd: Alma Jenny Guðmundsdóttir

Las í gær eða fyrradag um aðgerðaáætlun Browns í Bretlandi - hann og ríkistjórn hans hafa ákveðið að fara þennan veg.  Ég styð slíkar hugmyndir.

En spyr - er verðmætaaukning í þessu dæmi í samræmi við aukna skuldsetningu á íbúðamarkaði - eða erum við að tala um opinberar mannvirki? 

Alma Jenny Guðmundsdóttir, 5.1.2009 kl. 16:39

4 Smámynd: Hallur Magnússon

Til lengri tíma þá er verðmætaaukningin væntanlega umfram skuldsetninguna. 

Að sjálfsögðu á hið opinbera að fara í viðhaldsverkefni á opinberu húsnæði við ðastæður sem þessar.

Það er sú leið sem Reykjavíkurborg ætlar að fara.  Mannfrek viðhaldsverkefni.

Minna bólar á aðgerðum ríkisstjórnarinnar í þessu. En það ætti núna að vera forgangsverkefnið að koma á fót atvinnuskapandi verkefnum á vegum ríkisins.

Einu opinberu aðiljarnir sem virðast vera að standa sig er Reykjavíkurbor, Orkuveitan og Vestmannaeyjabær.

Hallur Magnússon, 5.1.2009 kl. 17:15

5 Smámynd: Benedikt Bjarnason

Gott hjá þér Hallur.

Ég er í þeirri stöðu að vera með lítið iðnfyrirtæki, og þekki því þetta. Byrjaði í febrúar á síðasta ári og er eingöngu að vinna fyrir einstaklinga.

Ákveðin trygging verður að vera á bak við þessi lán gagnvart þeim verkið vinnur. Hann verður að hafa tryggt að lánið sé notað til að greiða honum fyrir útlögðum kostnaði. Þessi lán þyrftu ekki að vera há í öllum tllfellum því margt smátt gerir eitt stórt.

Ég tel víst að þegar birtir til í byggingargeiranum leiti iðnaðarmenn fremur í nýbyggingarvinnu og erfitt geti verið fyrir einstaklinga að fá iðnaðarmenn í smærri verk. Það eru ekki nema eitt til tvö ár síðan sú staða var uppi.

Vinnulaun iðnaðarmanna hafa ekki hækkað neitt í fleiri mánuði en vélar og verkfæri hafa hækkað gríðarlega á síðasta ári, þannig að endurnýjunin er mun dýrari.

Gott mál engu að síður. 

Benedikt Bjarnason, 5.1.2009 kl. 17:56

6 Smámynd: Hallur Magnússon

Það er mjög einfalt að ganga frá því að greiðsla ÍLS á andvirðinu gangi að hluta eða öllu leiti inn á annan reikning en þess sem tekur lánið - þess vegna beint til verktaka.

Hallur Magnússon, 5.1.2009 kl. 18:01

7 identicon

Hallur, ég held þú hafir fengið þess háttar viðbrögð við færslunni þinni að þú ættir að drífa í því að beita áhrfium þínum á gamla vinnustaðnum.  Gætir í leiðinni safnað ansi miklum prikum fyrir Framsókn og það á landsvísu.  Ekki veitir af.  Eru þessar hugmyndir kannski þegar í vinnslu hjá ÍLS?

Einar Áskelsson (IP-tala skráð) 5.1.2009 kl. 18:51

8 Smámynd: Hallur Magnússon

Ég veit ekki hvort verið er að vinna eftir þessum hugmyndum - en ég hef ítrekað kynnt þær á undanförnum vikum.

Hallur Magnússon, 5.1.2009 kl. 19:11

9 Smámynd: Rauða Ljónið

Sæll. Góð hugmynd.

Kv. Sigurjón Vigfússon

Rauða Ljónið, 5.1.2009 kl. 19:20

10 identicon

Sammála þér Hallur þetta er góð hugmynd og atvinnuskapandi. Og sammála þér Benedikt það þarf að vera tryggt að fjármagnið fari í verkið, þekki dæmi þar sem fólk fékk endurbótalán verktakar komu og unnu verkið en enga greiðsluna fengu þeir. Húseigandinn stakk af með greiðsluna.

Guðrún Vestfirðingur (IP-tala skráð) 5.1.2009 kl. 19:39

11 Smámynd: Heimir Ólafsson

Sæll Hallur, þessi hugmynd er góð og brýnt að koma henni í framkvæmd

Heimir Ólafsson, 5.1.2009 kl. 20:27

12 identicon

Sæll Hallur

Þetta er alveg stórsnjöll hugmynd, það er nákvæmlega svona sem við þurfum að hugsa þetta, leita uppi lausnir og koma þeim í framkvæmd.

Sverrir (IP-tala skráð) 5.1.2009 kl. 21:23

13 identicon

Frábær hugmynd. Ég er í fjölbýlishúsi sem virkilega þarfnast aðhlynningar. Atvinnuleysi snertir 2 af 3 íbúðum í húsinu og þar á ferðinni fólk sem ekki myndi slá hendinni á móti vinnu sem það ræður við í svona viðgerð! Nú vonar maður að hér verði hjól atvinnulífs komin á stað aftur eftir 3 ár og fasteignamarkaður að ranka við sér og alveg ljóst að þá verður betra að búa söluhæfu húsi en illa viðhöldnu..

hannes (IP-tala skráð) 5.1.2009 kl. 22:33

14 identicon

Ertu að meina verðtryggð lán. Í byrjun þá bara borgaðar verðbætur og vextir? 

Séra Jón (IP-tala skráð) 5.1.2009 kl. 22:35

15 Smámynd: Hallur Magnússon

Séra Jón.

Ég er að tala um verðtryggð lán sem ekki verði greitt af fyrstu 3 árin. Ekki afborganir af höfuðstól, ekki verðbætur og ekki vextir. 

Að sjálfsögðu verði einnig unnt að taka hefðbundin endurbótalán þar sem menn hefja að greiða af láninu strax og það hefur verið greitt út.

Hallur Magnússon, 5.1.2009 kl. 22:42

16 identicon

http://www.heimilin.is/ 

Við undirrituð skorum hér með á stjórnvöld að hrinda nú þegar í framkvæmd öflugum mótvægisaðgerðum vegna þess alvarlega efnhagsvanda sem íslensk heimili standa nú frammi fyrir.

Við beinum sjónum okkar sérstaklega að húsnæðislánum landsmanna og sjáum ekki aðra leið færa en frekari aðkomu stjórnvalda.

Fjölmargir hafa nú þegar stigið fram fyrir skjöldu og lagt fram ýmsar tillögur að aðgerðum sem stjórnvöld geta gripið til vegna þessara mála. Sem dæmi má nefna að fella niður skuldir og að afnema eða frysta verðtryggingu. Eins hafa fleiri en ein útgáfa af tillögum um endurfjármögnun lána eða skuldbreytingu þeirra litið dagsins ljós.

Skorist stjórnvöld undan íhugum við að hætta að greiða af húsnæðislánum okkar frá og með 1. febrúar 2009.

Þórður B. Sigurðsson (IP-tala skráð) 5.1.2009 kl. 23:57

17 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Hallur.

Ég hef einhvern vegin skilið málið þannig að Íbúðalánasjóður láni aðeins fyrir endurbótum en ekki fyrir viðhaldi. Er þetta rétt og ef svo er hver er þá skilgreininingin á þessum tveimur hlutum hjá Íbúðalánasjóði?

Hvernig er gengið frá svonalöguðu þegar um fjölbýlishús er að ræða?

Sigurður M Grétarsson, 6.1.2009 kl. 00:07

18 Smámynd: Hallur Magnússon

Sigurður.

Skilgreiningin er á þessa leið á vef Íbúðalánasjóðs:


Lánshæfar eru hvers kyns endurbætur á fasteigninni hvort sem er utanhúss eða innan. Til endurbóta getur t.d. talist endurnýjun á raf- og/eða vatnslögnum, þakviðgerðir, málningarvinna, endurnýjun eldhúsinnréttinga og margt fleira.
Athugið að lóðarframkvæmdir eru ekki lánshæfar, þ.m.t. sólpallar, girðingar o.þ.h.

Hallur Magnússon, 6.1.2009 kl. 00:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband