Frístundakort á frístundaheimili mikilvæg búbót í kreppunni

Það er afar jákvætt í núverandi efnahagsástandi að foreldrar í Reykjavík geti greitt fyrir dvöl barna sinna á frístundaheimilum með frístundakortinu, sem mætti kalla Framsóknarkortið þar sem Framsóknarflokkurinn stóð fyrir innleiðingu þess.

Vinstri grænir í borgarstjórn hafa lagt áherslu á að unnt sé að nota frístundakortin fyrir frístundaheimilin og eiga heiður skilið fyrir legg

Það er gott að borgarráð náði saman um þessa tillögur Vinstri grænna og ber það vott um breytt vinnubrögð í borginni frá því sem áður var. Nú er áhersla lögð á samvinnu og samstarf meirihluta og minnihluta. Á grunni þess hefur náðst betri árangur á flestum sviðum, þó að sjálfsögðu séu ákveðin mál þar sem ágreiningur er það mikill að ekki næst sameiginleg niðurstaða.


mbl.is Hægt að greiða vistun á frístundaheimili með frístundakorti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

ehrmm... heyrist mér sem að hér sé verið að lofsyngja Vinstri Græna?  Eina sem kemur í veg fyrir að VG mótmæli þessu harðlega er að þeir áttu óvart hugmyndina.  Þannig að fréttin í þessu er að VG skuli hreinlega hafa náð að samþykkja eitthvað sem hinir flokkarnir setja fram!

Þetta er vonandi vottur um breytt vinnubrögð frá VG.  Vonandi verða þeir tilbúnir að samþykkja eitthvað annað, jafnvel eitthvað sem kemur ekki úr þeirra herbúðum.  Húrra fyrir því!

Funi (IP-tala skráð) 5.1.2009 kl. 11:56

2 identicon

Það er nú gott og blessað ef vinstri grænir eru farnir að spila með. Þetta hefur kannski verið áramótaheit  hjá þeim

Guðrún Vestfirðingur (IP-tala skráð) 5.1.2009 kl. 13:18

3 Smámynd: Hallur Magnússon

Funi.

Það var borgarráð sem samþykkti tillögu Vinstri grænna

Hallur Magnússon, 5.1.2009 kl. 14:16

4 identicon

Já nákvæmlega.  Fréttin er að VG hafi samþykkt eitthvað!  Voru semsagt með tillögunni.

Funi (IP-tala skráð) 5.1.2009 kl. 20:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband