Bardaginn á Borginni - Hobbiti segir frá!
3.1.2009 | 12:18
Bardaginn á Borginni þegar grímklæddir "mótmælendur" sem ekki þora að mótmæla í eigin persónu - enda markmið "mótmælanna" hjá sumum þeirra skemmdarfýsn og ósk um slagsmál - réðust að starfsmönnum Stöðvar 2 og eyðilögðu sjónvarpsbúnað - verður væntanelga hafður í minnum.
Ég rakst á frábæra frásögn Eyþórs Árnasonar leikstjórar og hins frábæra sviðsstjóra hjá Stöð 2 - á blogginu hans. Frásögn sem á erindi við alþjóð.
Í frásögninni segir meðal annars:
"Það er kannski tilgangslaust að lýsa bardaganum. Hann er að mestu til á myndbandi. En það sem ekki sést vel er hvernig manni leið. Inni í sér. Það er best að taka það fram í byrjun að bardagi er kannski ekki rétta orðið. Hnoð, nudd eða stimpingar eru kannski réttari orð. Og hróp og köll. Sennilega rosalegur hávaði. Svolítið eins og í réttum. Stóðréttum. Og þó, þetta var líkara því að kljást við kálfa. Samt leið manni eins og þetta væri stríð. Þarna vorum við í byrjun fjórir drengir. Fjórir litlir hobbitar og móti okkur streymdi her. Her af svörtu andlitslausu fólki. Andlitslausir Orkar. Og það var svo skrítið að ég sagði ekki neitt. Gat ekki sagt neitt. Hafði ekkert að segja við andlitslaust fólk. Orka. Og við tókumst á..."
Sagan öll er á blogginu hans Eyþórs - og ég hvet ykkur til að lesa hana í heild:
Kryddsíld - Bardaginn á Borginni
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
ertu farinn að kalla pakkið mótmælendur Halli ?
Óskar Þorkelsson, 3.1.2009 kl. 12:32
Engar skemmdir á tækjum Stöðvar 2
Helgi J. Hauksson, ljósmyndari Nei., hafði samband við Stöð 2 til að taka myndir af skemmdum búnaði hjá Stöð 2 en fékk þau svör að búið væri að gera við snúrurnar, aðrar skemmdir hefðu ekki orðið.
Sigmundur Ernir Rúnarsson, fréttamaður, virðist að óathuguðu máli hafa kosið að skrökva til að hækka dramatíska veðið í frásögn af atburðum gamlársdags er hann hélt því fram í útsendingu á staðnum að þar hefði orðið milljónatjón á tækjabúnaði. Daginn eftir dró forstjóri 365 miðla, Ari Edwald, þá dulu yfir orð Sigmundar að segja milljónatjón hafa orðið í auglýsingatekjum og slíku. Kannski í viðskiptavild.
Nýjasta frétt fjölmiðla í eigu 365 miðla af atburðunum er sú að þriggja milljón króna tekjutap hafi orðið af mótmælunum, ekki tjón á tækjum eins og Sigmundur Ernir sagði ósatt um, heldur tekjutap – meðal annars hafi álrisinn Rio Tinto hætt við að styrkja útsendinguna sem féll niður. Væntanlega er hægt að reikna með sömu nákvæmni þær tekjur sem stöðin hefur haft af áhorfi auglýsinga kringum fréttaflutning af mótmælum til þessa, leggja debet við kredit og gera svo upp með vorinu.
Eftirfarandi bloggaði Sigmundur Ernis, 15. desember, um það þegar ritstjóri DV varð uppvís að ósannindum í þágu útgáfufyrirtækisins og eigenda þess:
http://blogg.visir.is/mannamal/?p=546
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 3.1.2009 kl. 12:45
Það er glöggt sjónvarpsaugað hjá Halli. Búinn að greina skemmdarfýsn og slagsmálahvatir hjá fólki sem er ekki lengur í eigin persónu þegar það setur klút fyrir vitin.
Reyndar sá ég líka slagsmálahvatir í sjónvarpi, en þær voru hjá sjálfstæðismanni sem dulbýr sig sem hagfræðing hjá Seðlabankanum.
Pistill Eyþórs er hrein snilld. Hann talar ekki eins illa um þá hettuklæddu og þú, en hann var jú á staðnum.
Sigurður Ingi Jónsson, 3.1.2009 kl. 13:08
Óskar!
Innan gæsalappa
Hallur Magnússon, 3.1.2009 kl. 15:50
Þú ættir að verða þér út um myndir af þessum atburði sem þú vitnar í Hallur, því upplifun manna er misjöfn.
Magnús Sigurðsson, 3.1.2009 kl. 15:56
Sigurður Ingi!
Þótt ég hafi ekki verið í hasarnum á Borginni - þá hef ég séð þetta lið í aksjón.
Það ber bara vott um aumingjaskap þegar þessir krakkar fela andlit sín - geta ekki staðið og mótmælt í eigin persónu - einungis í felum! Það sem verra er að hluti þessara krakka er einungis að leita eftir "fæting" þótt það haldi öðru fram.
Líttu til dæmis á gott blogg Salvarar Gissurardóttur : Skríllinn mun eiga síðasta orðið http://salvor.blog.is/blog/salvor/entry/760464/
Hallur Magnússon, 3.1.2009 kl. 15:56
Pistillinn hennar Salvarar hefst svona:
"Ég varð fyrir miklum hótunum um ofbeldi frá tveimur mótmælendum á gamlársdag, hótunum sem voru aggressívar og ruddalegar."
Það er nú bara staðreyndin!
Hallur Magnússon, 3.1.2009 kl. 15:58
Nákvæmlega Ásthidur, Sigmundur gerði í brækurnar og augljóst að hann ætti í það minsta að biðjast afsökunnar og hvað á að segja um árásir hans á Egil Helgason
Sævar Finnbogason, 4.1.2009 kl. 13:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.