Ég hef þá ekki verið enn oftar seinn en ég hélt!

Ég hef þá verið enn oftar seinn en ég hélt!

"Þeir, sem bíða eftir því að skála fyrir nýju ári, eiga eftir að verða fyrir dálitlum vonbrigðum og þó. Ástæðan er sú, að nýtt ár gengur ekki í garð þegar klukkan slær tólf á miðnætti, heldur einni sekúndu síðar.

Hlaupár er á fjögurra ára fresti eins og allir vita en hlaupsekúndum er hins vegar bætt við eftir þörfum. Það verður nú í 24. sinn síðan sá háttur var tekinn upp árið 1972. Það er vegna þess, að tíminn er annars vegar mældur af atómklukku, sem skeikar innan við milljarðasta úr sekúndu á degi hverjum, og hins vegar af  snúningi jarðar um eigin öxul. Misræmið stafar af því, að snúningurinn er óreglulegur og það er margt, sem hefur áhrif á hann, m.a. þyngdarafl sólar og mána, sjávarföllin, sólvindar, geimryk og segulstormar. Jafnvel loftslagsbreytingarnar margumtöluðu hafa sín áhrif vegna þess, að heimskautaísinn minnkar."


mbl.is Áramótunum seinkar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hallur!

 Það er lítið sem okkur leggst til þessa daganna. 2008 líka lengra en önnur ár einsog flestir séu ekki búnir að fá nóg af því.

Hörður Már Karlsson (IP-tala skráð) 30.12.2008 kl. 14:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband