Jóhanna með góða jólagjöf til atvinnulausra
24.12.2008 | 10:56
Jóhanna Sigurðardóttir er með góða jólagjöf til atvinnulausra með því að flýta hækkun atvinnuleysisbóta þannig að hækkun bótanna verður strax 1. janúar í stað 1. mars. Þetta skiptir miklu fyrir þann fjölda fólks sem misst hefur vinnuna að undnförnu.
Ég er ánægður með minn hlut í að Reykjavíkurborg hækkaði hámarksfjárhæð fjárhagsaðstoðar og heimildargreiðslna vegna barna. Á fundi Velferðarráðs sem ég stýrði í fjarveru formanns ráðsins lagði ég til að Velferðaráð í heild bókaði sameiginlega áskorun á aðgerðarhóp borgarráðs vegna fjárhagsáætlunar um slíka hækkuna..
Aðgerðarhópurinn tók tillit til þessa - og hækkaði framlög til fjárhagsaðstoðar. Það mun vinandi koma þeim sem verst eru staddir vel.
Flýta hækkun atvinnuleysisbóta | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Það var verið að tilkynna pabba gamla skerðingu á örorkubótum hans.. með kveðju og gleðileg jól.
Óskar Þorkelsson, 24.12.2008 kl. 11:14
Úbbs!
Hallur Magnússon, 24.12.2008 kl. 17:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.