Munið Herópið fyrir jólin!

Hjálpræðisherinn er ein þeitta samtaka sem vinnur mikið og óeigingjarnt starf fyrir þá sem minna mega sín í samfélaginu. Það eru margir sem leita til Hersins um jól og borða þar jólamáltíðina.

Þá rekur Hjálpræðisherinn dagsetur fyrir útigangsfólk út á Granda.

Þetta kostar allt peninga þótt mest af starfinu sé unnið í sjálfboðavinnu.

Blaðið Herópið er ein fjáröflun Hjálpræðishersins.

Munum að kaupa Jólaherópið! Það verður væntanlega enn til sölu á morgun - þegar við þeytumst um og reddum því sem við gleymdum að kaupa inn fyrir jólahátíðarnar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Þorkelsson

þetta er eina hjálparstofnunin sem ég styrki.. 

Óskar Þorkelsson, 24.12.2008 kl. 00:09

2 identicon

Það er gott að geta látið af hendi rakna og styrkja hjálparsamtök.

Oft var þörf en nú er nauðsyn. 

Og þeir sem eiga um sárt að binda, endilega teygið ykkur strax í hjálpina, enginn er minni maður fyrir það.

Hákon Jóhannesson (IP-tala skráð) 24.12.2008 kl. 00:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband