Það vildi Valgerður líka!

Það vildi Valgerður líka - en lét undan Sjálfstæðisflokknum illu heilli. Framsóknarmaðurinn Obama þarf hins vegar ekki að dröslast með Sjálfstæðisflokkinn - og mun því væntanlega efla eftirlit með fjármálastofnunum í Bandaríkjunum.

Það er soldið framsóknarlegt - ekki satt?


mbl.is Vill efla eftirlit með fjármálastofnunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Það er soldið framsóknarlegt - ekki satt?

Nei alls ekki.. enda sölsuðu fyrrverandi ráðamenn framsóknar undir sig hvern bankann á fætur öðrum og sneru þessu þjóðfélagi við..  

Óskar Þorkelsson, 18.12.2008 kl. 22:18

2 Smámynd: Hallur Magnússon

Þetta er nú ekki alveg sannleikanum samkvæmt Óskar minn - en látum það liggja milli hluta

Hallur Magnússon, 18.12.2008 kl. 22:22

3 Smámynd: Baldur Hermannsson

Því miður er þetta einmitt formúlan fyrir góðu hjónabandi - að láta undan frekjunni í makanum.  Íhaldið átti heldur aldrei að samþykkja kröfu Framsóknar um 90% lán til íbúðakaupa en gerði það nú samt - þrátt fyrir ákafar viðvaranir hagspekinga.

Baldur Hermannsson, 18.12.2008 kl. 22:25

4 identicon

  Var þetta ekki bara kaup kaups eins og allt annað sem fór á milli ykkar framaranna og íhaldsins. Þarna hefur Valgerður ekki einu sinni þurft að vera hörð þetta kom báðum flokkum vel að fme var óvirkt.

Hörður Már Karlsson (IP-tala skráð) 18.12.2008 kl. 22:30

5 Smámynd: Hallur Magnússon

Baldur.

Það var ekkert að 90% lánunum  til kaupa á hóflegu húsnæði. Enda komust þau aldrei í raunverulega framkvæmd. Reyndar var miklu frekar hætt með 90% lán Íbúðalánasjóðs sumarið 2004 - en fram að því hafði um þriðjungur lánanna verið 90% lán gegnum viðbótarlánin.

Raunveruleg 90% lán á árinu 2005 voru um 40 minnir mig - en höfðu verið rúmlega 1000 árið 2003 minnir mig.

Kveðja

Hallur

Hallur Magnússon, 18.12.2008 kl. 22:45

6 Smámynd: Gísli Ingvarsson

Betra er seint en aldrei. Hver trúir því svosem að FME hafi ekki getað haft eftirlit í lagi. Það var bara ekki áhugi á því á þeim bæ. En í guðsbænum setjiði lög á lög ofan og lög um það að farið sé eftir þeim. Það þarf að vera heili og heilindi til að lög virki.

Gísli Ingvarsson, 18.12.2008 kl. 22:46

7 Smámynd: Hallur Magnússon

rúmlega 3000 ætlaði ég að segja - reyndar 3338

Hallur Magnússon, 18.12.2008 kl. 22:50

8 Smámynd: Einar Sigurbergur Arason

Hallur, ég hef svolítið gullfiskaminni þannig að ég man ekki alveg hvernig þetta var með 90% lánin. Geturðu gefið smá-ágrip af samhenginu?

Var það ekki 2003 sem þetta var kosningaloforð hjá okkur?

Þessi 3338 lán árið 2003, voru þau samkvæmt reglubreytingum frá Árna Magnússyni, eða voru engar breytingar komnar í framkvæmd?

"..fram að því hafði um þriðjungur lánanna verið 90% lán gegnum viðbótarlánin" - síðan hvenær voru þessi viðbótarlán, voru þau síðan 2003 eða síðan löngu áður?

Þú segir líka að 2005 hafi raunveruleg 90% lán verið líklega 40, en hætt hafi verið með þau sumarið 2004 - ári áður. Skýrðu þetta betur.

Einar Sigurbergur Arason, 19.12.2008 kl. 00:43

9 Smámynd: Hallur Magnússon

Kosningaloforð var 2003.

Kosningaloforðið fólst í því að fólk gæti fengið ALLT að 90% lán til kaupa á hóflegri íbúð - sem var skilgreint sem 3-4 herbergja íbúð í útfærslunni. Það yrði gert í skrefurm á kjörtímabilinu og í takt við efnahagsástandið.

Hugmyndin sú að allir ættu rétt á eðlilegu láni til grunnhúsnæðisþarfar. Ef um stærra húsnæði væri að ræða yrði fólk að fjármagna mismun hámarksláns sem miðast við kaup á hóflegri íbúð - og kaupverði stærri íbúða - annars staðar en hjá ÍLS

Viðbótarlán ÍLS voru 90% lán. Þau lán voru til þeirra sem féllu undir ákveðin tekju og eignamörk. Þau voru innleidd af Páli á Höllustöðum árið 1999. Þau voru peningalán - ekki húsbréfalán. Viðbótarlánin voru ekki takmörkuð af brunabótamati - heldur tóku mið af kaupverði.

rúmlega 30% lána ÍLS voru með viðbótarláni - semsagt raunveruleg 90% lán.

Þegar breytingar voru gerðar á húsbréfakerfinu sumarið 2004 og undirbúningur að stighækkandi lánum sem enda skyldu í 90% vorið 2007 - þá var hætt með viðbótarlánin. Hin nýju lán gátu takmarkast við brunabótamat.

Áður en unnt var að innleiða 90% lánin - sem gert var ráð fyrir í ljósi efnahagsástandsins yrðu innleidd hægar - þau kæmu inn síðari hluta árins 2006 og fyrri hluta ársins 2007 þegar færi að draga úr efnahagslegum áhrifum stækkunar álversins í Hvalfirði og framkvæmda fyrir austan - og myndu því tryggja mjúka lendingu efnahagslífsins - þá komu bankarnir og sprengdu allt í loft upp með því á nánast einni nóttu að helminga vexti fasteignatryggðra lána - og bjóða allt að 100% lán.

Það setti fasteignamarkaðinn á hvolf  - og rústaði efnahagslífinu.

Það voru bankarnir en ekki 90% lán Framsóknarflokksins sem gerðu það.

Þegar bankarnir voru hvort eð er komnir með 100% lán - án hámarskláns og voru búnir að dæla út 180 milljörðum í nýju fjármagni inn á fasteignamarkaðinn - þá - í desember 2005 - samykkti Alþingi heimild til þess að ÍLS veitti 90% lán. Þótt upphafleg áætlun væri að innleiða þau lán í skrefum - þá ´skipti það engu máli til eða frá - efnahagsleg rök höfðu ekki lengur neitt með málið að gera þar sem bankarnir lánuðu allt að 100% lán- án hámarksfjárhæðar.

Áhrif harkarlegrar innkomu bankanna á fasteignamarkað varð til þess að fasteignaverð hækkaði von úr viti og var langtum hærra en brunabótamat.  Það varð til þess að 90% lán ÍLS urðu aldreið 90% - því þau takmörkuðust af brunabótamati - og hámarsklánið var svo lágt að ´það náði yfirleitt ekki 90% af kaupverði.

90% lánin skiptu því fyrst og fremst málið út á landsbygggðinni - þar sem bankarnir vildu hvort eð er ekki lána.

Svo er nú það!

Það er nokkuð ljóst að ótímabærar skattalækkanir Sjálfstæðisflokksins höfðu miklu meiri efnahagsleg áhrif en 90% lán Framsóknar!

Hallur Magnússon, 19.12.2008 kl. 08:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband