Heiðarleiki Framsóknarþingmanna of stór biti fyrir Fréttablaðið?
17.12.2008 | 19:42
Var heiðarleiki Framsóknarþingmanna of stór biti fyrir Fréttablaðið?
Var það of góð útkoma að allir nema einn þingmaður Framsóknarflokksins svöruðu spurningum Fréttablaðsins um um styrki til þeirra vegna prófkjara?
Er það ástæðan fyrir því að Fréttamaður "gleymdi" að telja fram svar hins unga og efnilega nýja þingsmanns Framsóknarflokksins - Eygló Harðardóttur?
Reyndar er það athyglisvert að það er nú staðfest að 6 af 7 þingmönnum Framsóknarflokksins svaraði spurningum blaðamanns um styrki sem þeir hefðu mögulega þegið vegna prófkjörsbaráttu - á meðan einungis 7 af 18 þingmönnum Samfylkingar svara spurningunni - en sá Samfylkingin hefur víða á blogginu verið sökuð um að þiggja fé af Baugi og þeim sem að því ágæta fyrirtæki standa - og einungis 2 af 25 þingmönnum Sjálfstæðisflokksins svara spurningunni!
Hverjir ætli hafi fjármagnað prófkjörskostnað þingmanna ríkisstjórnarflokkanna Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar?
Það fáum við greinilega ekki að vita!
Aftur að svarinu sem blaðamaður Fréttablaðsins "gleymdi". Á vefsíðu Eyglóar birtir hún tölvupóst sinn til blaðamannsins:
From: Eygló Þóra Harðardóttir
Sent: 5. desember 2008 10:53
To: jse@frettabladid.is
Subject: Svar við fyrirspurn
Sæll Jón,
hér er svarið mitt:
Prófkjörsbarátta mín í Suðurkjördæmi kostaði á milli 700-800 þús. kr. Ég greiddi sjálf stærsta hluta kostnaðarins auk þess sem fjölskylda mín studdi mig fjárhagslega. Lítill hluti kom frá einstaklingum og fyrirtækjum mér ótengd, eða innan við 100 þús. kr.
bkv. Eygló
-------------------
Eygló Harðardóttir
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:45 | Facebook
Athugasemdir
Það er gott ef þingmenn geta sagt satt og rétt frá. Það hefur lengi loðað við samfylkinguna hverjir styðja hana, enda vilja þeir ekkert um það tala. Það muna allir hvað Ingibjörg Sólrún var ákveðin í að fella fjölmiðlalögin ásamt forseta vorum.
Guðrún Vestfirðingur (IP-tala skráð) 18.12.2008 kl. 08:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.