Framsóknarmaðurinn strax kominn á kaf í umbætur!
16.12.2008 | 23:32
Framsóknarmaðurinn Barack Obama verðandi forseti Bandaríkjanna er þegar komin á fullt í úrbætur - ekki veitir af. Í dag lagði hann grunn að umbótum í bandaríska skólakerfinu, en í gær gerbreytti hann stefnu Bandaríkjamnna í loftlagsmálum til hins betra!
Boðar umbætur í menntamálum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Ætlar framsóknarmaðurinn fyrir vestan að virkja fyrir áli Hallur?
Kveðja,
Ómar Geirsson, 16.12.2008 kl. 23:43
Kemst ekkert að hjá þér annað en ál, Ómar?
Hallur Magnússon, 17.12.2008 kl. 00:02
Hvað hefur aumingja Obama gert af sér til að verðskulda að vera uppnefndur framsóknarmaður.
Þorvaldur Guðmundsson, 17.12.2008 kl. 00:39
Mér sýnist Obama lofa ansi miklu, byltingu í nánast öllum málaflokkum. Samt hafa kjósendur hans verið varaðir við að búast við of miklu of snemma. Populismi er stundum beittasta vopn stjórnarandstæðinga en ætli Obama sé ekki enn búinn að átta sig á að hann er að verða forseti eftir ca. mánuð?
Gunnar Th. Gunnarsson, 17.12.2008 kl. 05:46
Er Obama framsóknarmaður???? Ég held hann væri krati.
Heidi Strand, 17.12.2008 kl. 07:57
Ja hérna það er eins gott að þú sérð ekki um að titla fólk í símaskránni það yrðu allir framsóknarmenn OMG
Guðrún Vestfirðingur (IP-tala skráð) 17.12.2008 kl. 08:27
Hallur þú ert alltaf sami brandarakalilnn. Hvað er þetta annars með loftlagsmálin? Er að hlýna? Eða kólna? Hvað heldur þú Hallur?
Birgir Þór Bragason, 17.12.2008 kl. 08:33
Já, elskurnar mínar!
Obama er Framsóknarmaður. Framsóknarflokkurinn og Demókrataflokkurinn í Bandaríkjunum eru systurflokkar og starfa saman í Liberal International - samtökum frjálslyndar flokka.
Í Bretlandi er systurflokkurinn Frjálslyndir demókratar.
Systurflokkur Samfylkingarinnar í Bretlandi er hins vegar Verkamannaflokkurinn - en helsta framlag leiðtoga hans - Gordon Brown kollega Ingibjargar Sólrúnar - gagnvart Íslendingum er að sparka í þá af fullum krafti og beita gegn þeim hryðjuverkalögum.
Efast um að Framsóknarmanninum Obama myndi detta slíkt í hug - þótt "Samfylkingarmanninum" Brown þyki það sniðugt!
Hallur Magnússon, 17.12.2008 kl. 09:08
Blessaður Hallur.
Jú reyndar en ég hef dálitlar áhyggjur af flokknum mínum.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 17.12.2008 kl. 09:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.