Ritstjóri DV að taka við þjálfun Fylkis í handbolta?
16.12.2008 | 21:33
Hélt fyrst að Reynir Traustason fyrrverandi sjómaður - eins og ég (reyndar ekki nema þrjú sumur - eitt jólafrí og tvö páskafrí) - og núverandi og næstum fyrrverandi ritstjóri DV væri að taka við þjálfun Fylkis í handbolta. Fannst það ekki klókt af Fylkismönnum - því þótt Reyni Trausta sé margt til lista lagt - þá vissi ég ekki til að handbolti væri ein af sterkum hliðum Reynsi Trausta!
Ástæðan fyriþessu var náttúrlega mynda af Reyni sem aðeins neðar á síðunni - en var reyndar við fréttina: Reynir biðst afsökunar !
Reyndar hélt ég að það væri ekki heldur sterkast hlið Reynis Traustasonar að biðjast afsökunar!
En þegar ég hugsaði málið aðeins lengra - þá held ég að hinn frábæri Víkingur - Reynir Þór Reynisson - sem er að taka við þjálfun Fylkis - gæti styrkt þjálfarateymið verulega með Reyni Trausta - því hann er soddan baráttujaxl!
Þótt hann hafi verið tekinn í bólinu með eigin bragði af "litla blaðamanninum" - og beðist afsökunar opinberlega - þá gefur hann ekkert eftir í vörninni - hvað þá sókninni!
Reynir tekur við þjálfun Fylkis | |
Tenging við þessa frétt hefur verið rofin vegna kvartana. |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Athyglisverð hugmynd hjá þér Hallur. Sérstaklega ef hann tæki eigendur DV með sér og leyfði þeim að ráða hvernig liðið spilaði.. Steinliggur (þá líklegast í netinu):
Einar Áskelsson (IP-tala skráð) 16.12.2008 kl. 21:39
Hallur gamli Árbæingur að þú sért að leggja Reyni Trausta við Fylkisliðið er hneysa ! En þetta var bara rangur misskilningur !
Óþekki embættismaðurinn, 17.12.2008 kl. 12:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.