Ingibjörg Sólrún vinnur gegn aðildarumsókn að ESB og styrkir Davíð Oddsson!
13.12.2008 | 21:12
Ég sé ekki betur en Ingibjörg Sólrún - sem segist vilja aðilarviðræður við ESB - sé vísvitandi að vinna gegn aðildarumsókn með því að ögra Sjálfstæðismönnum sem voru um það bil að breyta um kúrs í Evrópumálum!
Veit um marga sem munu hanga á stefnunni gegn ESB eins og hundar á roði - þótt þeir telji í hjarta sínu að það eigi að ræða við ESB. Þedir munu hins vagar aldrei láta " h.... kerlinguna!" eins og ég heyri marga Sjálfstæðismenn kalla Ingibjörgu Sólrúni - segja sér fyrir verkum!
Hvað gengur Ingibjörgu til?
Ljóst að hún var að styrkja stöðu Davíðs Oddssonar og fylgismanna hans.
Trúir Ingibjörg því virkilega að Evrópumálin muni kljúfa Sjálfstæðisflokksins og Evrópuhlutinn - muni ganga til liðs við Samfylkinguna?
Hótaði formaður Samfylkingar stjórnarslitum? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:07 | Facebook
Athugasemdir
Hallur minn....mikið ertu stundum dularfullur í greiningum þinum
Jón Ingi Cæsarsson, 13.12.2008 kl. 21:20
Þetta skiptir engu máli því það verður kosið í vor og þá munu ESB flokkarnir ryðja burtu afturhaldsöflum sjálfstektarinnar.
Óskar Þorkelsson, 13.12.2008 kl. 21:23
Takk þar komstu loks með sönnun fyrir því að sjálfstæðismenn eru eins og óþroskuð börn! Ef þeim er sagt að eitthvað sé bannað þá verða þeir að gera það og ef það er sagt að það sé leyfilegt þá gera þeir það aldrei haha.
Kreppa Alkadóttir., 13.12.2008 kl. 21:24
Styrkja stöðu Davíðs ? hvernig þá ?
hilmar jónsson, 13.12.2008 kl. 21:33
Kannski ISG hafi einmitt ekki verið svo klók með orðum sínum. Kannski aðeins of fljót á sér. Hver veit nema nú sé kominn tími til að XD og XB gangi í eina sæng að loknum landsfundi eða fyrr. Geir hefur ennþá umboðið og það eru allmargir Sjálfstæðismenn sem gjarnan vilja losna út úr þessu stjórnarsamstarfi og búnir að fá alveg nóg!
Vilborg G. Hansen, 13.12.2008 kl. 21:58
Ingibjörg Sólrún gerði bara rétt með því að skerpa línurnar
Ágreiningur stjórnarflokkanna í Evrópumálum lá fyrir og var marg undirstrikaður við myndun núverandi ríkisstjórnar. Það er öllum ljóst. Jafnframt er öllum nú ljóst að staðan er gjörbreytt. Samfylkingin var tilbúin að leggja sínar áherslur til hliðar, um stundarsakir, til að unnt væri að mynda sterka stjórn á Íslandi. Það tókst - en svo hrundi allt.
Mér finnst mjög eðlilegt að Ingibjörg Sólrún tali með skýrum hætti um það sem hún sér framundan. Annað hvort vill hún vinna með Geir og hans liði eða ekki. Hún er ekkert að stilla neinum upp við vegg. Það liggur einfaldlega fyrir nú að ef Sjálfstæðismenn halda afstöðu sinni til Evrópusambandsaðildar óbreyttri - þá vill Samfylkingin ekki vinna með þeim lengur. Skýr og eðlileg afstaða. Þá kjósum við að nýju og myndum aðra stjórn. Er það ekki það sem almenningur vill?
"Getur það verið að formanni Samfylkingarinnar þyki eðlilegt og málefnalegt að sjálfstæðismenn taki afstöðu til aðildar að Evrópusambandinu undir þeirri hótun að komist þeir ekki að niðurstöðu sem er öðrum stjórnmálaflokkum og stjórnmálamönnum sem ekkert hafa með málefni Sjálfstæðisflokksins að gera ekki þóknanleg þá sé ríkisstjórnarsamstarfi Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar sjálfhætt? Ég vona að formaður Samfylkingarinnar hafi sagt meira en hún ætlaði sér í viðtalinu í morgun," segir Sigurður Kári.
Þessi orð er skelfilega barnaleg. Sjálfstæðismenn taka bara sína afstöðu, hvort sem hún rýfur stjórnina eða ekki. Ef aðstaða þeirra leiðir til stjórnarslita, þá verður svo að vera. Geir segist ekki óttast dóm kjósenda. Fimmti hver kjósandi (20%) hallast að Sjálfstæðisflokknum um þessar mundir samkvæmt könnunum. Sem er frábær árangur eftir 17 ár í stjórn og öll helstu stefnu- og áhugamálin gjörsamlega hrunin.
Ingibjörg Sólrún gerði bara rétt með því að skerpa línurnar.
Björn Birgisson, 13.12.2008 kl. 22:08
Jón Ingi!
Dularfullur? Hélt ég væri frekar einfaldur!
Kreppa!
Ekki ætla ég að kommentera á staðhæfingu þína um aað sjálfstæðismenn séu eins og óþroska börn.
Hilmar!
Solla styrkir Davíð og þá sem vilja ekki ESB með þessu kommenti tínu, Ekki gleyma fortíð Davíðs og Sollu í borgarstjórn!
Ægir!
Já, það að segja satt getur verið hótun.
Björn!
Eflaust er í mér laugardagur - en ég efast ekki um "loksins" staðfestu Sollu - en staðfestan er hótun gagnvart íhaldinu fyrir það. Hvort sem hún kemur fram á laugardegi eða mánudegi.
Vilborg!
Já, kannske!
Hallur Magnússon, 13.12.2008 kl. 22:12
Björn Birgis!
Það getur meira en verið að Solla hafi gert rétt með því að skerpa stöðuna! Ekki ætla ég að væla yfir því. Hins vegar er ég ekki viss um að það hafi verið pólitíkst klókt af henni!
Hallur Magnússon, 13.12.2008 kl. 22:14
Sæll Hallur!
Mannlega mjög klókt! - Eru pólitísk klækindi þér ofarlega í huga eins og staðan er í dag?
Björn Birgisson, 13.12.2008 kl. 22:30
Sæll Hallur. Vandræði Samfylkingarinnar síðustu daga og sú staða að mælast nú minni flokkur en höfuðandstæðingurinn VG urðu til þess að ISG ákvað að spila þessu fram. Árangurinn verður líklega sá að þjappa Sjálfstæðismönnum saman.
Eyþór Laxdal Arnalds, 13.12.2008 kl. 22:37
Þetta er upphafið að endinum hjá ISG. Og já Björn kannski þá bara gott að hún skerpti á þessu og tók af skarið. Við Sjálfstæðismenn þurfum þá ekkert að vera að velta þessu samstarfi fyrir okkur meir. Björn þú verður að athuga að það er ekki sjálfgefið að það verði kosningar þó Samfó og Sjálfstæðismenn hætti sínu samstarfi. þú ert alveg að fatta það, er það ekki?
Vilborg G. Hansen, 13.12.2008 kl. 23:22
Þetta er innantóm hótun hjá ISG hennar eigin flokksmenn voru orðnir henni svo reiðir að hún þurfti að gera eitthvað til að friða þá. Hún slítur engu samstarfi
Guðrún Vestfirðingur (IP-tala skráð) 13.12.2008 kl. 23:50
Eyþór........ég myndi hafa meiri áhyggjur af fylgi sumra annarra
"Kannski ISG hafi einmitt ekki verið svo klók með orðum sínum. Kannski aðeins of fljót á sér. Hver veit nema nú sé kominn tími til að XD og XB gangi í eina sæng að loknum landsfundi eða fyrr. Geir hefur ennþá umboðið og það eru allmargir Sjálfstæðismenn sem gjarnan vilja losna út úr þessu stjórnarsamstarfi og búnir að fá alveg nóg!"
Það væri pólitískt sjálfsmorð fyrir báða flokka. En kanski á bara að sitja til að sitja. Ef þessari þjóð langar ekki í einhverja stjórn þá er það gamla stjórnin sem sat hér í 12 ár.
Stundum skil ég ekki hvað sumir sjálfsæðismenn geta misst sig yfir ESB. Hvar er lýðræðisástin? Afhverju er þjóðinni ekki leyft að taka afstöðu í þessu stóra máli? Eða veit Sjálfstæðisflokkurinn kanski betur en þjóðin?
Séra Jón (IP-tala skráð) 14.12.2008 kl. 00:54
ISG er ekki "dularfull" í sínum yfirlýsingum, eins og embættismaður Seðlabankans sem heitir Davíð!
...vitna svo í jonas.is...
13.12.2008
Klofvega á gjánni
Undir niðri glímir Samfylkingin við óleysanlegan vanda. Kannanir sýna hver á fætur annarri, að helmingur stuðningsfólks hennar styður ekki ríkisstjórn Ingibjargar Sólrúnar. Styður hins vegar málstað fundarmanna á borgara- og útifundum. Því lengur sem Samfylkingin er í ríkisstjórn með Sjálfstæðinu þeim mun biturra verður ástandið. Hún ber ábyrgð á hinu manngerða hruni, af því að ríkisstjórnin öll var þar að verki. Hún ber ábyrgð á brunavörzlu brennuvarga. Hún ber ábyrgð á viðvarandi stuldi úr ríkisbönkunum. Ingibjörg Sólrún hlustar ekki á gagnrýni. Samfylkingin stendur því klofvega á gjánni.
Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 14.12.2008 kl. 01:40
Ertu hissa á því, Hallur, að Ingibjörgu bresti stjórnvizku?!
Svo langar mig að spyrja "séra Jón" hér á undan og nota til þess rammann af hans eigin orðalagi:
Hvar er lýðræðisástin? Af hverju er þjóðunum ekki leyft að taka afstöðu í stóru málunum? Eða veit Brysselvaldið kannski betur en þjóðirnar?
Þessa spyr ég að gefnu tilefni, sbr. eftirfarandi sem lesa má í grein eftir hinn frábæra bloggara Gunnar Rögnvaldsson (Hvað þarf til þess að drepa nýju stjórnarskrá Evrópusambandsins?):
Jón Valur Jensson, 14.12.2008 kl. 01:42
Jón Valur...þú ert óskiljanlegur?
Hvað með Norðmenn og öll atkvæði þeirra...aftur og aftur, gegn ESB?
Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 14.12.2008 kl. 02:02
Anna: Málið er að lýðræðislegar kosningar eiga sér stað með reglulegu millibili. ESB lýðræði virkar hinsvegar þannig að ef kosið er vitlaust er kosið aftur. Sé hinsvegar kosið rétt er sú niðurstaða látin gilda endalaust.
Ef að menn eru heilir í því að krefjast ESB kosninga í nafni lýðræðis þá ætti einnig að fylgja sú krafa að verði aðild sambandinu samþykkt þá þurfi að endurnýja hana í þjóðaratkvæðagreiðslu með reglulegu millibili.
Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 14.12.2008 kl. 03:01
Já, nauðsynleg tillaga, Hans.
Þegar Hans segir "ef kosið er vitlaust" og seinna: "Sé hinsvegar kosið rétt", þá hefði ég haft orðin "vitlaust" og "rétt" innan gæsalappa, því að þannig meinar hann þetta og beinir þeim broddi að "rétthugsunar"stefnu EB.
Anna, ert það ekki þú, sem ert óskiljanleg? Norðmenn og atkvæðin þeirra eru auðvitað vitnisburður um stefnu þjóðfélags gegn EN-innlimun (og það ekki sízt af ástæðum, sem við þurfum að horfa til, vegna sjávarútvegsins), og svo er það staðreynd, að þeir gátu því aðeins kosið aftur, að þeir voru ekki búnir í fyrri kosningunni að samþykkja að innlimast í EB-skrímslið. Þú manst, það skilar engu til baka af því, sem í það kemst, eða ekki fyrr en það kannski liðast sundur vegna eigin veikleika og sjálfsmótsagna eins og sovétkerfið.
Jón Valur Jensson, 14.12.2008 kl. 03:43
Landsfundur mun taka afstöðu með tilliti til þess hvað er best fyrir hagsmuni Íslands og íslendinga en ekki hvað huggnast sf.
Ef sf gengur út, þá er komið pláss fyrir Framsókn - ég dreg það í efa að þeir hafi áhuga á kosningum á fyrri hluta næsta árs.
Geir hefur þingrofsréttinn ekki Ingibjörg.
Óðinn Þórisson, 14.12.2008 kl. 10:17
Þessi yfirlýsing ISG er eðlileg, svo ekki sé meira sagt. Það er fyrir löngu kominn tími á Samfylkinguna að berja hnefanum í borðið.
Það getur bara verið ein ástæða fyrir því að Sjálfstæðismenn fipast við þessa yfirlýsingu ISG: Þeir telja sig hafa eitthvað að óttast. Að öðrum kosti myndu þeir ekki kippa sér upp við þetta.
Arndís (IP-tala skráð) 14.12.2008 kl. 12:33
Við óttumst ekki aðra valkosti en Samfylkinguna! Og þeir eru a.m.k. þrír (eins og Loftur verkfræðingur hefur sýnt fram á), jafnvel fjórir.
PS. Í innleggi mínu síðasta stóð: vitnisburður um stefnu þjóðfélags gegn EN-innlimun, en átti að vera "gegn EB-innlimun".
Jón Valur Jensson, 15.12.2008 kl. 03:43
Vilborg Hansen: Hér verður ekki mynduð ný stjórn án kosninga. Ertu ekki á Íslandi?
Björn Birgisson, 18.12.2008 kl. 00:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.