Kertasníkur gefur væntanlega Þórunni kartöflu!
12.12.2008 | 23:13
Kertasníkir mun væntanlega gefa Þórunni umhverfisráðherra sína kartöflu þar sem skortur verður á aukakertum að sníkja á aðventu framtíðarinnar þar sem rafmagnsleysi ríkir vegna andstöðu hennar við grænar virkjanir!
Össur fær kartöflu frá Stekkjastaur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 13.12.2008 kl. 00:23 | Facebook
Athugasemdir
Viltu gjöra svo vel og endurtaka þetta. Ég skildi bara fyrstu 3 orðin...
Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson), 12.12.2008 kl. 23:34
Segjum tveir. Hvaða andstöðu við hvaða virkjanir?
Björgvin R. Leifsson, 12.12.2008 kl. 23:41
Þórunn á allt gott skilið og sannarlega hæfir henni virðingarmeiri gjöf en kartafla. Hins vegar er kartaflan mikið og verðugt tákn fyrir tengsl þjóðarinnar við gróðurmagn þessa lands. Ræktun hennar er skilaboð landsins til þjóðarinnar um það að með nærgætni og umhyggju getur þetta land brauðfætt fólkið sem það býr. Fáir stjórnmálamenn skilja betur en Þórunn að þjóðin og náttúran ega að lifa í góðri sátt. Betur að Samfylkingarfólk bæri gæfu til að fela Þórunni að stýra flokknum.
Árni Gunnarsson, 12.12.2008 kl. 23:43
Kartafla = jarðepli. Ég gæti lifað á kartöflum einum saman og tekexi og vatni og nautahakki og vatni og kótilettum og vatni og svínakjöti og vatni og kjúklingum og vatni og franskbrauði og smjöri og vatni og vatni.
Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson), 12.12.2008 kl. 23:54
Hlakka til að heyra þig syngja þennan söng þegar Landsvirkjun verður gjaldþrota og við látin borga. Hvað snillingur hélt að hækt væri að byggja nútíma samfélag með mannsæmandi kjörum á hráefnisframleiðsku!? Flettu upp á orðinu nýlenda í orðabókinni.
Idda Odds, 13.12.2008 kl. 00:44
ha Hallur.. HA..
ef ekki væri fyrir Þórunni þá væri byrjað á enn einni tilgangslausri virkjunnni og álveri á Bakka.. fussumsvei..
Hvernig væri að virkja fyrir bændur ? gefa bændum orkuna á álversverði.. og þá geta þeir framleitt svo mikið af grænmeti að við gætum flutt það út, og jafnvel hitabeltisgrænmeti væri möguleiki sem gæfi okkur séns á asíumarkaðinum í evrópu.. hellings vinna fyrir dugmikið fólk..
Koma svo Hallur og koma þessu á framfæri við rétta aðila..
Óskar Þorkelsson, 13.12.2008 kl. 01:31
Óskar!
Athygliserð hugmynd!
Hallur Magnússon, 13.12.2008 kl. 01:33
Það er hægt að nota kartöflur í margt. T.d. brugga Hollendingar úr þeim séníver.
Haraldur Bjarnason, 13.12.2008 kl. 06:54
Hallur, þú ættir að fá skemmda kartöflu fyrir innslagið. Þórunn er líklega sá ráðherra sem hefur staðið sig hvað best af þeim sem sitja í ríkisstjórninni - vildi láta ákvarðanir lúta lögum og reglum, ekki flumbrast áfram eins og útrásarvitleysingur - við sitjum í súpunni vegna fólks sem hugsar eins og þú.
Snæbjörn (IP-tala skráð) 13.12.2008 kl. 09:41
Heilir og sælir!
Svona til þess að það sé á hreinu þótt það sé aðeins munur á skoðunum okkar Þórunnar Sveinbjarnadóttur - þá efast ég ekki eitt andartak að þessi gamla vinkona mín fylgi ekki eigin sannfæringu og samvisku í vinnu sinni sem umhverfisráðherra. Það er bara verst að þessi sannfæring er að hluta til byggð á misskilningi og vinnur gegn hagsmunum þjóðarinnar. En það er allt önnur umræða.
Þórunn er heiðarlegur stjórnmálamaður - en það er ekki alveg unnt að segja það um alla ráðherrra ríkistjórnarinnar - og ef út í það er farið - fyrri ríkisstjórna.
Hallur Magnússon, 13.12.2008 kl. 10:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.