39% hækkun álagningar á bjór eykur innlenda framleiðslu!
11.12.2008 | 22:57
Það er ekki rétt að 39% hækkun álagningar ríkisins á bjór dragi úr íslenskri bjórframleiðslu. Þetta mun reyndar væntanlega ganga að nýju, góðu og skemmtilegu bjórhúsunum fyrir norðan og austan dauðum!
En á móti mun heimabrugg á bjór blómstra sem aldrei fyrr!
... og kannske fer maður að fá aftur landakaffi eins á Vopnafirði og Borgarfirði eystra á sínum tíma - þegar afar langt var í ÁTVR!
Vandamálið við það heimabrugg er að ríkið fær engar tekjur af slíku. Vandamálið er það að ríkið missir tekjur af bjórframleiðiendunum sem munu hætta starfsemi - og starfsfólkið jafnvel neytt inn á atvinnuleysiskrá.
Vandamálið er einnig að hækkun álagningar ríkisins á bjór, bensín og sitthvað fleira mun hækka neysluvísitöluna og kynda undir verðbólguna!
Skál fyrir ríkisstjórninni!
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:01 | Facebook
Athugasemdir
Þeir eru með gamaldagshugsun.. aular bara.
Óskar Þorkelsson, 11.12.2008 kl. 22:59
Bermúdaskálin tæmist seint...
Ásgeir Kristinn Lárusson, 11.12.2008 kl. 23:05
Það verður ekki betur séð en að ríkistjórnin sé staðráðin í að koma hér á svörtu hagkerfi. Þeir sem missa vinnuna skulu ekki hafa efni á öðru en heimbruggi, þeir sem hafa vinnu skulu skattapíndir þannig að þeir verða að horfa í aurinn. Heimabruggið gæti farið að verða nokkuð öruggur bissnness.
Magnús Sigurðsson, 11.12.2008 kl. 23:05
er ekki álagning ríkissinss á áfenga drykki hæst hér ásamt Noregi, og verður því hæst hér. Ef hugsunin er að bæta heisu landmanna og minka drykjau þá ættum við að drekka nú þegar næst minnst allra í heimini. Er það svo? ef þetta á að auka tekjur ríkissinns, hvessu mikið verðuur það. Dæpir 1.3 miljarðar. væri ekki betra að setja á Utrásarvíkingaskatt, sem myndi mæta þessum fjárþörfum
Jóhann Hallgrímsson, 11.12.2008 kl. 23:06
þeir gætu td reynt að bjarga atvinnunni.. þá rynnu þessir skitnu 1.3 millljarðar ljúft inn í tekjuskatti.
Óskar Þorkelsson, 11.12.2008 kl. 23:14
Ég styð heilshugar allar skatta hækkanir á olíu og öðrum óþarfa. Það ætti að hækka skatta á sælgæti, tóbaki og öðrum óþarfa neysluvarningi og lækka skatta á grænmeti, ávöxtum, mjólk og fleiri hollum matvörum.
Lordur, 11.12.2008 kl. 23:26
Þetta væri í lagi ef við hefðum ekki þessa fáránlegu lánskjaravísitölu sem byggð er upp á undarlegum grunni. Þessi aðgerð verður til að hækka hana og halda verðbólgunni uppi. Öllum til ama og erfiðleika. Þetta var eitt það vitlausasta sem ríkisstjórnin gat gert.
Haraldur Bjarnason, 12.12.2008 kl. 09:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.