Jesús og íslenska lýðveldið eiga sama afmælisdag!
10.12.2008 | 07:51
Það er skemmtileg tilviljun að Jesú virðist eiga sama afmælisdag og íslenska lýðveldið! Við vissum að allar líkur væru á að Jesú væri ekki fæddur á jólunum - enda jólin upphaflega heiðin hátíð - en að hann væri líklega fæddur 17. júní - það vissum við náttúrlega ekki!
Skemmtilegt!
„Jesús fæddist 17. júní“ | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
á ekki lýðveldið afmæli 1. des og jón sig afmæli 17. júní?
Birgitta Jónsdóttir, 10.12.2008 kl. 08:10
Birgitta:
Það er fullveldið sem á afmæli 1. des.
Lýðveldið var formlega stofnað á 17. júni, afmælisdegi Jóns Sigurðssonar. Þess vegna er 17. júní þjóðhátíðardagur okkar.
Pálína (IP-tala skráð) 10.12.2008 kl. 08:15
Reglulega skemmtileg tilviljun, verð ég að segja!
Annars verð ég að segja að ef við værum eins dugleg að tala við Krist um ástandið og við erum að blogga um það, þá myndi örugglega ýmislegt breytast fyrr. Nokkrum árum áður en kommúnisminn féll þá var mynduð bænakeðja þar sem fjöldi fólks skiptist á um að biðja fyrir Sovétríkjunum, enda fólk ekki frjálst þar að stunda trú eins og það vildi. Allan sólarhringinn var einhver á bæn, þó hver um sig væri kannski bara stutta stund. Þetta gekk svona fyrir sig í einhver ár.
Skyldi vera samhengi á milli þessa og hins að kommúnisminn varð að losa tökin?
Einar Sigurbergur Arason, 10.12.2008 kl. 11:19
Þar sem trú var eingöngu sköpuð í upphafi til að geta stjórnað fólki og græða peninga (gerir það enn í dag), og hefur engar vísindalegar né sögulegar almennilegar stoðir sem styðja sanngildi þess þá nei Einar, ég held að það myndi ekkert breytast fyrr.
Og EF þessi svokallaði guð og jesús væru til og að biðja til þeirra myndi skipta einhverju máli þá myndu vera miklu færri dauðsföll í heiminum, og lífið yrði allt miklu betra þ.a. enn og aftur nei það skiptir engu máli, því ef guð væri til þá er greinilegt að hann lætur fólk sjá um sig sjálft og chillar þarna uppi.Jón (IP-tala skráð) 10.12.2008 kl. 14:14
Jón - Svona til gamans langar mig að spyrja þig:
Ef ég gæti sýnt þér fram á að þetta sem þú varst að segja væri misskilningur - myndir þú þá skipta um skoðun?
Ég er fús að rökræða þetta mál ef við getum gert úr því vitræna umræðu, en einhvern veginn nenni ég ekki orðastælum og þrætum. Hefurðu annars tekið eftir að þú rökstuddir ekki það sem þú sagðir nema með almennum sleggjudómum?
Einar Sigurbergur Arason, 11.12.2008 kl. 03:33
Ég myndi gjarnan vilja það ef ég nennti því en þar sem ég hef talað um svona mál svo oft að ég veit að hvorug hliðin getur nokkurn tímann náð að snúa hinum þá hef ég gefist upp á því. Ég einnig veit að ég hef rétt fyrir mér, í mínum huga er það þannig og það er í raun nóg fyrir mig og ætti að vera nóg fyrir alla auðvitað.
En mér finnst fyndið að fólk geti trúað á Jesú þar sem engar sannanir liggja fyrir tilvist hans annað en ein bók, og í henni eru fullyrðingar sem eru svo farsóttar að þær eru fáránlegar og eina útskýringin fyrir þeim eru að það hafi verið kraftaverk. Svo er tala um Jesús í einhverjum örfáum öðrum bókum sem hafa fundist frá þessum tíma og þar er hvergi talað um yfirnáttúrulega krafta.
Mér finnst jafn fáránlegt að trúa að Jesús hafi verið til og það að einhver myndi halda að Harry Potter væri til. Harry Potter er að minnsta kosti með 7 bækur sem fjalla allar um hann og staðir í bókinni eru amk. finnanlegar í raunveruleikanum svo það er í raun jafngilt því að trúa á Jesús eða betra.
Jón (IP-tala skráð) 11.12.2008 kl. 20:06
"Ég einnig veit að ég hef rétt fyrir mér, í mínum huga er það þannig og það er í raun nóg fyrir mig og ætti að vera nóg fyrir alla auðvitað." Skrítið - þetta er einmitt svona líka hjá mér. Ég veit nefnilega líka að ég hef rétt fyrir mér.
"Svo er tala um Jesús í einhverjum örfáum öðrum bókum sem hafa fundist frá þessum tíma og þar er hvergi talað um yfirnáttúrulega krafta." Það að þeir sem trúðu ekki á hann tala um hann líka, hvað þýðir það? Vísbending um að hann hafi ekki verið til????!!?? Common!
Gaman að þú nefnir Harry Potter, þetta eru miklar uppáhaldssögur hjá mér. Bestu skáldbókmenntirnar í mínum huga eru Harry Potter og Hringadróttinssaga eftir Tolkien. Vinur Tolkiens var C.S.Lewis sem bjó til Narníu-sögurnar. Hann var gallharður á því þegar þeir kynntust að trúarbrögð væru mýtur rétt eins og þjóðsögurnar. Einu sinni þegar þeir ræddu þetta sagði Tolkien: "En hvað ef ein mýtan væri sönn, þó hinar væru það ekki?"
Löngu síðar skrifaði Lewis bók sem heitir Miracles. Hann fjallar um það hvort trúlegt sé að kraftaverk séu til. Kraftaverk eru þá skilgreind sem inngrip hins yfirnáttúrlega, sé það til, inn í okkar heim, þannig að hlutirnir fari ekki eftir náttúrulögmálunum.
Sjáir þú stundatöflu uppi á vegg í skóla, heldur þú að hún geti breyst? Yfirleitt stendur hún - en ef skólastjórinn tekur upp á því að færa til einn tíma, hvað stoppar hann þá? Sé til yfirnáttúrleg vera sem kannski skapaði reglurnar, gæti hún þá ekki á sama veg framkvæmt undantekningar frá reglunum einstöku sinnum?
Förum afturábak í tíma um 1000 ár og prófum að rökræða hvort Ástralía sé til. Enginn sem við þekkjum hefur nokkurn tíma komið þangað, engar sögur hafa heyrst af sjófarendum sem fara lengra en til Indlands eða Kína sem fáir vita mikið um. Af hverju ætti Ástralía að vera til?
Ég veit auðvitað ekki hvort þig langar til að ræða þetta frekar, ég er sammála því að það er nú sjaldgæft að menn skipti um skoðun í þessum efnum út af rökræðum. En ef þú vilt, þá er ég fús að ræða þetta til gamans, burtséð frá því hvort einhver snýr sér eða ekki!
Einar Sigurbergur Arason, 12.12.2008 kl. 01:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.