Leysti Svörtulofta-Skotta Geir úr Evrópuálögum?

Geir Haarde forsætisráðherra er nú loksins að sjá hið augljósa. Að það sé heillavænlegast fyrir íslenska þjóð að Ísland fari í aðildarviðræður við Evrópusambandið - og taki síðan ákvörðun um það hvort gengið verði í sambandið þegar niðurstaða viðræðna liggja fyrir.

Ætli það hafi verið draugagangur Svörtulofta-Skottu í síðustu viku sem losuðu Geir úr Evrópuálögunum þar sem ekki mátti minnast á Evrópu né Evrópusambandið?

Verst að Geir sá ekki ljósið strax í síðustu ríkisstjórn þegar rétt hefði verið að ganga í málið. En betra seint en aldrei!

Munið að 65,5 prósent styðja ekki ríkisstjórnina!


mbl.is Aðildarviðræður koma til greina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Davíð talaði EKKI við JP, BT eða önnur dönsk stórblöð, hann talaði við sýslufréttablað Fjóns ef þú sérð ekki pilluna sem hann sendi evrópusinnum með því sérðu líklega fátt.

Grímnir (IP-tala skráð) 6.12.2008 kl. 14:57

2 Smámynd: Hallur Magnússon

Auðvitað sé ég pilluna!

Davíð er reyndar einstakur! Hef fylgst afar vel með honum í 25 ár. Það er ekkert sem hann gerir óhugsað. Ekki heldur að hann rísi upp frá pólitískum dauða sem Svortulofta-Skotta!

Hann er líka að reyna að kaupa aftur Moggan handa sér og stórvini sínum Styrmi Gunnarssyni!  Er með sitt lið á fullu í "óháða" fréttamiðlinum AMX!

Það er ekki skrítið að Geir taki nú Evrópuvinkilinn!  Hann á ekki séns í Davíð öðruvísi!

Hallur Magnússon, 6.12.2008 kl. 15:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband