Svörtulofta-Skotta gefur viðskiptanefnd Alþingis langt nef
4.12.2008 | 12:14
Svörtulofta-Skotta stendur undir væntingum og gefur viðskiptanefnd Alþingis langt nef. Þrátt fyrir eðlislægan skort á óframfærni faldi Svörtulofta-Skotta sig nú bak við bankaleynd!
Svörtulofta-Skotta fer greinilega í manngreiningarálit! Hún hefur verið eins og ættarfylgja hjá forsætisráðherra og utanríkisráðherra á meðan viðskiptaráðherra hafði ekki séð Svörtulofta-Skottu bregða fyrir í heilt ár - eða frá því í nóvember 2007 þar til í september 2008!
Allir vita að Svörtulofta-Skotta er magnaður draugur - sem meðal annars vakti upp hinn þráláta Verðbólgudraug með skottulátum sínum. Þá er Svörtulofta-Skotta að ganga frá Sjálfstæðisflokknum dauðum!
Hætt er að við eigum eftir að sjá mikið til Svörtulofta-Skottu og óskunda hennar á næstunni - annað hvort í Seðlabankanum ef Geir Haarde lætur drauginn yfir sig ganga - eða á pólitíska sviðinu ef ríkisstjórnin reynir að kveða drauginn niður í Seðlabankanum!
Allavega er ljóst að Svörtulofta-Skotta er eins og aðrir íslenskir draugar - þekkja ekki sinn vitjunartíma. Jú, þar er nefnilega þess vegna sem þeir eru draugar!
Davíð ber fyrir sig bankaleynd | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Skammastu þín að nefna Davíð Skottu
ef hann væri eitthvaðaf þessu forynjuliði, væri nær að nefna hann Móra.
Bjarni Kjartansson, 4.12.2008 kl. 14:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.