Afborganir af myntlánum miðist við gengisvísitölu 150 stig en ekki 250!

Það er vonandi að krónan hrapi ekki enn lengra í hyldýpið við þetta!

En fyrst við erum farin að tala um gjaldeyri þá skil ég ekki ósvífnina í nýju ríkisbönkunum að miða við daglega gengisvísitölu - sem liggur í kring um 250 stig - þegar þeir rukka lántakendur um afborganir af lánum sínum - þegar fjármögnunarhliðin er fryst inn í gömlu bönkunum!

Það er ekki verið að greiða fjármögnunarlán í erlendri mynt með afborgunum af myntlánunum!

Væri ekki nær að festa viðmiðun við til dæmis gjaldeyrisvísitölu við 150 stig á meðan þessu óeðlilega stendur á með gengisskráningu krónunnar í von um að krónan styrkist aftur - og til að koma í veg fyrir gjaldþrot fjölda fjölskyldna vegna þessa.

Er ekki rétt að ríkið skipi bönkunum sínum að endurskoða þetta viðmið - tímabundið - í ljósi stöðunnar?


mbl.is Millibankamarkaður á morgun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heyrði góða útskýringu á þessu hjá þér í morgun á Bylgjunni.  Varstu ekki með svipaðar tillögur varðandi verðtryggð lán? 

Einar Áskelsson (IP-tala skráð) 3.12.2008 kl. 17:17

2 identicon

Komdu þessu áfram til þessara ráðamanna Hallur.

Það verður að bjarga heimilunum.

Og afhverju má ekki frysta lánin . Afhverju þykjast bankarnir vera góðir og ætli að "leigja " skuldurum áfram íbúðina sem tapaðist vegna ástandsins. Fólk á að fá að eiga sínar íbúðir áfram hvað sem tautar og raular. Bankinn á ekki að eignast íbúðina punktur.

skuldari (IP-tala skráð) 3.12.2008 kl. 17:23

3 identicon

hættið bara að borga

kveðja

Æsir (IP-tala skráð) 3.12.2008 kl. 17:27

4 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Þetta eru góðar fréttir, því að nú hefur gefist tími til undirbúnings. Mér er kunnugt um, að mikið af gjaldeyri býður færis að komast inn í landið. Þegar hækkunarferlið hefst getur hækkunin orðið snögg.

Nú þarf að fara að horfa til framtíðar varðandi gjaldmiðilsmál þjóðarinnar. Lang-bezta lausnin er Dollaravæðin með Myntráði. Hér er hægt að lesa um hvernig það fyrirkomulag virkar:

http://altice.blog.is/blog/altice/entry/731502/

Loftur Altice Þorsteinsson, 3.12.2008 kl. 16:57

Loftur Altice Þorsteinsson, 3.12.2008 kl. 19:31

5 Smámynd: Sigurður Hrellir

Hallur, fyrir alla muni komdu þessari ábendingu til réttra aðila. Það nær auðvitað ekki nokkurri átt að níðast svona á venjulegum skuldurum.

Í frétt á Stöð 2 kom svo enn ein birtingarmynd þess hvernig bankar reyna að misþyrma lántakendum, að vísu byggingafyrirtækjum, með því að þvinga þá til að skuldbreyta erlendum lánum yfir í íslensk, sjá hér. Ef þetta er ekki að fara úr öskunni í eldinn þá veit ég ekki hvað það er!

Sigurður Hrellir, 4.12.2008 kl. 01:38

6 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Hallur:

Ég var reyndar svo mikið barn fyrir tveimur mánuðum að ég hélt að verið væri að nota þessa peninga til að borga af erlendu lánunum, en svo útskýrði þetta einhver fyrir mér og þá skildi ég loksins þessa "góðsemi" bankanna að frysta lánin í nokkra mánuði.

Að borga af lánunum á vísitölunni 150 væri ekkert máli fyrir mig enda enn í vinnu og á sömu launum og í sumar. Ég myndi auðvitað frekar borga áfram niður lánin á þennan hátt en að frysta þau. Hversvegna hafa stjórnmálamenn ekki skoðað þessa lausn, sem er búin að vera upp á borðinu í nokkuð langan tíma?

Guðbjörn Guðbjörnsson, 4.12.2008 kl. 07:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband