Áhrifarík leið fyrir Reykjavíkurborg til að tryggja hagkvæmar leiguíbúðir.

Ein af þeim hugmyndum sem við í nýjum meirihluta Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks í velferðaráði ræddum strax í haust var að kanna hvort ekki væri hagkvæmara fyrir Reykjavíkurborg að leigja húsnæði af öðrum til að endurleigja þeim sem rétt eiga á leiguhúsnæði hjá borginni, en að halda áfram kaupum Félagsbústaða á íbúðum, en félagsbústaðir eiga nú yfir 2000 íbúðir í borginni.

Það var ljóst í haust að vegna efnahagsástandsins væru miklar líkur á að fjöldi þeirra sem rétt ættu á leiguíbúð hjá Félagsbústöðum myndi fjölga að óbreyttu og hraðvirkasta leiðin væru að óska eftir leiguíbúðum sem væntanlega fengjust á hagstæðu leiguverði þar sem mikið offramboð er á lausu húsnæði á höfuðborgarsvæðinu.

Bankahrunið hefur enn ýtt undir þessa þróun.

Hugmynd mín er nú kominn í velferðaráði tillöguformi og mun væntanlega verða afgreidd á næsta fundi velferðaráðs.

Þess má geta að í haust skipaði Velferðaráð sérstakan vinnuhóp til að takast á við húsnæðismálin, bæði bráðavanda og skipulag til langs tíma. Í hópnum eru meðal annars fulltrúar frá öllum flokkum sem sæti eiga í Velferðaráði ásamt embættismönnum. Skemmst er frá því að segja að samstarfið og samvinnan gengur vel enda vinnur meirihluti og minnihluti mjög vel saman að þessu viðfangsefni.


mbl.is Segir brýnt að mæta vaxandi þörf fyrir leiguhúsnæði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Svavar Guðnason

Eiga þeir sem hafa þurft að berjast við okurleigu undanfarina ára á frjálsum markaði þá rétt á íbúð á sömu kjörum hjá borginni eða verður þetta nýr aðili í samkeppninni til að tryggja íbúðaeigundum sama glæpaprísinn og þeir hafa komist upp með fram að þessu? Það er ekki ríka liðið sem hefur verið kúað á þessum markaði hingað til. Þetta hefur aldrey verið hávær hópur svo það ætti að vera í lægi að traðka aðeins á því meira.

Svavar Guðnason, 2.12.2008 kl. 21:06

2 Smámynd: Hallur Magnússon

Um er að ræða - í þessu tilfelli - þeir sem eiga rétt á leiguhúsnæði borgarinnar.  Reglurnar eru hér: 

http://reykjavik.is/Portaldata/1/Resources/velferdarsvid/reglur_aaetlanir/F_lagslegar_leigu_b__ir_og_s_rstakar_h_saleigub_tur_apr_l08.pdf

Hallur Magnússon, 2.12.2008 kl. 21:31

3 Smámynd: Svavar Guðnason

Þá á borgin að kaupa ekki fara í samkeppni á markaðnum loksins þegar rofar aðeins til fyrir leigendum.

Svavar Guðnason, 2.12.2008 kl. 21:43

4 Smámynd: Hallur Magnússon

Það að borgin leigi 200 - 300 íbúðir þegar 2500 - 3500 íbúðir standa auðar - þá skiptir þá skiptir það ekki máli til hækkunar leigu. Frekar að það leiði til lækkunar - því væntanlega verður lægstu tilboð á  leiguíbúðum í hverju hverfi tekið - og "nýtt" lægra leiguverð myndast á almenna leigumarkaðnum.

Leigjendur ættu kannske að taka sig saman í samvinnufélag sem fer sömu leið - óska eftir tilboðum í x margar leiguíbúðir - og taka þeim sem lægst bjóða!

Hallur Magnússon, 2.12.2008 kl. 22:14

5 identicon

Hallur !

 Fyrir hvern ert þú að vinna þetta inn í velferðarráðs ?

 ,,Leigjendur ættu kannske að taka sig saman í samvinnufélag sem fer sömu leið - óska eftir tilboðum í x margar leiguíbúðir - og taka þeim sem lægst bjóða!"

Geta borgarbúar, sem eru leigjendur , ekki treyst því að þú sért að vinna innan velferðarráðs að málum þeirra ?

Hver er afstaða framsóknaflokksins til þarfa þessa fólks ?

JR (IP-tala skráð) 2.12.2008 kl. 23:32

6 Smámynd: Svavar Guðnason

Ef allt þetta er autt ætti borgin að kaupa ódýrt og leigja, svo þegar þörfin er ekki fyrir hendi lengur er hægt að selja með hagnaði. Er fasteignamarkaðurinn ekki helfrosinn.

Svavar Guðnason, 2.12.2008 kl. 23:36

7 identicon

Það fólk sem hefur rétt á að fara í félagslegaríbúðir á vegum Reykjavíkurborgar eru þeir sem eru öryrkjar eða þeir sem einhverra hluta vegna hafa ekki getað séð sér fyrir húsnæði á annan hátt. Og Hallur ef þú telur þig hafa eitthvað vit á þessu þá setjið þið ekki allt fólk í sama hverfi eða sömu blokkina. Blöndun á fólki er alltaf til góðs sama hvar það er staðsett í lífinu. En að öðru leyti líst mér vel á það að nota þessar tómu íbúðir, en ekki pressa upp verðið.

Guðrún Vestfirðingur (IP-tala skráð) 3.12.2008 kl. 08:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband