Skólabörn í Bústaðahverfi í aukinni hættu!
30.11.2008 | 20:58
Skólabörn í Bústaðahverfi verða í aukinni hættu ef samþykkt borgarráðs frá því í síðustu viku gengur eftir. Stjórn Íbúasamtaka Bústaðahverfis sendi frá sér eftirfarandi yfirlýsingu vegna málsins og hefur hún verið send borgarulltrúum:
Stjórn Íbúasamtaka Bústaðahverfis mótmælir harðlega fyrirhugaðri lokun
vinstru beygju af Bústaðavegi inn á Reykjanesbraut sem óhjákvæmilega
mun stórauka umferð um Réttarholtsveg sem nú þegar er allt of þung og
hröð. Stjórn Íbúðasamtaka Bústaðahverfis treystir því að Borgarstjórn
Reykjavíkur leiðrétti þau mistök borgarráðs að samþykkja lokunina.
Stjórn Íbúasamtaka Bústaðahverfis bendir borgarfulltrúum á að
Réttarholtsvegur klífur skólahverfi og yfir götuna þurfa hundruð barna
að ganga á degi hverjum. Mikil mildi er að ekki hafi orðið stórslys á
gangandi vegfarendum á Réttarholtsvegi og bráð nauðsyn að bæta þar
umferðaröryggi og draga verulega úr umferð um götuna frá því sem nú
er.
Fyrirhuguð lokun mun enn auka á óásættanlega hættu hundruða barna og
unglinga sem þurfa að ganga yfir Réttarholtsveg á leið í og úr skóla.
Samþykkt borgarráðs um að heimila lokun kemur íbúum Bústaðahverfis í
opna skjöldu þar sem borgarstjóri hafði síðastliðið vor heitið íbúum
hverfisins að hugmyndir um lokun vinstri beygju af Bústaðavegi inn á
Reykjanesbraut hefðu verið slegnar af.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Hallur!
Þu gefur ekki tommu eftir i þessu mali.
Hörður Mar Karlsson (IP-tala skráð) 30.11.2008 kl. 21:32
Það er greinilegt að þeir sem tóku þessa ákvörðun búa ekki í Bústaðahverfi. Nóg er nú umferðin fyrir - hvílik della. Sammála Herði - ekki tommu!
, 1.12.2008 kl. 06:11
Björn!
Þú flytur þá vinstri beygjuna af Reykjanesbraut og inn á Réttarholtsveg ís taðinn! Er það ekki illa gert?
Hallur Magnússon, 1.12.2008 kl. 13:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.