Í minningu frumkvöðulsins Helga Arngrímssonar - Borgarfirði eystra

Vinur minn, frumkvöðullinn Helgi Arngrímsson var til grafar borinn í dag. Það er sárt að sjá á eftir þvílíkum sómamanni langt fyrir aldur fram. Það er synd að hans óeigingjörnu kraftar nýttust ekki lengur fyrir samfélagið og umhverfið sem hann elskaði svo mjög - Borgarfjörð eystra!

Ekki það að fótspor hans sjáist ekki merki!  Þvert á móti. Ég efast um að margir einstaklingar í nútíð hafi skilið eftir sig eins mörg og jákvæð spor í samfélagið og þennan guðdómlega stað sem Borgarfjörður eystri er!

Helgi setti á stofn og barðist fyrir tilvist eins af merkilegustu sprotafyrirtækjum landsbyggðarinnar - Álfasteins. Þar vann hann kraftaverk við að tryggja fjölskyldum sem vildu búa á Borgarfirði eystra störf sem skiptu máli.

En spor Helga sjást ekki einungis stað í þessu dýrmæta samfélagi. Það má segja að spor hans sjáist raunverulega í þeim fjölda fallegu gönguleiða sem hann beitti sér fyrir - og tók þátt í  - að leggja um Borgarfjörð og víkurnar suður af þessum yndislega firði.

Helgi var ungmennafélagsmaður af gamla skólanum! Hann vann að alhliða félagsstarfi og setti það ætíð á oddinn að vinna æskunni, landi og þjóð því besta sem unnt var hverju sinni.

Á tímamótum sem þessum finnur maður fyrir vanmætti sínum!

En ef gæti fengið mínútu með Helga  - þá myndi ég segja: Takk fyrir að fá að kynnast þér og fjöldkyldu þinni!

Það sem ég get sagt syrgjandi fjölskyldu er:

Takk fyrir að taka alltaf svo vel og innilega á móti mér og fjölskyldu minni. Þið hafið misst mikið - en munið föður ykkar og eiginmann! Það hjálpar ykkur gegnum erfiða tíma!

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband