Alvarleg mistök borgarráðs sem borgarstjórn þarf að leiðrétta!
28.11.2008 | 07:40
Borgarráð varð á alvarleg mistök að ganga á bak loforðs sem fyrri borgarstjóri hafði gefið íbúum Bústaðahverfis um að ekki yrði farið í lokun vinstri beygju af Bústaðavegi inn á Reykjanesbraut í Elliðaárda, enda mun slík aðgerð stórauka umferð um Réttarholtsveg þar sem hundruð skólabarna fara yfir á degi hverjum enda sker gatan sundur skólahverfi.
Ég vænti þess að borgarstjórn leiðrétti þessi mistök.
Enbættismönnum borgarinnar ætti að vera afstaða íbúa Bústaðahverfis ljós þar sem hún kom afar skýrt fram á fundi íbúasamtaka Bústaðahverfis síðastliðið vor og aftur á fundi borgarstjóra með íbúum hverfisins í sumar.
Það er ljóst að íbúar í Bústaðahverfi munu ekki láta bjóða sér þá aukningu umferðar sem verður um Réttarholtsveg - enda er umferð það allt of mikil og allt of hröð nú þegar og mikil mildi að ekki hafi orðið stórslys á börnum.
Loka vinstri beygju af Bústaðavegi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 07:47 | Facebook
Athugasemdir
Þarna ættu að sjálfsögðu bara að vera gatnamót í anda þeirra sem eru mun sunnar á Reykjanesbrautinni.
Umferð af og á Bústaðaveg fari undir Reykjanesbrautina og að það sé hringtorg austan við Reykjanesbrautina til þess að stýra flæðinu.
Baldvin Jónsson, 28.11.2008 kl. 08:27
Já ætla sjallarnir að loka vinstri beygju það var þeim líkt. En annars gangi þér vel í þessu máli umferðaröryggi fyrir börnin í fyrsta sæti.
Hörður Már Karlsson (IP-tala skráð) 28.11.2008 kl. 09:55
Hörður.
Verð að benda á að ábyrgðin er einnig okkar Framsóknarmanna. Ég bara vissi ekki af málinu! Búinn að skamma mitt fólk :)
Við verðum að sjá hvernig þetta endar!
Hallur Magnússon, 28.11.2008 kl. 11:18
Sammála þér Hallur. Heyrir þetta ekki undir umhverfis og samgönguráð?
Sigurður Þórðarson, 29.11.2008 kl. 01:45
Það ætti að loka þessum gatnamótum fyrir vinstri beygjum, bæði frá Bústaðavegi og inná hann einnig. Af Bústaðavegi fara núna um 2100 bílar á sólahring í norður eftir Reykjanesbraut. Talið er að helmingur þeirra komi frá svæði sem er vestar en Grensásvegur. Þegar flæði um Reykjanesbraut verður óhindrað við austurenda Bústaðavegar munu umferðartafir sem ná nú inn á Miklabraut (á mesta álagstíma alvega að Grensásvegi) hverfa. Líkur eru á að nokkur umferð sem nú fer austur Bústaðaveg á leið í Breiðholt eða suðvestur eftir Reykjanesbraut muni minnka. Sú umferð mun fara MIklubraut þegar tafir hafa verið fjarlægðar þar. Núverandi kostnaður vegna slysa af völdum þessara tafa vegna gatnamóta Bústaðavegar og Reykjanesbrautar nemur tæpum 200 miljónum króna á hverju ári.
Og Hallur ef umferð um Réttarholtsveg er: „ enda er umferð það allt of mikil og allt of hröð nú þegar og mikil mildi að ekki hafi orðið stórslys á börnum“ eins og þú segir, því er þá ekki gripið í taumana þar? Hverjir munu fara Réttarholtsveginn eftir þessa lokun sem fóru ekki þar áður? Íbúar í hverfinu, er það ekki? Það er í þeirra valdi að velja sér leiðina. Þeir hafa nokkra kosti. Minnst tveir þeirra eru að fara EKKI um Réttarholtsveginn og leggja þá sitt af mörkum til þess að tryggja umferðaröryggi þar.
Birgir Þór Bragason, 10.12.2008 kl. 14:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.