Stjórn og stjórnarandstaða snúi bökum saman!

Ingibjörg Sólrún vill að stjórn og stjórnarandstaða snúi bökum saman og vinni sameiginlega að leysa þjóðina út úr þeim hnút sem hún, flokkur hennar og samstarfsflokkurinn hennar í ríkisstjórn hafa komi okkur í.

Ég er sammála Ingibjörgu Sólrúnu. Vandamálið er bara að orðum hennar og orðum forsætisráðherra í þessu efni er ekki treystandi. Stjórnarandstaðan bauð ríkisstjórninni strax slíkt samstarf. Ríkisstjórnin sagðis ætla að hafa stjórnarandstöðuna með í ráðum.

En eins og svo oft á undanförnum vikum - þá var ekkert að marka þessar yfirlýsingar formanna ríkisstjórnarflokkanna. Enda treysti Ingibjörg Sólrún ekki einu sinni flokksmönnum sínum iðnaðarráðherra og bankamálaráðherra að taka þátt í fundarhöldum um efnahagsmál fyrri hluta ársins!

Ingibjörg Sólrún er vel gefin kona. Það verður ekki frá henni tekið. Hún veit að þótt stjarna hennar og Samfylkingar skíni skært í skoðanakönnunum þessa dagana - þá verður ljóminn fyrir bí þegar nálgast kosningar sem yrðu í vor. Ingibjörg Sólrún upplifði það í síðustu kosningum að tapa fyrir skoðanakönnunum - og fá miklu minna fylgi en þær gáfu tilefni til.

Ingibjörg Sólrún er bara að hugsa um ráðherrastólinn sinn. Það sýnir fælni hennar við kosningar sem þjóðinn krefst að verði  ekki síðar en í vor - og það sýnir linkind hennar gagnvart seðlabankastjóra sem hún geltir að í fjarlægð - en leggur svo niður rófuna þegar á reynir.

 


mbl.is Stjórn og stjórnarandstaða snúi bökum saman
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vandamálið er ekki þetta Hallur. Eins og þú veist þá er svo erfitt að snúa baki saman við Framsókn. Bökin þar eru alltaf að hverfa á braut, eða alsett hnífstungum.

Sigurður Geirsson (IP-tala skráð) 24.11.2008 kl. 16:13

2 identicon

Hallur minn þó að kosningar væru á morgun þá held ég eða ég held ekki neitt ég veit það,  þá kemst framsókn varla á blað. Tek það fram ég myndi heldur ekki kjósa Ingibjörgu Sólrúnu. Farðu nú og hristu upp í forustunni hjá þér losaðu þá óvinsælu/seku út þá væri það athugandi að setja X-B en

Guðrún Vestfirðingur (IP-tala skráð) 24.11.2008 kl. 16:53

3 Smámynd: Einar Sigurbergur Arason

Ég held að þó vantrauststillagan á þinginu hafi átt fullan rétt á sér, þá hefðu stjórnarandstöðuflokkarnir átt að byrja á því fyrst að vinna málefnavinnu - ég meina að setjast niður með færustu sérfræðingum og vinna skynsamlegar tillögur um hvað við viljum gera í efnahagsmálum þjóðarinnar.

Okkar flokkur, Framsókn, er að vísu í ákveðnu tómarúmi fram að landsfundi, því það er greinilega vilji grasrótarinnar að fara í uppgjör og endurnýjun. Sem er vissulega þarft.

Ég held að eitt mikilvægasta málið sem Framsókn þarf að leysa úr sé að skapa sátt um Evrópustefnu flokksins. Innan flokksins. Ég ætla ekki að gera lítið úr hugmyndinni um tvöfalda þjóðaratkvæðagreiðslu og aðildarviðræður. En - takið vel eftir: Hingað til hefur Framsókn haldið ákveðnu fylgi úti á landsbyggðinni gegnum þykkt og þunnt. Þó illa ári í þéttbýlisfylgi flokksins, þá er hann stór úti á landi. Þarna eru sjávarútvegur og landbúnaður undirstöðugreinarnar.

Á meðan flokkurinn heldur þessu fylgi, þá mun hann lifa; spurningin er bara hvort hann heldur áfram að vera smáflokkur eða hvort hann nær nýju fylgi. Það eina sem mér dettur í hug að gæti minnkað fylgið enn frekar er ef trúfastir kjósendur úr sveitum og sjávarþorpum telja að flokkurinn sé kominn svo langt frá fyrri gildum að þeir treysti sér ekki til að kjósa hann. Það er ekki víst að þeir séu allir svo hrifnir af ESB.

Það kann að vera að þeir sem eru á móti ESB séu í minnihluta flokksfélaga í dag. En ef það verður valtað yfir þá á landsfundinum án þess að vinna að einhverri sátt þarna á milli - er það víst að meirihluti allra kjósenda Framsóknar í undangengnum kosningum séu með ESB? Stundum geta verið skekkjur í skoðanakönnunum.

Einar Sigurbergur Arason, 25.11.2008 kl. 07:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband