Vantrauststillaga tvíbeitt vopn á Alþingi - yrði samþykkt með lófaklappi hjá þjóðinni!
23.11.2008 | 21:20
Vantrauststillaga á ríkisstjórnina getur verið tvíbeitt vopn þótt ríkisstjórnin sé rúin öllu trausti. Slík vantrauststillaga getur hæglega barið stjórnarþingmenn saman - en hún getur líka sýnt fram á þá miklu bresti sem eru í stjórnarsamstarfinu.
Reyndar þarf ekki vantrauststillögur til að sjá þá bresti - svo augljósir eru þeir.
Valgerður Sverrisdóttir formaður Framsóknarflokksins segir á fréttavefnum visir.is "Ástandið í þjóðfélaginu kallar á vantrauststillögu"
Ríkisstjórnina skorti traust líkt og fram komi í skoðanakönnunum. Samvinnu og samstarfsvilja skorti á milli stjórnarflokkanna og þá skorti ábyrgðatilfinningu hjá einstökum ráðherrum ríkisstjórnarinnar"
Valgerður segir ástandið í þjóðfélaginu vera engu líkt og að henni detti ekki í hug að kenna ríkisstjórninni eingöngu um það það. ,,Aftur á móti stendur hún frammmi fyrir því að vinna úr þessum erfiðleikum og hafa framtíðarsýn fyrir þjóðina og mig finnst vera mikill skortur á að svo sé."
Valgerður segir ástandið í þjóðfélaginu vera engu líkt og að henni detti ekki í hug að kenna ríkisstjórninni eingöngu um það það. ,,Aftur á móti stendur hún frammmi fyrir því að vinna úr þessum erfiðleikum og hafa framtíðarsýn fyrir þjóðina og mig finnst vera mikill skortur á að svo sé."
En þótt meirihluti þingmanna muni líklega greiða atkvæði gegn tillögunni - þá er ljóst hvernig vantrauststillaga færu ef hún yrði lögð fyrir þjóðina! Ríkisstjórnin ætti ekki séns!
Geir og Ingibjörg Sólrún eiga að sýna sóma sinn í því að tilkynna nú þegar að kosningar verði haldnar í vor - og taka höndum saman við stjórnarandstöðuna um að vinna að nauðsynlegum aðgerðum vegna efnahagsástandsins.
Rætt um vantrauststillögu á morgun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:25 | Facebook
Athugasemdir
Hef sagt það aður eg lysi yfir algjöru vantrausti a stjorn og stjornarandstöðu.
Hörður Mar Karlsson (IP-tala skráð) 23.11.2008 kl. 21:39
Vantraust á stjórnvöldum er algjört.
Eini maðurinn sem settur hefur verið inn er Bónusflaggarinn á meðan 25 milljarðamennirnir í Stími virðast enn og aftur vera byrjaðir að moka til sín fyrirtækjum og það úr félögum sem eru í greiðslustöðvun.
Þeir þingmenn munu lýsa yfir trausti á morgun með ríkisstjórninni og Davíð Oddssyni seðlabankastjóra gera sjálfa sig að ómerkingum og þjóðina að viðundri.
Sigurjón Þórðarson, 23.11.2008 kl. 21:42
Lýsi yfir algjöru vantrausti á Ráðamenn þessarar þjóðar
Kveðja
Æsir (IP-tala skráð) 23.11.2008 kl. 21:42
Ég er alfarið á móti kosningum á þessum tímapunkti. Ég er vissulega ekki sáttur með ástandið eins og það er núna, en ég og margir aðrir innan háskólasamfélagsins finnst þetta ótímabært ef þett myndi ná fram að ganga færi mikill tími sem gæti notist betur með því að koma Íslandi aftur á lappir í stað þess að eyða vikum/mánuðum í kosningarbaráttu. Stjórnaranstaðan er ekki að hugsa um hag þjóðarinnar með þessum aðgerðum heldur sinn hag, þeir sjá sér nú hag í að geta nælt sér í kjör reiðra kjósenda og vilja að sjálfsögðu nýta sér það kjörna tækifæri. Svo ber að hafa í huga að fólk á að þrífa upp eftir sig sjálft, ekki láta aðra um það.
Hörður (IP-tala skráð) 23.11.2008 kl. 22:17
Ég verð að játa að mér finnst tímasetningin nokkuð sérstök. Allir alþingismennirnir hafa fengið boð um að mæta á borgarafund í Háskólabíói annað kvöld kl. 20. Þar er búist við margmenni, örugglega á annað þúsund manns. Þeir sem vilja halda andlitinu munu mæta á þann fund - hinir lýsa frati á umbjóðendur sína. Ég held bara að það hefði verið betra að taka þessa vantrauststillögu til umræðu eftir þennan fund, allavega ekki sama dag.
En ég held í alvöru að þú hafir fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af fylgisleysi við flokkinn þinn Hallur. 6,3% þó að þið séuð í stjórnarandstöðu og Guðni sé horfinn á braut. Svo mun flokkurinn kvarnast í tvær fylkingar vegna ESB á flokksþinginu í janúar og þar með vera við dauðans dyr.
Sigurður Hrellir, 24.11.2008 kl. 01:41
Mér finnst fólk misskilja niðurstöður skoðunarkönnunarinnar. Fylgi Sjálfstæðisflokksins er innan við 15%, Samfykling hefur 17% stuðning og Framsókn 3,7%. 50% þjóðarinnar styður engin pólitísk öfl í landinu um þessar mundir og eru líklega að bíða eftir nýju afli. Af hverju Fréttablaðið kýs að afvegaleiða fólk svona, skil ég ekki.
Marinó G. Njálsson, 24.11.2008 kl. 08:39
Sammála þessu Marinó. Ég tel að allir núverandi flokkar muni tapa fylgi þegar kosið verður með hækkandi sól. Mér finnst það gefa mjög merkileg skilaboð að bæði Framsókn og "Frjálslyndir" séu við dauðans dyr þrátt fyrir að vera í stjórnarandstöðu. Það er óvíst með VG en mig grunar að þeir muni ekki uppskera nærri því eins vel og Fréttablaðið kýs að segja.
Sigurður Hrellir, 24.11.2008 kl. 09:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.