Ingibjörg Sólrún og þingflokkur Sjálfstæðisflokks lengir í líflínu Davíðs!

Það var á allra vitorði að samkomlag hefði náðst milli Geirs Haarde og Samfylkingarinnar um að strax yrði lagt fram frumvarp um sameiningu Seðlabankans og Fjármálaeftirlitsins - að tillögu Davíðs Oddssonar! 

Á spítunni hékk að við sameininguna hyrfi Davíð úr Seðlabankanum og nýr Seðlabankastjóri tæki við - hugsanlega einungis einn - Már Guðmundsson.

Nú virðist þingflokkur Sjálfstæðisflokksins hafa svelgst á þessu plotti - og stuðningsmenn Davíðs fengið því fram að líflína hans verði lengd. Kannske verður Davíð ofan á enn einu sinni! Ef svo verður mun það veikja stöðu Geirs.

Það er ljóst hvernig sem fer að það fer að styttast í formannsskipti í Sjálfstæðisflokknum. Nöfn Þorgerðar Katrínar, Illuga Gunnarssonar og Bjarna Benediktssonar hafa fyrst og fremst verið nefnd í því efni.

Spái því hins vegar að þegar þar að kemur verði það Guðlaugur Þórðarson heilbrigðisráðherra sem muni hafa slaginn - enda best til þess hæfur - búinn að standa sig lang best af ráðherrum Sjálfstæðisflokksins.

PS: 

Nú hefur Ingibjörg Sólrún ákveðið að hugsa fyrst og fremst um ráðherrastólinn sinn - og dregið í land hvað varðar atlöguna að Davíð Oddssyni - eftir að Sjálfstæðisflokkurinn vildi lengja í líflínu Davíðs. Voða Samfylkingarlegt!


mbl.is Hugmynd forsætisráðherra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Spái því hins vegar að þegar þar að kemur verði það Guðlaugur Þórðarson heilbrigðisráðherra sem muni hafa slaginn - enda best til þess hæfur - búinn að standa sig lang best af ráðherrum Sjálfstæðisflokksins

he he , staðið sig best segiru.. er það vegna þess að hann er alltaf til hlés og gerir sem minnst ?  eða er það vegna þess að hann er að einkavæða heilbrigðisgeirann ?

Óskar Þorkelsson, 19.11.2008 kl. 18:21

2 identicon

Nógu lengi tróð framsókn undir hann nú er Solla tekin við. Þetta er grátbroslegt

Guðrún Vestfirðingur (IP-tala skráð) 19.11.2008 kl. 19:46

3 Smámynd: Einar Sigurbergur Arason

Áhugaverður punktur sem þú setur fram um Guðlaug Þór. Ég veit ekki hvort andrúmsloftið er með honum innan Sjálfstæðisflokksins, en ég hugsa að hann sé að mörgu leyti trúverðugra leiðtogaefni en aðrir sem nefndir hafa verið til sögunnar.

Ég hef starfað bæði innan heilbrigðisgeirans og kennarastéttarinnar. Þorgerður Katrín er ekki vinsæl meðal skólafólks, mörgum þykir hún ekki hafa mikið vit á málaflokknum. Guðlaugur - ég hef ekki fylgst með hvort hann vilji einkavæða geirann, en ef svo er, þá sver hann sig bara í ætt með ýmsum flokksbræðrum.

Einar Sigurbergur Arason, 20.11.2008 kl. 02:25

4 Smámynd: Einar Sigurbergur Arason

P.S. Það sem ég veit að Guðlaugur er að gera er að sameina lítil sjúkrahús á landsbyggðinni. Spennandi að sjá hvað verður, hvort vel takist til. Þetta segi ég án þess að vera sérstakur stuðningsmaður hans, enda sjálfur félagshyggjumaður.

Einar Sigurbergur Arason, 20.11.2008 kl. 02:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband