Hefðbundin einkavinavæðing Samfylkingar!
13.11.2008 | 08:56
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir formaður Samfylkingarinnar var sjálfri sér og Samfylkingunni samkvæm þegar hún skipaði eina bestu vinkonu sína og helsta pólitíska samstarfsmann, Kristínu Á. Árnadóttur sendiherra - og það sendiherra sem er skör hærrii en aðrir sendiherrar virðist vera.
Sama einkavinavæðing tíðkaðist í fyrri valdatíðum Alþýðuflokksins - forvera Samfylkingar.
Ingibjörg Sólrún getur verið mjög harður stjórnmálamaður og gaf Davíð Oddssyni og Sjálfstæðisflokknum tóninn með því að kalla gulldreng þeirra - Albert Jónsson - heim frá feitu sendiherraembætti í Washington og senda hann til vina okkar í Færeyjum!
Það er ekki af Ingibjörgi Sólrúnu skafið þegar um valdapólitík er að ræða! Það þekkja fyrrum samstarfsmenn hennar í R-listanum!
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Nákvæmlega!
... og Halldór skipaði fyrst og fremst stjórnmálamenn úr öðrum flokkum - og embættismenn úr utanríkisþjóðnustunni. Það er einungis ein ráðning hjá honum sem unnt er að segja að flokkspólitík hafi mögulga verið einn áhrifaþátturinn - en það var maður sem var búinn að vinna mjög gott starf innan utanríkisþjónustunnar og flest allir í utanríkisþjónustunni tölu að ætti starfið fullkomlega skilið.
... og það var ekki um sendiherrastöðu að ræða!
Hallur Magnússon, 13.11.2008 kl. 11:21
Við skulum vona að þú hafir eingöngu verið ráðinn á faglegum forsendum hjá framsóknarapparatinu sem stundum gengur undir nafninu Íbúðalánasjóður minn kæri Hallur
Séra Jón (IP-tala skráð) 13.11.2008 kl. 17:01
Ja Hallur þetta hefði aldrei gerst hja framsokn.
Hörður (IP-tala skráð) 13.11.2008 kl. 17:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.