Jón Ásgeir hleður undir Ágúst Ólaf!
12.11.2008 | 23:37
Jón Ásgeir Jóhannesson hleður undir Ágúst Ólaf Ágústsson formann viðskiptanefndar Alþingis pólitískt með því að hóta Ágústi Ólafi málssókn ef hann hætti ekki við að knýja bankastjóra ríkisbankanna svara um lánafyrirgreiðslu til Rauðsólar, fyrirtækisins sem keypti á dögunum fjölmiðlahluta 365 hf.
Enda greip Ágúst Ólafur tækifærið fegins hendi og tekur fast á móti hótunum Jóns Ásgeirs og segir hann ekki stjórna dagskrá viðskiptanefndar Alþingis.
Ágúst Ólafur segir einnig á Eyjunni:
Það er með nokkrum ólíkindum að menn telji að þeir geti komist upp með að hóta þingmanni lögsókn ef hann spyr ákveðinna spurninga sem eru lagðar fram fyrir hönd almennings
Þetta er pólitískur happafengur fyrir Ágúst Ólaf!
Fallið verði frá kröfu um upplýsingagjöf | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
En sem betur fer þá varður Ágúst að taka pokann sinn eina og allir þingmennirnir sem núna sitja.
Einar Þór Strand, 12.11.2008 kl. 23:44
Þú hefur alltaf svo flott hugmyndaflug... ekki hefði mér dottið þessi vinkill í hug
Jón Ingi Cæsarsson, 12.11.2008 kl. 23:53
Er þetta ekki bara snjallt leikbragð Baugsmanni í þeim tilgangi að koma Ágústi Ólafi í ráðherrastól? Var það ekki faðir varaformannsins, sem fékk ekki að vera ráðherra frekar en faðirinn, sem lofaði og prísaði Jón Ásgeir sem viðskiptamanns ársins 2007? Og svo er forsetinn kominn af stað til að draga athyglina frá skömm auðmanna með því að ráðast á vini okkar á Norðurlöndunum. Allt er þetta með ólíkindum verð ég að segja.
Calvín, 12.11.2008 kl. 23:53
Hún er merkileg þessi ,,framsóknarsýn" ?
Hver fékk pólitíska happafengin vegna tölvupóstsins hans Bjarna Harðarsonar ?
JR (IP-tala skráð) 12.11.2008 kl. 23:58
Hallur, ég skil ekki alveg framsetningu þínu varðandi þetta mál. Það er tvennt ólíkt að fara fram á að skoða persónuleg fjármál einstaklings annars vegar og svo hins vegar peningafærslur hans sem starfsmanns/eiganda. Þú hlýtur að skilja þennan mun. Annað sem mig langar til að segja þér, er að prófa að skoða heildarmyndina af öllu sem er að gerast og hefur verið að gerast síðan dómínóáhrifin hófust með yfirtöku ríkisins á Glitni, en það er hið andlega ofbeldi sem stjórnvöld beita þjóðina m.a. með hunsunum og þögnum, höfnun á svörum og upplýsingum. Það ER grafalvarlegt mál og hvernig getum við treyst slíkum stjórnvöldum?
Nína S (IP-tala skráð) 13.11.2008 kl. 00:14
Ágúst Ólafur hefur verið svona afgangsstærð ío forystu Samfylkingarinnar. Með þessu máli er hann allt í einu farinn að takast á við Baugsveldið af festu. Það mun verða honum til framdráttar pólitískt. Það er það sem ég er að segja. Efst um að það hafi verið ætlun Jóns Ásgeirs :)
Hallur Magnússon, 13.11.2008 kl. 07:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.