Klofningur í Samfylkingunni?
11.11.2008 | 13:57
Er klofningur í Samfylkingunni að koma upp á yfirborðið? Að sjálfsögðu munu ráðherrar Samfylkingarinnar halda dauðahaldi í ráðherrastóla sína - sama hvað á gengur og hvaða mistök þeir hafa gert og munu gera. Það sína dæmin.
En Gylfi Arnbjörnsson Samfylkingarmaður og forseti ASÍ er á öðru máli!
Það er reyndar einnig Samfylkingarmaðurinn Mörður Árnason - ef marka má viðtal við hann í sjónvarpi í vikunni - þar sem hann var í gallharðri stjórnarandstöðu. End Samfylkingin stærsti stjórnarandstöðuflokkurinn!
Það er reyndar ekkert skrítið að Samfylkingarmenn í verkalýðshreyfingunni séu orðnir þreyttir á Samfylkingunni í ríkisstjórn. Samfylkinginm í ríkisstjórn hefur sífellt boðaðað samráð við verkalýðshreyfinguna og Samtök atvinnulífsins - en lítið sem ekkert orðið af samráði.
Enda eru það ASÍ og Samtök atvinnulífsins sem hafa forgöngu um raunhæfar efnahagsaðgerðir. Ekki er það ríkisstjórnin!
Vegið ómaklega að ráðherrum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Auðvita er það sárt fyrir Sollu að viðurkenna að hennar fólk á líka þátt í þessu hvað með Jón Sig?
Hannes (IP-tala skráð) 11.11.2008 kl. 15:02
Arnþór!
Hvenær varð Samfylkingin með 110% fylgi?
Ég myndi nú ekki treysta því að það sé meiri sátt innan Samfylkingarinnar :)
Hallur Magnússon, 11.11.2008 kl. 16:42
Já,
og hvenær varð Samfylkingin 120 þúsund manna hreyfing á Íslandi?
Hallur Magnússon, 11.11.2008 kl. 16:43
Maður veit satt best að segja ekki hvort maður á að hlæja eða gráta þegar maður les svona "statement" frá yfirlýstum framsóknarmanni. Dettur þér eitt augnablik í hug að þú getir beint athyglinni frá þessu rugli ykkar í framsókn með þessu bulli? Held reyndar að þú sért ekki nógu vondur einstaklingur til að vera í framsókn yfirleitt og enn síður að verja þennan vonlausa "málstað".
Bóbó (IP-tala skráð) 11.11.2008 kl. 18:43
Bóbó minn.
Ég er nú eldri en tvævetur - og er ekki að reyna að beina athyglinni frá einu né neinu.
Hins vegar hefur Samfylkingin leikið þann leik - og komist upp með - þar sem sá flokkur er bæði í stjórn og stjórnarandstöðu!
Hvernig skýrir þú þennan alvarlega ágreining - þar sem formaður flokks nánast afneitar fyrrum dyggum stuðningsmanni sínum - núverandi forseta ASÍ!
Hallur Magnússon, 11.11.2008 kl. 19:50
Er þetta tilraun til smjörklípu hjá þér Hallur ? Það ríkir skoðanafrelsi innan Samfylkingarinnar og fólkið tjáir sig opinberlega. Það er alveg eitur í beinum þeirra fáu Framsóknarmanna sem ennþá eru þeim bænum. Þar senda menn nafnlaus skeyti til fjölmiðla með rógi um samflokksmenn- slæmt þegar það kemst óvart í hámæli hver sendir. Björn Ingi kallaði þetta hnífasett í bakið. Hnífakastið hjá Bjarna H. geigaði vegna innsláttarvillu á tölvu og fór til fjölmiðla.... vesen.
Sævar Helgason, 11.11.2008 kl. 21:37
Tveir dyggir framsóknarmenn úr Norðurlandi vestra taka varaformann og fyrrum formann flokksins á beinið og saka þá í bréfi nánast um að hafa eyðilagt Framsóknarflokkinn og þjóðfélagið í leiðinni. Þingmaður flokksins ákveður að leka þessu bréfi nafnlaust til fjölmiðla.
Ef það er ekki klofningur verður að skilgreina orðið upp á nýtt.
Theódór Norðkvist, 11.11.2008 kl. 22:04
Elskurnar mínar!
Eruð þið alveg að missa ykkur?
Byrjumst neðst. Theodór. Hvar er verið að fjalla um klofning eða klofning ekki í Framsóknarflokknum í þessum pistli? Mögulegur klofningur í Framsóknarflokknum breytir ekki spurningunni um klofning í Samfylkingunni - sem er bæði í stjórn og stjórnarandstöðu!
Ægir. Samfylkingin er ekki flokkur með tugþúsundir meðlima. Framsóknarflokkurinn er með 12 þúsund skráða meðlimi - og já, þar er skoðanamunur - en hvað kemur það Samfylkingunni ogmögulegum klofnngi þar við?
Sævar.
Mér er sama hvað þú gerir við þitt margarín. Það eru í það minnsta vedrulegir flokkadrættir - eins og fram hefur komið. Og enn og einu sinni - þá er Samfylkingin bæði í stjórn og stjórnarandstöðu. Sé ekki að það komi Framsóknarmönnum við.
En það er jafn ljóst að Framsóknarmenn tjá sig almennt opinberlega - þótt tveir eldri menn hafi kosið að gera það á persónulegan hátt. Þú þarft bara að renna örlítið yfir blogg nokkurra Framsóknarmanna - eins og mín, Bjarna Harðarsonar, Friðriks Jónssonar, Gests Guðjðónssonar, Salvara Gissurardótur, G Vald, Helgu Sigrúnar og fleiri og fleiri til að sjá það.
Og aftur að Arnþóri.
Maðurin heldur fram - óbeint að vísu - að skráðir Samfylkingarmenn séu 120 þúsund. Þvílíkt bull!
Ég veit að það er dálítið sárt þegar bent er á ágreining innan Samfylkingarinnar - og að Samfylkingin ber kápuna á báðum öxlum - er bæði í stjórn - þar sem hún reynir að frýja sig ábyrgð - og í stjórnarandstöðu - þar sem hún gjammar - en fylgir ekki neinu eftir. Þannig að ég skil tilfinningar ykkar - en þið breytið ekki þessumstaðreyndum með því að skamma mig og Framsóknarflokkinn. Það er klárt.
Hallur Magnússon, 11.11.2008 kl. 22:27
Arnþór.
Þessar tölur eru einfaldlega rangar hjá þér! Svo einfalt er það. "Ætli framsókn sé ekki með...". Þvílíkt bull. Rauntölur að undanförnu eru sitt hvorum megin við 10% - svo Samfylkingin samkvæmt því ætti að vera með 110% fylgi - sem er ekki hægt eins og þú veist.
Hallur Magnússon, 12.11.2008 kl. 07:45
Hallur.... hættu þessu brölti og komdu í flokk sem ér á lífi... þú verður bara þunglyndur þarna í Hrifluflokknum
Jón Ingi Cæsarsson, 12.11.2008 kl. 23:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.