Bráðabirgðastjórn Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks í ESB viðræður?

Bráðabirgðastjórn Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks mun ekki halda út nema að Sjálfstæðisflokkurinn breyti um stefnu í Evrópumálum og samþykki að hefja aðildarviðræður. Samfylkingin mun ekki geta setið undir þrýstingi þjóðarinnar í þeim efnum, hvað þá að gera ekki neitt og láta Framsóknarflokkinn taka forystuna í baráttunni fyrir aðildarviðræðum.

Er Geir að gefa í skyn að Sjálfstæðisflokkurinn sé að breyta um stefnu með því að segja að kosningum verði ekki flýtt?

Jóhanna Sigurðardóttir er búin að leggja línurnar um að semja eigi nýjan stjórnarsáttmála og aðgerðaráætlun. Þar hlýtur Samfylkingin að krefjast aðildarviðræðna.

Það er deginum ljósara eftir kjördæmisþing Framsóknarmanna undanfarið að lægsti samnefnari flokksins í Evrópumálum sem hafa verið ofarlega á baugi á þeim flestum,  er að leggja strax undir þjóðina í þjóðaratkvæðagreiðslu hvort hefja eigi slíkar viðræður.

Jafnvel gæti flokkurinn gengið skrefinu lengra og ályktað um að ganga eigi til aðildarviðræðna strax og að niðurstaða slíkra viðræðna verði borin undir þjóðina í þjóðaratkvæðagreiðslu.

Væri Samfylkingunni þá sætt í ríkisstjórn sem berst gegn aðildarviðræðum?

Held ekki.

Því er ljóst að annað hvort verður kosningum flýtt eða Sjálfstæðisflokkurinn samþykkir að minnsta kosti að bera skuli það undir þjóðina fljótlega hvort hefja skuli viðræður við ESB - ef ekki að ganga til viðræðna strax.


mbl.is Kosningum ekki flýtt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Nú lætur Bjarni "anymous" þig aldeilis heyra það.

Séra Jón (IP-tala skráð) 10.11.2008 kl. 21:49

2 Smámynd: Hallur Magnússon

... ég finn dálítið með Bjarna - enda góður drengur - en skapmikill og fljótfær!

... lenti sjálfur í því að senda Kaupþingsbrandara á alla fjölmiðla á sínum - og reyndar alla í addressubókinni minni - en ætlaði bara að senda á þröngan vinahóp!

... en þetta sýnir best stöðu andstæðinga aðildarviðræðna við ESB inna Framsóknarflokksins. Þeir grípa til örþrifaráða því þeir vita að þeir eru orðnir lítill minnihlutahópur inna Framsóknar. En mikilvægur hópur reyndar að m´num mati - því við verður að hafa líka aðila sem eru gagnrýnir. Við hin þurfum þá að vanda okkur betur við undirbúning aðildarviðræðnanna

Hallur Magnússon, 10.11.2008 kl. 22:39

3 identicon

Það er með ólíkindum hvað þið Framsóknarmenn eruð miklir klaufar með póstforritin. Mismunurinn á þínum mistökum og Bjarna eru mikil. Í þínu tilfelli var um góðlátlegt grín að ræða. En mistök Bjarna eru önnur og verri. Þau eru rætin og ekki hægt að not orðið "drengskaparbragð" um þau mistök. Ég held að þessi mistök Bjarna séu það alvarleg að Framsóknarflokkurinn sé nú óstarfhæfur um óákveðin tíma og þið Frammarar ættuð að láta lítið fara fyrir ykkur næstu daga. 

Blessuð sé minning Framsóknarflokksins.

Egill Jón Kristjánsson (IP-tala skráð) 10.11.2008 kl. 22:54

4 identicon

hann átti að senda þetta sjálfur í fjölmiðla og standa fyrir máli sínu. Er eitthvað í þessu bréfi sem ekki má ræða. Það er grátlegt að það er eingöngu af hræðslu við flokksagann að Bjarni gerir þessa vitleysu.

Kiddi sleggja gæti kennt honum sitthvað um flokkshokkustu; hún er ágæt á meðan hún flækist ekki fyrir frumskyldu þingmannsins sem er að standa með sínum skoðunum.

Þráinn Kristinsson (IP-tala skráð) 10.11.2008 kl. 23:18

5 Smámynd: Sigurður Hrellir

Hallur minn!

Er ekki kominn tími til að þú finnir þér annan flokk? Það mun ekki nokkur heiðvirð manneskja kjósa Framsóknarflokkinn í komandi kosningum.

Sigurður Hrellir, 11.11.2008 kl. 01:23

6 Smámynd: Jón Valur Jensson

Mikið er þér annt um Samfylkingu og Sjálfstæðisflokk nema síður sé, og enginn ertu Síðu-Hallur, evrukrati óþjóðlegur.

Jón Valur Jensson, 11.11.2008 kl. 04:01

7 Smámynd: Óðinn Þórisson

Bjarni slátraði síðasta stjórnarsamstarfi í beinni í Silfrinu á sínum tíma og nú kláraði hann sinn stjórnmálaferil.
Hann hlýtur að segja af sér kall greyið.

Óðinn Þórisson, 11.11.2008 kl. 07:33

8 Smámynd: Hallur Magnússon

Jón Valur!

Ertu ekki kominn út á hálan ís með því að kalla mig óþjóðlegan?

Það hefur engum dottið í hug öðrum en þér - eins þjóðlegur og ég er.

Það að fara í aðildarviðræður við ESB og sjá hvað kemur út úr þeim - taka upp Evru - og mögulega ganga í Evrópusambandið hefur ekkert með þjóðlegheti eða óþjóðlegheit að gera.  Þvert á móti.  Innan Evrópusambandsins hafa einmitt þjóðirnar blómstrað!

Hallur Magnússon, 11.11.2008 kl. 08:47

9 Smámynd: Jón Valur Jensson

Stóru EBé-þjóðirnar hafa kannski blómstrað til skamms tíma, en mjög margar þjóðir þar eru ekki gamlar í hettunni. Bandalagið stefnir að æ meiri samruna, og þá verða þeir sterku sterkari, en hinir smáu veikari. Lúxemborgarar eru að vísu smáþjóð, sem hefur blómstrað – enda með einkarétt á prenti fyrir mesta pappírsreglugerðafargansbandalag í heimi! Meðalhagvöxtur á ári var að sönnu mjög góður í löndunum fyrstu tvo áratugina, en svo hægði á og stirðnaði og fór að ískra í af stöðnun, eins og hér Stöðugleikur ESBmá sjá:

Jón Valur Jensson, 13.11.2008 kl. 02:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband