Afhverju stöðvaði bankamálaráðherra Samfylkingar ekki IceSave?
8.11.2008 | 12:03
Af hverju stöðvaði bankamálaráðhera Samfylkingarinnar ekki IceSave í marsmánuði? Ber bankamálaráðherra Samfylkingar kannske meginábyrgð á bankahruninu?
Í það minnsta getur Samfylkingin ekki fríað sig ábyrgð á bankahruninu og efnahagsástandinu þótt meginábyrgð liggi hjá Sjálfstæðisflokki í ríkisstjórn og seðlabanka.
Minni enn og einu sinni á hlut Samfylkingar í Seðlabanka og Fjármálaeftirliti.
![]() |
Stærstu mistökin að flytja ekki Kaupþing úr landi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Hvernig getur ábyrgð á IceSave hílt á Valgerði Sverrisdóttur - þegar þeir reikningar koma ekki til sögunnar fyrr en löngu eftir ráðherratíð hennar?
Hallur Magnússon, 8.11.2008 kl. 13:39
Það er nú dapurlegt Hallur hvaða snuning þið framsóknarmenn eruð að reyna að taka í málinu. Jú þið munið nú aðeins eftir að hafa verið í ríksstjórn síðustu 12 árin af 13 og hálfu en munið það varla samt. Svo er 180 gráðu beygja í ESB þvi að þar vitið þið að liggja atkvæði................heitir þetta bara ekki að haga seglum eftir vindi.
Séra Jón (IP-tala skráð) 8.11.2008 kl. 14:30
Séra Jón
180 beygja í Evrópumálum er bara ekki rétt mat hjá þér! Við höfum verið að ræða Evrópumálin í 7 ár innan Framsóknarflokksins - og stærri hópur verið með aðildarviðræðum en gegn þeim líklga frá árinu 2004.
Það er dálítið pirrandi hvernig Samfylkingin - sem á stóran þátt í því neyðarástandi sem nú skapast - þykjast ekki bera ábyrgð á neinu.
Ef þú lest bloggin mín undanfarið - þá er ekki unnt að saka mig um að hlífa mínum flokki í þessari umræðu.
Hallur Magnússon, 8.11.2008 kl. 15:31
Úr stefnuskrá Framsóknarflokksins fyrir síðustu kosningar tekið af heimasíðu flokksins:
"Tryggja framtíðarhagsmuni þjóðarinnar í Evrópu í samstarfi við Evrópusambandið innan EES og við EFTA-ríkin."
Séra Jón (IP-tala skráð) 8.11.2008 kl. 16:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.