Afhverju stöðvaði bankamálaráðherra Samfylkingar ekki IceSave?
8.11.2008 | 12:03
Af hverju stöðvaði bankamálaráðhera Samfylkingarinnar ekki IceSave í marsmánuði? Ber bankamálaráðherra Samfylkingar kannske meginábyrgð á bankahruninu?
Í það minnsta getur Samfylkingin ekki fríað sig ábyrgð á bankahruninu og efnahagsástandinu þótt meginábyrgð liggi hjá Sjálfstæðisflokki í ríkisstjórn og seðlabanka.
Minni enn og einu sinni á hlut Samfylkingar í Seðlabanka og Fjármálaeftirliti.
Stærstu mistökin að flytja ekki Kaupþing úr landi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Hvernig getur ábyrgð á IceSave hílt á Valgerði Sverrisdóttur - þegar þeir reikningar koma ekki til sögunnar fyrr en löngu eftir ráðherratíð hennar?
Hallur Magnússon, 8.11.2008 kl. 13:39
Það er nú dapurlegt Hallur hvaða snuning þið framsóknarmenn eruð að reyna að taka í málinu. Jú þið munið nú aðeins eftir að hafa verið í ríksstjórn síðustu 12 árin af 13 og hálfu en munið það varla samt. Svo er 180 gráðu beygja í ESB þvi að þar vitið þið að liggja atkvæði................heitir þetta bara ekki að haga seglum eftir vindi.
Séra Jón (IP-tala skráð) 8.11.2008 kl. 14:30
Séra Jón
180 beygja í Evrópumálum er bara ekki rétt mat hjá þér! Við höfum verið að ræða Evrópumálin í 7 ár innan Framsóknarflokksins - og stærri hópur verið með aðildarviðræðum en gegn þeim líklga frá árinu 2004.
Það er dálítið pirrandi hvernig Samfylkingin - sem á stóran þátt í því neyðarástandi sem nú skapast - þykjast ekki bera ábyrgð á neinu.
Ef þú lest bloggin mín undanfarið - þá er ekki unnt að saka mig um að hlífa mínum flokki í þessari umræðu.
Hallur Magnússon, 8.11.2008 kl. 15:31
Jú þetta er nefnilega hárrétt mat hjá mér. Það eru sjálfsagt til sjálfstæðismenn sem eru hlynntir ESB en flokkurinn er það ekki og það sama hefur átt við þinn flokk. Ég sé ekkert um að verja Samfylkinguna hún getur bara séð um það sjálf. Jájá þið hafið rætt málin............er það ekki það sama og þú hérna á hverjum degi skammast yfir ríkisstjórninni, að hún tali bara og verkin vanti. Ef þið hafið rætt Evrópumálin í 7 ár hvernig stóð þá á því að lítið fréttist af því meðan þið sátuð í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum?
Úr stefnuskrá Framsóknarflokksins fyrir síðustu kosningar tekið af heimasíðu flokksins:
"Tryggja framtíðarhagsmuni þjóðarinnar í Evrópu í samstarfi við Evrópusambandið innan EES og við EFTA-ríkin."
Séra Jón (IP-tala skráð) 8.11.2008 kl. 16:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.