Siv Friðleifsdóttir komin í ham í öflugri stjórnarandstöðu!
7.11.2008 | 15:10
Siv Friðleifsdóttir alþingismaður er greinilega komin í ham og ætlar ekki að láta bráðabirgðaríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar komast upp með neinn moðreyk.
í vikunni hjólaði hún í ríkisstjórnina og spurðist fyrir hvenær hún ætlaði að breyta umdeildum lögum um lífeyrisréttindi ráðherra og þingmanna - þar sem stjórnarliðar fóru undan í flæmingi.
Þá dró Siv fram á fundi efnahagsnefndar Alþingis það sem rétt er að ekki verði annað ályktað annað af símtali Árna Mathiesen fjármálaráðherra og Alistairs Darling, starfsbróður hans, í október eftir fall bankanna en að samráð Árna við Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra hafi verið í algjörum molum á ögurstundu.
Þá rakti Siv að út frá símtali Árna og Darlings verði ekki annað ráðið en að viðskiptaráðherra hafi á fundi sínum þann 2. september gefið breskum stjórnvöldum loforð eða yfirlýsingu af einhverju tagi vegna stöðu Landsbankans og hugsanlega annarra banka, sem síðan fjármálaráðherra virðist ekki kannast við.
Þá segir Siv eins og satt er:
Símtal ráðherranna lak til fjölmiðla og birtist opinberlega fyrst á Íslandi. Upplýsingaleki af þessum toga veldur óbætanlegum álithnekki á íslenskri stjórnsýslu og stórskaðar stöðu Íslands í samskiptum við stjórnvöld annarra landa. Í kjölfar þessa er ólíklegt að ráðherrar annarra landa treysti sér til að eiga trúnaðarviðræður við íslenska stjórnvöld og ráðherra um nokkurt sem máli skipti um langt skeið. Verða slík samtöl væntanlega um léttvæg mál allt þar til tekist hefur að skapa traust á íslenskri stjórnsýslu á nýjan leik.
Beðið er um að nefndin verði upplýst um hvernig ofangreint símtal lak til fjölmiðla í ljósi alvarleika málsins,"
Siv krafðist þess að öll minnisblöð vegna fundar viðskiptaráðherra, Björgvins G. Sigurðssonar og Alistar Darling, fjármálaráðherra Breta, þann 2 sept. sl. verði lögð fram.
Eðlilega. Það bendir allt til þess að Samfylkingaráðherra hafi þar lofað hlutum sem hann getur ekki staðið við og varð til þess að koma okkur á enn kaldari klaka en annars hefði orðið!
Öll minnisblöð vegna fundar viðskiptaráðherra og Darlings verði lögð fram | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.