Hvar er viðtalið við Guðna Ágústsson - "flokksfélaga" Obama!

Hvar er viðtalið við Guðna Ágústsson formann Framsóknarflokksins - flokksins sem er formlegur systurflokkur Demókrataflokksins í Bandaríkjunum - og reyndar Frjálslynda demókrataflokksins í Bretlandi líka - þegar Framsóknarmaðurinn Obama er kjörinn forseti?

Hvað er verið að ræða við lagsmenn Gordons Brown og Verkamannaflokksins vegna þessa?


mbl.is Kjör Obama nýtt tækifæri fyrir Bandaríkin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Liberal

Ég er í skýjunum yfir sigri Framsóknarmanna í Bandaríkjunum.  Vakti í alla nótt og var meira að segja búinn að skreyta heima og allt.  Nú er Ameríku borgið, loksins er komin Framsóknarmaður með viti við völd að moka flórinn eftir íhaldsöflin.  Mér finnst svo fyndið, Hallur, þegar Dagur Eggertsson og fleiri þykjast eiga Demókrataflokkinn með húð og hári og fatta ekki að amerísk stjórnmál eru ekkert lík þeim íslensku, og flokkar í ameríkunni eiga ekkert sameiginlegt með íslenskum flokkum, aðrir en demókrataflokkurinn sem er alveg nákvæmlega eins og flokkurinn okkar og svo repúblikanar sem eru nákvæmlega sömu glæponarnir og Sjálfstæðisflokkurinn.  En fyrir utan þetta eru flokkarnir þarna úti ekkert eins og þeir hérna heima.

Mér finnst Guðni bera af í umræðunni þessa dagana, hann kemur fram sem gríðarleg sterkur og vel gefinn leiðtogi, spyr áleitinna spurninga.  Svei mér þá ef ég sé hann barasta ekki fyrir mér í áramótaávarpinu á gamlárskvöld!  Við erum eini flokkurinn með skýra stefnu í öllum málum, höfum alltaf verið, og munum alltaf vera.  Við höfum skýra stefnu í ESB, viljum alls ekki þangað inn (að undanskildum flokksmönum sem vilja  fara þangað inn, en við erum víðsýnn flokkur og pláss er fyrir margar ólíkar skoðanir, við erum samt sem áður öll sammála).  Við viljum lækka skatta á barnafólkið, fyrir utan skattana sem við verðum reyndar að hækka á barnafólkið, en það verður ekki sagt um okkur að við hækkum skatta að óþörfu, Hallur!  Svo mætti lengi telja. 

Mig svíður það sárt að sjá svona gríðarlega óréttmæta gagnrýni á flokkinn okkar, eins og að þar logi allt í illdeilum og ósætti.  Það er bara rangt.  Við erum öll sammála um hlutina og stefnum öll í sama áttina, við í Framsókn.  Erum bara ekki kannski á sama máli og viljum ólíkar leiðir.  Sem er ekki það sama.

Liberal, 5.11.2008 kl. 13:15

2 identicon

Þú áttir eiginlega þessa flengingu skilda frá Liberal, Hallur. Aldrei skulu framsóknarmenn læra að skammast sín.

Ellismellur (IP-tala skráð) 5.11.2008 kl. 14:54

3 identicon

Framsóknarflokkurinn er nú um stundir íslenskur Bændaflokkur með búvörusamninga í fyrirrúmi.

 

Markmið þeirra er að stækka og stækka búin sem hefur leitt til þess að sveitir landsins hafa grisjast af mannlífi og leitt til öfugrar niðurstöðu miðað við upphafleg markmið. Og eru nú stærri búin í mjólkurframleiðslu komin með neikvæðan höfuðstól og mikið skuldsett.

 

Framsóknarflokkurinn er  íslenskur landeigendaflokkur, sem telja sig eiga allt miðhálendi Íslands. Hann er sérhyggjuflokkur í sjávarútvegsmálum. Hann er fámennur dreifbýlisflokkur sem hefur ekki náð fylgi í mesta þéttbýli landsins vegna þessara sjónarmiða.

 

Í undirmeðvitund hans kúrir samvinnuhugsjónin  og rómantísk ættjarðarást á landinu, sem flokksmönnum hefur ekki tekist að leiða fram til sigurs enn.

Þorsteinn H. Gunnarsson (IP-tala skráð) 5.11.2008 kl. 19:02

4 identicon

Hallur i guðanna bænum farðu varlega við meigum ekki við þvi að fa kanana upp a moti okkur.  Það er gott að þu settir gæsalappir flokksfelaga það dregur ur væginu.

Hörður (IP-tala skráð) 5.11.2008 kl. 20:28

5 identicon

Jæja, Hallur minn, detta mér allar dauðar lýs úr höfði. Hvernig í ósköpunum finnur þú það út að Demokrataflokkurinn í Bandaríkjunum sé í raun Framsóknarflokkur? Hvað er þetta eiginlega með þig og Framsóknarflokkinn?? Og heimfæra hann upp á Demókrata? Skil ekki þessa rökfærslu þína. Að bera saman tveggja flokka kerfi saman við margra flokka kerfi hér á Íslandi og finna út samheiti með Demókrötum og Framsóknarflokknum? Er ekki alveg í lagi með röksemdafærsluna hjá þér?

Nína S (IP-tala skráð) 6.11.2008 kl. 00:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband