Geir og Ingibjörg bera ábyrgð á ástandinu - kosningar í vor!

Geir Haarde og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir eiga að axla ábyrgð sína á efnahagsástandinu sem þau bera ábyrgð á. Geir og Sjálfstæðisflokkurinn bera höfuðábyrgð á ástandinu. Samfylkingin er illilega meðsek vegna þeirra ítrekuðu mistaka sem núverandi ríkisstjórn hefur gert í efnahags- og bankamálum.

Þjóðin lítur á núverandi ríkisstjórn sem bráðabirgðastjórn á meðan gengið er frá nauðsynlegum grunnatriðum vegna ástandsins. Þjóðin vill kosningar næsta vor. Þá ætti að minnsta kosti Geir Haarde að vera búinn að axla ábyrgð og taka pokann sinn bæði sem forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.

Spái því að Geir fylgi hins vegar í fótspor þeirra sem óttast kosningar og lýðræðið og muni gera allt til að hanga á völdum sem lengst og hunsa vilja þjóðarinnar.


mbl.is Geir: Engir brestir í stjórnarsamstarfinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Liberal

Og er þá ekki Framsóknarflokkurinn lausnin?  Besti flokkur landsins, vammlaus fram í fingurgóma og réttlátari en Jesús?

Liberal, 3.11.2008 kl. 15:20

2 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Minni á þegar Framsókn gaf Búnaðarbankan til S hópsins og undraverða eignamyndun Finns Ingólfssonar af eignum sem hann komst yfri eftir einkavæðingu.

Magnús Helgi Björgvinsson, 3.11.2008 kl. 15:25

3 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

P.s. Allir sérfræðingar tala um að það hefði þurft að bregðast við árið 2006. Og að FME hafi verið gjörsamlega ófært við að fylgja þróun bankan frá upphafi. Og hver var yfirmaður þess lengs af? Kannski Valgerður?

Magnús Helgi Björgvinsson, 3.11.2008 kl. 15:27

4 Smámynd: Hallur Magnússon

Liberal!

Með nýrri forystu! Jú, auðvitað

Hallur Magnússon, 3.11.2008 kl. 15:37

5 Smámynd: Hallur Magnússon

Magnús helgi.

Enn einu sinni. Búnaðarbankinn var ekki gefinn heldur seldur hæstbjóðanda - sem greiddi alla upphæðina - annað en með Landsbankann.

Valgerður gekk þannig frá málum að Fjármálaeftirlitið væri alfarið óháð stjórnvöldum - og hafði því ekki boðvald yfir því - eins og margoft kom fram í umræðunni.

Það væri betur að Valgerður væri bankamálaráðherra núna! Hún talar þó norsku :)

Það var Sjálfstæðisflokkurinn sem lá á bremsunni - bæði í ríkisstjórn og Seðlabanka!  Það var búið að hvetja til þess a'ð auka gjaldeyrisforðann allt frá áramótum 2003/4

Hallur Magnússon, 3.11.2008 kl. 15:40

6 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Hallur... hvar fær maður svona þrælvirkar afneitunarpillur ??

Jón Ingi Cæsarsson, 3.11.2008 kl. 15:59

7 identicon

Hallur minn, eitthvað rámar mig í 12 ára valdasetu Framsóknar með Sjálfstæðisflokknum, einkavinavæðing S-hópsins t.d., skipun Finn I. í seðlabankastjórastöðu rétt fyrir sölu Búnaðarbankans og margt fl. Á ég svo að fara treysta Framsókn í nýja stjórn? Mun Framsókn takast að þvo af sér spillingarstimplinn? Held ekki. Nýtt fólk - nýja stjórn - NÚNA.

Arinbjörn Kúld (IP-tala skráð) 3.11.2008 kl. 15:59

8 Smámynd: Liberal

Látið Framsókn vera, það er ótrúlegt hvað hefur verið níðst á Framsókn í gegnum tíðina.  Framsókn stendur vörð um almenning í landinu og hefur alltaf gert.  Guðni stendur vörð um heilsu landsmanna með því að hafa í áraraðir komið í veg fyrir innflutning á menguðu og hættulegu kjöti erlendis frá, og tryggt okkur þess í stað tiltölulega hóflega verðlagða íslenska framleiðslu.  Valgerður gerði stórkostlega hluti sem viðskiptaráðherra á sínum tíma og má eiga þakkir skyldar fyrir að koma í veg fyrir að einhverjir óþekktir jólasveinar fengju ekki bankana í hendurnar, heldur fólk sem hún þekkti vel til.  Enginn getur sagt að S-hópurinn hafi gert neitt rangt!  Hvað með Siv og hennar forvera sem heilbrigðisráðherra?  Þau byggðu upp gríðarlega stórt heilbrigðiskerfi sem er kannski ekki það skilvirkasta eða besta í heimi, en það er engu að síður það stærsta og þar er sko hvergi til sparað í einu eða neinu. 

Svo er náttúrulega ósunginn lofsöngurinn til Halls, mannsins sem umbreytti Íbúðalánasjóði úr morknuðu kratabákni í nútímalegan húsnæðislánabanka í fremstu röð í heiminum.  Upp á sitt einsdæmi innleiddi Hallur, og tilsjónarmenn ÍLS frá Framsókn, framsækið kerfi sem var sanngjarnt í alla staði og auðveldaði öllum, óháð efnhagsstöðu, að eignar þak yfir höfuðið án teljandi greiðslubyrði.

Það er því ómaklega vegið að Framóknarflokknum að draga upp ímyndina um hinn spillta flokk sem svífst einskis í að koma sínu fólki að óháð vangetu þess til að gegna sínu starfi.  Það fer óstjórnlega í taugarnar á mér þegar fólk talar um að Guðni sé eingöngu að verja hagsmuni bænda með því að viðhalda óskiljanlegu greiðslukerfi til þeirra sem hneppir þá í átthagafjötra og okrar á Íslendingum með því að selja miðlungs matvöru á himinháu verði.  Það er bara rangt!  Eða að Framsókn hafi átt frumkvæði að gönuhlaupi í efnahagsmálum með botnlausu skilningsleysi á rekstri heilbrigðiskerfa.  Það er ósanngjarnt og rangt.  Framsókn var í ríkisstjórn í 12 ár, og ber ábyrgð á öllu því sem vel heppnaðist á þeim tíma, öllu... en Sjálfstæðisflokkurinn því miður spólaði yfir flokkinn í öllu því sem aflaga fór þrátt fyrir ströng varnaðarorð þingmanna Framsóknar allan tímann.  Þannig er það bara.  

Það er bara eitt sem getur bjargað landinu frá brún hyldýpisins, og það er sterk ríkisstjórn undir forystu Guðna Ágústssonar, og ég legg til að Hallur Magnússon verði gerður að fjármálaráðherra (í ljósi grettistaks hans hjá ÍLS) og húsnæðismál verði fær alfarið og að öllu leyti undir hann.  Maður getur bara látið sig dreyma um að þjóðin fatti þetta! 

Liberal, 3.11.2008 kl. 16:02

9 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Óskar Þorkelsson, 3.11.2008 kl. 16:44

10 Smámynd: Hallur Magnússon

Arinbjörn?

Hvernig getur þú kallað sölu Búnaðarbankans til hæstbjóðanda einkavinavæðingu - rekstrarmenntaður maðurinn?

Hallur Magnússon, 3.11.2008 kl. 18:06

11 Smámynd: Hallur Magnússon

Ægir!

Ég lifi á plánetunni þar sem er lítið land sem heitir Ísland þar sem er fyrrum stór flokkur sem nefnist Sjálfstæðisflokkur sem hefur klúðrað efnahagsmálunum - með dyggri aðstoð regnhlífasamtaka sem nefnist Samfylking.

En þú?

Á bleiku skýi þar sem þú sérð ekki þessar staðreyndir í stjórnmálum og efnahagsmálum?

Ekki ertu á tunglinu - því mistök Sjálfstæðisflokksins sjást alla leið þangað - þau eru svo stór!

Hallur Magnússon, 3.11.2008 kl. 21:00

12 Smámynd: Hallur Magnússon

... og reyndar líka tvískinnungur Samfylkingarinnar - sem er langstærsti stjórnarandstöðuflokkurinn í dag - þótt hann beri fullkomna ábyrgð á klúðri síðustu vikna og mánaða

Hallur Magnússon, 3.11.2008 kl. 21:01

13 identicon

Skil ekki lofsönginn um Framsóknarflokkinn hjá Liberal eða var hann kannski háð? Hvað gerði Sjálfstæðisflokknum kleift að starfa öll þessi ár? Var það ekki Framsóknarflokkurinn? Hvað varð um öll loforð þess flokks kosningu eftir kosningu? Svo sér maður þetta sama gerast núna með Samfylkinguna, nema sá flokkur hefur ekki eins mikið meðvirknisþol, kannski tæpan þennan vetur , varla svo.  Það hfeur farið hrollur um mig við að hlusta á málflutning þingmanna og formanns Framsóknarflokksins undanfarið, hef á tilfinningunni að hann sé að síga í átt til Sjálfstæðisflokksins enn á ný í von um að komast aftur í ríkisstjórn. Við kjósendur þurfum að koma í veg fyrir slíkt stórslys.

Nína S (IP-tala skráð) 3.11.2008 kl. 22:21

14 Smámynd: Hallur Magnússon

Nína!

Framsóknarflokkurinn lofaði 12 þúsund nýjum störfum á kjörtímabilinu árið 1995 þegar hér var fjöldaatvinnuleysi og allt í rúst! Störfin urðu 15 þúsund.

Framsóknarflokkurinn lofaði virkjunum og stóriðju á Austurlandi í kosningunum 1999 og stóð við það.

Framsóknarflokkurinn lofaði 90% lánum til kaupa á hóflegri íbúð árið 2003. Áætlanir voru um að það mark næðist 2007. Flokkurinn stóð við þetta.

Framsóknarflokkurinn lofaði frístundakortum í Reykjavík fyrir síðustu kosningar - og stóð við það.

Þetta eru einungis örfá dæmi. Hvaða kosningaloforð hefur Framsókn verið að svíkja gegnum tíðina?

Hvað Liberal varðar - já, þetta er háð!  Nokkuð skemmtilegt háð meira að segja!

Hallur Magnússon, 3.11.2008 kl. 22:38

15 identicon

Já, Hallur minn, kannski eru þetta sárindi í mér út í Framsóknarflokkinn. Ég er orðin aldin kona og fann á eigin skinni breytinguna á aðstæðum mínum þessi ár sem Sjálfstæðisflokkurinn og Framsókn voru við völd. Aðstæðurnar versnuðu mjög á þessu tímabili, það var erfiðara að lifa og halda í við greiðslubyrðina. Þetta með 90% lán til íbúðakaupa var komið til fyrir þessa umræddu stjórnartíð. Frístundakort í Reykjavík skipta mig ekki máli þar sem ég bý fyrir vestan. Stóriðja á Austurlandi með öllu tilheyrandi sömuleiðis. Veit ekki alveg hvar þessi tala um 15 þúsund ný störf í stjórnartíðinni lenti, hugsa að hún hafi ekki lent hér fyrir vestan. Segir það ekki eitthvað? Hvað með barnafólk, aldraða og öryrkja? Jamm, allavega ætla ég að splæsa í símareikninginn minn. Datt inn á að spila gamla góða Moody Blues á Youtube eftir Söru Brightman sönginn. Manstu ekki eftir þeim? Róleg, góð og frábær lög. Svo, mér er sama hverjir eiga Símann, ég vil ekki missa af því að geta hlustað á gömul og ný góð lög. Hafðu það gott. Kveðja. Nína

Nína S (IP-tala skráð) 4.11.2008 kl. 00:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband